Forval VG: Játningar lélegasta kosningasmala í heimi
6.3.2009 | 18:19
Eins og lesendum bloggsins er ljóst er ég á fullu í forvali VG sem fram fer á morgun (munið að skrá ykkur fyrir miðnætti í Reykjavíkurfélag VG!!). Gaf kost á mér ekki síst vegna hvatningar úr ótrúlega mörgum áttum. Ég hélt að ég væri bara ágætlega dugleg að taka þátt í öllu sem tilheyrir þessu forvali, fæ boð á ótal fundi og mæti á alla sem ég get - reyndar mér til óblandinnar ánægju. Stofnaði Facebook-grúppu og reyni að sinna henni og svo held ég áfram að blogga, þessa dagana mest um forvalstengd mál - en það skal viðurkennt að heimsóknir á bloggið mitt tóku stórt stökk uppávið um daginn þegar ég var líklega fyrst til þess að blogga um að gmail póstforritið væri dottið út.
Nema hvað! Var að frétta það hjá mjög velviljuðum samherjum mínum í VG að ég er sem sagt alveg ömurlegur kosningasmali, hvorki í stórum félögum, kórum, hópíþróttaliðum - nei, ég er í tennis, og skvassi, þar hala ég í mesta lagi inn einn mótspilara í hvoru, sem ég hef ekki haft sambandi við. Og í þokkabót er ég ekki búin að skrá fjölskyldu mína, sem er allstór, í Reykjavíkurfélagið - af því við erum flest búsett utan Reykjavíkur. Mamma krafðist þess að vísu að fá að kjósa mig og vonandi hefur það allt tekist vel. Nokkrir ættingjar og vinir mínir hafa haft samband og ég er hræddust um að ég hafi klúðrað því hvernig ég liðsinni þeim í að styðja mig. Ég hef ekki haldið opið hús eða kosningafundi, heldur bara mætt hjá öðrum.
Að fyrra bragði hef ég hringt í eina manneskju hingað til beinlínis til þess að benda henni á að kjósa mig. Og það reyndar tvisvar, vegna þess að leiðbeiningarnar sem ég gaf henni í fyrra sinnið voru ef til vill ekki fullnægjandi. Við eigum sameiginlegt áhugamál sem hún vill endilega styðja og þar með mig, og ég vissi að ég varð að láta hana vita. Mér skilst að sumir hringi meira. Lofaði reyndar á endanum einum samherja mínum að hringja nokkur símtöl í kvöld. Verð eiginlega að gera það.
En samt, ef það skyldi fara á milli mála, þá ER mér rammasta alvara. Ég býð mig fram í 1.-3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík, sem fram fer á morgun. Frestur til þess að skrá sig í Reykjavíkurfélagið rennur út á miðnætti í kvöld. Skráning í vg@vg.is
Framboðsmál á fullu um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2009 kl. 01:35 | Facebook
Athugasemdir
Það ber vott um heiðarleika að þú hafir ekki smalað fólki heldur fremur kynnt stefnumál þín á lýðræðislegan hátt.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:45
Já þú ert manneskja að mínu skapi. Og Vinstri grænn er ágætur, auðvitað vel ég aðeins það besta.
Kveðja Tara
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.3.2009 kl. 18:50
Gangi þér vel Anna.
Hallgrímur Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 19:02
ég ætla að kjósa þig:) þú ert svo dæmalaust yndisleg
Birgitta Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 19:09
Öll familjan búin að skrá sig í Reykjavík... Auvidda til þess að kjósa þig,,, en ekki hvað
Oddrún , 6.3.2009 kl. 19:14
Takk frábæra fólk. Aldrei skyldi maður vanmeta bloggið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2009 kl. 19:20
gangi þér sem allra best
Steinn Hafliðason, 6.3.2009 kl. 20:47
Gangi þér vel.
Jens Guð, 6.3.2009 kl. 21:12
Stórkostlegt stórkostlegt kæra flokksystir.
Ég sjálfur hringi ekki í neinn til að "smala" í hópinn, kjósa þeir sem kjósa vilja. Ef vel gengur þá er öruggt að gengið má einvörðungu þakka eigin verðleikum. Þetta hlýjar mér um hjartans rætur því ég hélt ég væri einn um það að yrkja pólitík ala gamla mátann, það er að segja; hitta fólk, heilsa, kynna sig og ræða pólitík ef hún ber á góminn.
Gangi þér sem allra allra best
kv. Ilmandi Vænn og grænn vGunnar
Gunnar Sigurðsson 6.3.2009 kl. 21:48
Takk enn og aftur öll saman.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2009 kl. 21:57
Set þig í annað með henni Kötu Anna mín.
Þú rúlar þar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 22:36
Takk, var einmitt að hvetja þig til þess að lesa þetta ,,prófkjörsblogg" mitt ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2009 kl. 22:59
Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 23:16
Gangi þér vel
Aprílrós, 7.3.2009 kl. 00:41
Hef ekki atkvæðarétt en hvet vini mína í VG til að kjósa þig. Vonandi taka þeir mark á mér í þessu.
Sigurður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 07:49
.
Gangi þér allt í haginn.
Rak augun í það að einn aðstandandi Borgararhreyfingarinnar ætlar að taka þátt í prófkjöri VG.
Hélt bara að frambjóðendur eins flokks tækju ekki þátt í prófkjörum annarra flokka.
Bara velti fyrir mér ýmsu í sambandi við það.
101 7.3.2009 kl. 10:34
Bestu kveðjur um gott gengi í forvalinu í dag til "lélegasta kosningsmala í heimi" frá fulltrúa fjögurra atkvæðabærra manna.
Helga 7.3.2009 kl. 11:46
Ég er mjög spennt að vita hvernig þér mun ganga með gamla, góða laginu. Ég tók að sjálfsögðu þátt til að styðja þig, elsku snillingurinn minn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2009 kl. 11:57
Gangi þér sem allrabest
Guðlaug H. Konráðsdóttir, 7.3.2009 kl. 12:07
Gangi þér sem allra best í prófkjörinu. Ég hef lítið gert af því að smala í mínu eigin framboði norðan heiða, og mun bráðum sjá hvernig gamla, góða aðferðin virkar. Ég styð það alla vega heils hugar að þú komist á þing, þó að ég sé í öðru kjördæmi og öðrum flokki!
Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 15:17