Það eru til lausnir

Hvað er hægt að gera í pínulitlu samfélagi þar sem allt bankakerfið hrynur á einum skrýtnum haustdegi?

Það eru til lausnir!

Þórarinn Lárusson tilraunastjóri á Skriðuklaustri var eitt sinn að ræða það sama og ég ætla að fjalla um, en mundi ekki alveg rétta líkingamálið svo hann sagði - úr ræðustól: Æ, þið vitið, bera konan með spottann! Sem sagt: Neyðin kennir naktri konu að spinna.

Nýafstaðin búsáhaldabylting og viðbrögðin við bankahruninu sýna svo ekki verður um villst að íslenska þjóðin er hugmyndarík, fersk og tilbúin að framkvæma hugmyndir sínar - strax. Það er stjórnvalda að skapa sem flestum góð skilyrði til að framkvæma góðar hugmyndir. Núverandi ríkisstjórn, sem hefur aðeins 80 daga framkvæmdatíma, hefur sýnt áhuga og snerpu. En til þess að hún geti skapað fólki, með góðar hugmyndir, réttan farveg fyrir þær - þarf hún að fá að halda áfram eftir kosningar og helst undir forystu Vinstri grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þjóðstjórn væri ákjósanlegur möguleiki enda myndi það veita þingmönnum mikinn styrk til að vinna saman og stuðla að hraðri velferð á tímum sem þessum.

Hilmar Gunnlaugsson, 4.3.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Vil koma hugmynd minni á framfæri varðandi verðtryggingadrauginn.Besta lausnin fyrir heimilin væri að festa greiðslur miðað við vísitölu frá t.d.1.júlí 2007 þegar verðbólgan fór að hækka.Hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru alltaf flóknar, seinvirkar og illa útfærðar eins og útgreiðsla  séreignarsparnaðar og greiðsluaðlögun.Fólk hreinlega skilur ekki svona útfærslu.Viltu ekki ræða þetta við flokksbræður þína ?

Kristján Pétursson, 4.3.2009 kl. 22:45

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Vinstri stjórn áfram! Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 4.3.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þjóðstjórn er sá kostur sem Vinstri græn voru hvað duglegust að mæla með þegar hrunið kom. Ekki reyndist hljómgrunnur þá. Ég tel það reyndar alveg þokkalega hugmynd eftir næstu kosningar þar sem ég tel að sú stjórn yrði einnig vinstri stjórn, miðað við áætlað kjörfylgi. En vinstri stjórn dugar alveg til góðra verka.

Kristján, ég er hrifin af þessari hugmynd, hef heyrt fleiri tala í þessa átt, líka þá sem eru með þessar flóknu og seinvirku hugmyndir, málið er að eitt útilokar ekki annað. Framundan mun vera verðhjöðunu eftir því sem spáð er og þá er veruleiki þinnar dagsetningar mun raunsærri en þetta verðbólguskot sem var. Var að koma af mjög góðum fundi þar sem þessi mál voru mjög til umræðu, í Ráðhúsi Reykjavíkur, og þar held ég að þínar hugmyndir hefðu fengið samhljóm með fleiri sem töluðu, sannarlega ekki fyrir daufum eyrum. Það verður allt gert sem hægt er.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2009 kl. 01:44

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

VG voru duglegir að hvetja til að þjóðstjórn yrði sköpuð og Steingrímur mælti manna heillastur eftir hrunið en svo dóu hugmyndirnar út og VG tók upp samstarf við Samfylkinguna. Vinstri stjórn eða hægri stjórn á stundum sem þessum eru ekki nauðsynlegur heldur öllu fremur að hægt sé að sameina hægri menn og vinstri menn sem taki höndum saman á erfiðustu tímum. Eftir að efnahagskreppan endar væri svo hægt að velja annað hvort að nýja. Tel ég það bestu lausnina.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 15:51

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst enn að tímarnir séu allt eins tímar þjóðstjórnar en vinstri stjórnar, enda er ég sannfærð um að styrkur VG verður mikill eftir næstu kosningar og áherslurnar sem ég vil sjá yrðu þar af leiðandi ekki fyrir borð bornar. Það er vissulega alveg á mörkunum að Sjálfstæðisflokkur, eftir seinustu ringulreið, sé stjórntækur en við skulum vona að flokkurinn beri gæfu til að endurnýjast á farsælan hátt, það getur ekki verið annað en hagur þjóðarinnar. Ekki mun hann stækka, eins og lítur út fyrir að verði ferill VG, þannig að endurnýjunin verður að eiga sér stað í efstu sætum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2009 kl. 18:33

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála. Við vonumst eftir betri tímum

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 18:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband