Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Andstaðan gegn ESB kemur ekki á óvart
2.3.2009 | 14:59
Eftir að hræðsluáróður ESB-sinna í haust hætti að virka - áróður sem var uppi við aðstæður sem eiga ekki sína hliðstæðu - er aftur komið jafnvægi á umræðuna og meiri hluti þjóðarinnar lýsir andstöðu sinni gegn aðild að ESB - þriðju könnunina í röð. Jafnvel í Samfylkingunni, þar sem oftast er látið í veðri vaka að engin andstaða sé fyrir hendi, er nær fjórði hver kjósandi andvígur aðild að ESB. Umhugsunarvert.
Meirihluti andvígur ESB-umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Adild ad ESB eda ekki er ein alvarlegasta ákvordun vardandi framtíd sjálfstaedis Íslands.
Skodanakonnun á thessu stigi er ekki abyrg thar sem skipulogd kynning á hvad ESB er og hvad adild muni thyda fyrir thjodina hefur ekki farid fram enntha og hvergi ad sjá áform um slíka kynningu.
Somuleidis er engin kynning um efnahagsmál, uppeldismál, kennslumál, atvinnumál eda onnur málefni sem skiptir skopum í hverju thjódfélagi.
Malefnalegar greinar í blodum odru hverju eru ekki skodanaskipti og svara ekki theim ótal spurningum sem koma upp til thess ad geta tekid ábyrgar ákvardanir í hverjum málaflokki.
Vid erum svo fámenn og vid eigum allt sem til tharf til thess ad midla thekkingu, til skodanaskipta til almennra samskipta en thessir midlar eru ekki nýttir thar sem vidkomandi stjornendum hefur ekki thott malefni thjodarinnar vera áhugaverd til midlunar.
Snjallir fjolmidlamenn/konur munu einmitt geta gert malefnalegar umradur og skodanaskipti ad helsta ahugaefni thjodarinnar sem myndi thjappa henni saman í skilningi á málefnum og skodunum hvers annars.
Gerður Pálma, 2.3.2009 kl. 16:48
ESB er X File !
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 19:46
Get ekki verið meira sammála en að það vantar miklu ítarlegri umfjöllun um ESB og mikið vandaðri umfjöllun. Reyndar höfum við í Heimssýn haldið röð funda sem hafa verið ágætir fyrir umræðuna, þeir hafa verið innbyrðis mjög ólíkir en allir mjög upplýsandi. En það er ekki nándar nærri nóg og þessa ákvörðun má ekki taka nema að undangenginni ítarlegri og vandaðri umræðu, ef einhvern tíma kemur að því að taka hana. Og eins og Jóhanna bendir á má ekki gleyma breytileika ESB, umgerðin og eðli sambandsins er á fleygiferð.
Hins vegar er það magnað að þrátt fyrir einhliða hræðsluáróður í haust er andstaðan við aðild þegar orðin mun meiri en búist var við og nær til allra flokka.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.3.2009 kl. 21:52
Fyrir mína parta þá er ekki möguleiki að ég líti neinum augum til ESB, enda er sambandið hernaðarbandalag. Fyrir mína parta þá finnst mér það meira svona 1956
Gunnar Sigurðsson 3.3.2009 kl. 11:19
Ég hélt að það væri búið að leiðrétta það í eitt skipti fyrir öll að við erum ekki búin að undirgangast nema um 10% af löggjöf Evrópusambandsins í gegnum EES. Þannig að þótt málaflokkarnir séu innan ramma EES er löggjöfin í þessum málaflokkum enn sem komið er að stærri hluta mótuð af okkur sjálfum. Hér er skýrsla Evrópunefndarinnar sem segir betur frá þessu: http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558
En reyndar er ég sammála að EES er engin óskasamningur og var það aldrei. Það er létt verk að breyta honum í tvíhliða samning eins og Sviss hefur við ESB og reyndar er þeirra samningur svona ,,best of" EES.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2009 kl. 11:21
Og Gunnar, mikið er ég sammála því og takk fyrir að draga fram þessa skuggahlið ESB sem allt of lítið er fjallað um.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2009 kl. 11:33
Það er aðeins tímaspursmál hvenær Evrópusambandið kemur sér upp einum samræmdum herafla í nafni sambandsins. Nógu lengi hefur það staðið til og nógu lengi hefur vilji verið fyrir því. Það er vafalaust mjög stutt í að þetta verði að veruleika.
Blueprint for EU army to be agreed
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/4689736/Blueprint-for-EU-army-to-be-agreed.html
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 13:02
Þess utan er Evrópusambandið fyrst og fremst vísir að einu ríki sem lítið vantar upp á að verði að veruleika.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 13:02
Tek svo bara undir með Albert Einarssyni, segjum EES-samningnum upp og semjum þess í stað um tvíhliða samskipti.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 13:04
Albert, við gerðumst aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Er þá eitthvað óeðlilegt að við höfum tekið yfir það regluverk sem um hann gildir??
En Evrópusambandið er svo miklu meira í dag en nokkurn tímann bara innri markaðurinn. Í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra er vissulega vitnað til fullyrðinga í ræðu Halldórs Ásgrímssonar frá 2002 (sem aldrei hafa þó verið rökstuddar með nokkrum hætti) en þar er líka skírskotað til úttektar skrifstofu EFTA í Brussel frá 2005 þar sem kom fram að aðeins 6,5% af lagagerðum Evrópusambandsins hefðu fallið undir EES-samninginn á þeim áratug sem hann hafði þá verið í gildi.
Hvorki við né Noregur erum Sviss, vissulega. En þarf það? Í framtíðinni verður vafalaust stórlega aukin eftirspurn eftir fiski sem og olíu, gasi og öðrum orkugjöfum sem bæði við og Norðmenn búum yfir, ekki sízt af hálfu Evrópusambandsins (nokkuð sem við myndum glata yfirráðum okkar yfir ef við yrðum hluti af sambandinu og gengumst undir vald þess). Samningsstaða okkar gagnvart Evrópusambandinu kann því auðveldlega að verða mjög góð í nánustu framtíð þegar kemur að því að tryggja hagsmuni okkar gagnvart því og halda um leið í sjálfstæði og fullveldi landsins okkar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 15:36
Prósentureikningur í löggjöf er villandi. Það sem skiftir mestu máli snýr að mjög fáum lagagreinum.
Héðinn Björnsson, 3.3.2009 kl. 16:42
Varðandi prósentur - tek reyndar undir með þér, Héðinn, og bæti því við að þótt sumt sé hábölvað sem við höfum undirgengist, er þó sumt af því sem eftir er verra - stend við mín orð, við höfum ekki tekið í lög nema um og jafnvel innan við 10% af ESB-löggjöfinni - sem er nákvæmlega það sem ég sagði til að hrekja þann málflutning sem oft heyrist, að við höfum þegar tekið mestallan lagabálk ESB inn í okkar lög. Það er nefnilega það sem við heyrðum oftast hér áður og það sem mér finnst mikilvægt að sé leiðrétt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.3.2009 kl. 02:50
Mér finnst alveg nóg um hversu Evrópuvædd við erum, en þetta er nú samt staðreynd, við erum með innan við 10% af ESB-löggjöfinni innleidda sem er miklu minna en meira að segja ég hélt það væri. Þetta kemur fram Evrópunefndarskýrslunni og er þar meðal annars vísað til svars við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristinssonar: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1016740 og eins er hægt að skoða þetta í gagnasafni alþingis og vísað er til þessa á síðu 65 í skýrslu Evrópustefnunefndar, linkurinn á alþingi er í neðanmálsgrein 116.
Varðandi einangrun þá vill meri hluti Íslendinga ekki einangrast innan við múrana á því sem oft hefur verið kallað: Fortress Europe, þ.e. ESB.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2009 kl. 01:39
Það sem ég skil ekki er þetta: Flestir eru sammála að krónan sé ekki raunhæfur gjaldmiðill fyrir Íslendinga. Endurreisnarnefndin sagði þetta einnig í morgun. Hvað vilja ESB andstæðingar gera. Höfum það í huga að það er ekki raunhæft að taka einhliða upp annan gjaldmiðil og Geir, Þorgerður, Ingibjörg eða Jóhanna hafa öll sagt þetta óraunhæft þ.e. leiðtogar stærstu flokkana sem munu alltaf vera í meirihluta, enda ekki hægt að mynda meirihluta án amk. annars flokksins.
Svo við erum ekki að fara að taka upp gjaldmiðil einhliða! Meirihlutinn vill losa sig við krónuna. Við erum ekki að fara að taka upp dollar eða norska krónu enda myndi amk. BNA ekki vilja setja fordæmi fyrir því að lönd í gjaldeyriskreppu fái að taka upp dollar og Noregur hefur víst ekki áhuga. Við skulum líka hafa það í huga að gjaldeyriskreppan er ekki búinn heldur hefur henni einfaldlega verið slegið á frest með höftum.
Hvað telja ESB andstæðingar raunverulega að eigi að gera í gjaldeyrismálum, þ.e. gefið að einhliða upptaka er óraunhæf.
Egill 5.3.2009 kl. 09:52
Margir andstæðingar ESB vilja skipta um gjaldmiðil en flestir þeirra eru sannfærðir um að upptaka Evru með þeim býtum sem fylgja sé ekki farsælt skref. Þá höfum við verið fremst í flokki þeirra sem vilja skjóta og markvissa greiningu á hvaða þörfum þessi gjaldmiðill þarf að mæta. Dollar, norsk eða norræn króna og svissneskur franki hafa verið nefnd auk þess sem myntkarfa eða myntfrelsi hafa verið viðruð.
Nýjustu umræður um stöðu Evrunnar, bæði meðal Evrulanda og einnig í máli Harvard-prófessorsins Kenneth Rogoff (sjá m.a. www.heimssyn.is) ýta enn undir vantrú á Evruna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2009 kl. 18:38
Í fyrsta lagi er ég ekki viss um að Heimssýn sé góður staður til að læra um evruna.
En þú svaraðir ekki spurningunni. Ég væri fullkomlega ánægður með Dollar, norska krónu eða franka en allir þessir gjaldmiðlar krefjast einhliða upptöku.
Komið með raunverulegar lausnir en ekki bara snúa út úr. Einhliða upptaka er óraunhæf. Myntkarfa, myntráð eða myntfresli er líka óraunhæft enda enda byggist myntkarfa og myntráð á því að seðlabankinn geti fest gengið og varið það, sem myndi kosta óhóflega mikinn pening. Sérstaklega þar sem við þyrftum að borga út öll jöklabréfin.
Svo hvað á að gera. Það verður að vera stefna sem er raunhæf.
Egill 5.3.2009 kl. 20:35
Mér líst best á myntkörfu eða norræna krónu og er þar í félagsskap fólks sem telur sig sérfrótt á þessu sviði. Er mögulegt að það séu ákveðnir fordómar í því fólgnir að vilja ekki lesa fréttir dagsins af því þær eru raktar á síðu Heimssýnar, Egill? Skoðaðu áður en þú dæmir. Hér er fréttin eins og hún var á RUV - sem seint verður talið ESB-andstæðingar: ,,Kenneth Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum, segir að Íslendingar geti þakkað sínum sæla fyrir að hafa ekki verið með evru sem gjaldmiðil þegar bankarnir féllu.
Kenneth Rogoff flutti fyrirlestur um efnahagsástand heimsins á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Bláa lóninu fyrir helgi. Hann er að gefa út bók, ásamt öðrum bandarískum prófessor, Carmen Reinhart, um kreppur undanfarin átta hundruð ár. Þau segja að allar kreppur eigi það sameiginlegt að þæra taki enda. Meðallengd niðursveiflunnar séu tvö ár, en sumar hafi staðið miklu lengur.
Þetta kom fram í Viðtalinu í Sjónvarpinu í gærkvöld.
Það hefði verið stórslys ef þið hefðuð haft evruna við hrunið því þá hefði ekki verið möguleiki á að gengið lækkaði, ef Ísland hefði haft evruna sem gjaldmiðil í nokkur ár hefði það kannski verið öðruvísi, þá hefðu bankarnir líklega ekki vaxið svo hömlulaust, en við hrunið hefði það þýtt þjóðargjaldþrot. Að taka upp evruna nú í miðri kreppunni jafngilti efnahagslegu sjálfsmorði."Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2009 kl. 23:27
Myntkarfa byggist á því að íslenska ríkið ábyrgist ákveðna gengisvísitölu og noti til þess gjaldeyrisvaraforðasjóðinn sinn. Þá þyrfti til dæmis að borga út öll jöklabréfin og á háu gengi. Hafðu það í huga að það er gjaldeyriskreppa og að krónan myndi hrynja ef hún væri gefin frjáls. Þetta er ekki að fara að gerast.
Annars þá er það algert grundvallaratriði að hlusta ekkert á Heimssýn eða aðra áróðurshópa vegna þess að ykkar stefna er jú áróður. Félagið heitir "Félag sjálfstæðissinna í evrópumálum" og er það því varla stefna ykkar að tala sanngjarnt um nokkuð en snýst bloggið ykkar t.d. bara um það að finna neikvæða hluti um ESB og setja þá þar.
Ég sá annars viðtalið við manninn. Hann segir að það að vera með eigin gjaldmiðil hafi komið betur út. En hvað með t.d. gjaldeyriskreppuna sem gerir það að verkum að við getum aldrei notað frjálsa krónu aftur. Hvað með t.d. það að lánin hjá öllum hafi rokið upp með tilheyrandi gjaldþrotum hjá stórum hópum. Ég held nú reyndar að maðurinn hafi ekki kynnt sér þetta nógu vel. En einnig spyr ég: Vilt þú íslensku krónuna? Svarið þitt er nei en af hverju ertu þá að segja þetta. Það hefði verið alveg eins hefðum við verið með myntkörfu. Er þetta kannski eintómur áróður
Snýst þetta kannski bara um það að vilja ekki ESB og að setja ýmis hugmyndir til að snúa út úr þeirri umræðu. T.d. að setja fram hugmyndina um dollar, norska krónu eða myntkörfu sem þið vitið vel að eru óraunhæfar.
Heimssýn og aðrir and-evrópusinnar eru því miður kominir á endann. Núna geta þeir ekki lengur verið fylgjandi því að halda krónunni vegna þess að þeir geta ekki réttlætt það. Þeir eru byrjaðir að sjá að íslenska krónan er vonlaus. Hvað gera þeir þá? Jú þeir snúa út úr. Þeir koma með óraunsæjar hugmyndir sem. Eru 'desperate' og eru með endalausan áróður. Því miður getið þið ekki haldið þessu gangandi endalaust. T.d. er iðnaðurinn, viðskiptalífið og fleirri búin að sjá í gegnum þetta. Ég held þó að þeir viti það sjálfir að eina raunhæfa lausnin í gjaldeyrismálum er tvíhliða upptaka evru með inngangi í Evrópusambandið.
Egill 6.3.2009 kl. 10:04
Egill, annað segir meiri hluti þjóðarinnar. Á meiri samleið með okkur í Heimssýn en þér, og læt ég þar með lokið þessari ítarlegu og oft fróðlegu umræðu að minni hálfu, enda treysti ég lesendum til þess að misnota hana ekki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.3.2009 kl. 12:37
Já ok þú vilt ekki tala um þetta lengur.
Það er þó á hreinu að þú ert ekki búin að svara spurningunni minni. Hvað á að gera í gjaldeyrismálum, þ.e. raunhæf lausn.
Egill 6.3.2009 kl. 13:02