Hvað varstu að gera á þingi í sex ár, Anna?

Ég held að ég sé örugglega eina manneskjan, sem er að koma aftur í pólitík eftir langt (14 ára) hlé, af þeim sem taka þátt í forvali VG í Reykjavík á laugardaginn. Það er því sanngjarnt að ég láti vita af því hvað ég var að gera á þingi í sex ár. Hér að neðan er listi yfir þau þingmál sem ég var fyrsti flutningsmaður að, frumvörp, þingsályktunartillögur, fyrirspurnir (formlegar) og skýrslubeiðnir. Ég hef séð svona lista þar sem öll mál sem viðkomandi hefur flutt og jafnvel talað í eru listuð og það er önnur leið, en sá listi væri endalaus svo ég takmarkaði þetta við þau mál sem ég hafði framsögu um og flest þeirra samdi ég sjálf, oft með hjálp hópa úr Kvennalistanum eða starfsfólks þingsins, eftir eðli mála. Einstaka mál endurflutti ég eftir að flutningskona var hætt á þingi. Nokkur mál valdi ég að flytja oftar en einu sinni, það voru yfirleitt áherslumálin. Ef þið viljið vita meira um málin þá er best að smella á hlekkinn ofan við listann. 

Listi yfir þingmál  sem ég var fyrsti flutningsmaður að 1988-1995

1994-1995

50. atvinnuleysistryggingar (bótaréttur við endurmenntun)
51. aðgangur almennings að þingskjölum og umræðum á
Alþingi (setja allt á netið - var ekki þá)
116. reglur LÍN um nám foreldra fatlaðra barna
144. framkvæmd jafnréttisáætlunar
228. séríslenskir bókstafir í Inmarsat C
fjarskiptakerfinu
247. fjöleignarhús
250. réttarstaða fólks í vígðri og óvígðri sambúð

1993-1994

76. húsnæðisstofnun ríkisins (endurmat vaxta)
66. átak gegn einelti
77. stytting vinnutíma
130. málefni Blindrabókasafns
133. sameining barnaverndarnefnda
134. barnaverndarnefndir í fámennum sveitarfélögum
135. fagleg ráðgjöf fyrir barnaverndarnefndir
136. starfsmenn félagsmálaráðuneytisins í
barnaverndarmálum
224. meðferð Rannsóknarlögreglu ríkisins á málum er varða
kynferðisbrot
225. meðferð ríkissaksóknara á málum er varða
kynferðisbrot til dómsmrh.
236. ofbeldi í myndmiðlum
264. ráðgjöf um sambúðarslit, hjónaskilnað og forsjá
barna
265. sameiginleg forsjá
358. heilbrigðisþjónusta (trúnaðarmenn sjúklinga)
359. ráðning sjúkraþjálfara við heilsugæslustöðvar
424. námsefni í fíknivörnum
425. forvarnir gegn bjórdrykkju
523. framlög til áfengis- og fíkniefnameðferðar
524. framlög til áfengis- og fíkniefnavarna
525. framlög til forvarna í áfengis- og fíkniefnamálum
560. stjórn fiskveiða (samráðsnefnd um tillögur um
veiðiheimildir)
575. atvinnuleysistryggingar (bótaréttur við
endurmenntun)
576. aðgangur almennings að þingskjölum og umræðum á

Alþingi

1992-1993

72. sveigjanlegur vinnutími
171. áfengis- og vímuefnameðferð
172. áfengis- og vímuefnameðferð
346. sálræn heilsugæsla utan höfuðborgarsvæðisins t
385. leiðbeiningar og ráðgjöf við barnaverndarnefndir
386. börn í áhættuhópum til félmrh.
422. heilbrigðisþjónusta (trúnaðarmenn sjúklinga)
424. samvinna barnaverndaryfirvalda og annarra stofnana
426. tilsjónarmenn og stuðningsfjölskyldur
463. vinna ungmenna á vínveitingastöðum
558. stytting vinnutíma

1991-1992

114. lánsviðskipti
137. opinber réttaraðstoð
143. atvinnumál á Suðurnesjum
237. lögfræðiráðgjöf í hjúskaparmálum
380. afleiðingar sumarlokunar sjúkrahúsa
382. skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna í
heiminum
427. sveigjanlegur vinnutími
504. greiðslur til stuðningsfjölskyldna
512. skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna í
heiminum 1970--1990

1990-1991

9. átak gegn einelti
89. fræðsla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði
95. vernd barna og unglinga
96. vernd kvenna vegna barneigna
124. neyðaráætlun vegna olíuleka
176. lánsviðskipti
300. ráðning sjúkraþjálfara í öll fræðsluumdæmi
318. meðferð opinberra mála (yfirheyrslur yfir börnum)
336. meðferð Rannsóknarlögreglu ríkisins á málum er varða
kynferðisafbrot gagnvart börnum
337. meðferð ríkissaksóknara á málum er varða
kynferðisafbrot gagnvart börnum
342. atvinnumál á Suðurnesjum
372. viðbrögð Íslendinga gegn styrjöldinni við Persaflóa

1989-1990

63. réttindi og skyldur á vinnumarkaði
66. greiðslur til framfærenda fatlaðra
67. greiðslur fyrir umönnun fatlaðra barna í heimahúsum
302. húsnæði fyrir aðstandendur sjúklinga
377. stimpilgjöld (yfirlýsing sambúðarfólks um
eignaskráningu)
413. ráðning sjúkraþjálfara í öll fræðsluumdæmi
468. meðferð opinberra mála (yfirheyrslur yfir börnum)
501. heilbrigðisþjónusta (trúnaðarmaður sjúklinga)
538. viðhald á íslenskum flugvélum

1988 (varamaður í 2 vikur)

379. réttindi og skyldur á vinnumarkaði 

Það er erfitt að velja mál úr, en samt held ég að mál sem varða:

  • kvenfrelsi
  • baráttu gegn kynferðisafbrotum
  • aðbúnað fatlaðra
  • forvarnir
  • vinnumarkað
  • álögur á fólk í banka- og húsnæðiskerfi (þær voru líka vandamál þá)
  • friðarmál

hafi verið mér efst í huga. Sum mál voru aðallega afgreidd í óundirbúnum fyrirspurnum (sem eru ekki á listanum), utandagskrárumæðum og umræðum um skýrslur ýmissa ráðherra. Þar á meðal eru til dæmis nánast öll utanríkismál, friðarmál og EES/ESB meðal annars. Ég sat í eftirfarandi þingnefndum, ýmist í tvö eða fjögur ár:

  • utanríkismálanefnd
  • sjávarútvegsnefnd
  • allsherjarnefnd (dómsmál og stjórnarskrármál m.a.)
  • heilbrigðisnefnd
  • félagsmálanefnd. 
Held að þetta svari kannski spurningunni um það fyrir hvað ég stend, því það er alltaf ágætis leið að dæma fólk af orðum sínum og verkum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínn listi. Set þig í þægilegt sæti mjööög ofarlega .

Vegna frétta í dag þá er ég að velta því fyrir mér hvers vegna ekki sé búið að banna starfsemi Fáfnis og þá í leiðinni Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokkins.

Helga 5.3.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nokkuð hressileg líking milli Fáfnis og annarra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2009 kl. 19:20

3 identicon

Helga 5.3.2009 kl. 19:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband