Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Mér heyrist að verið sé að bretta upp ermarnar!
28.1.2009 | 16:50
Fréttir af stjórnarmyndunarviðræðunum benda til þess að það sé að gerast sem ég hef verið að vona að væri að gerast allar götur síðan í október. Bretta upp ermar, taka á vandanum - og það sem bætist við er að þetta á að gerast undir velferðarstjórn en ekki hagsmunagæslustjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þá kemur í ljós hvað í okkur býr. Stöndum við undir því að vera höfð með í ráðum? Að okkur sé sagður sannleikurinn um ástandið og rætt við okkur um hvað gera skuli á þann hátt sem krefst þátttöku frá okkur? Það mun vera krefjandi að vera kröfð um meðábyrgð en það var kannski alveg komin tími á að þjóðin yrði fullorðin eftir gelgjuskeiðið sem var að ljúka.
Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 19:23
Það er auðvitað mælistikan sem höfð verður á aðgerðirnar, Héðinn, og ég er frekar vongóð um að feluleiknum verði hætt og allt sett upp á borðið. Það er ekki sársaukalaust en það er brýnt og allt annað í rauninni bull.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 20:45
Þessir tveir hentistefnuflokkar, flokkar sem að gera einungis það sem að er vinsælt í skoðanakönnunum, eru algerlega óhæfir til þess að taka á þeim erfiðu málum sem að fram undan eru.
Það er skylda ríkisstjórna að standa, fylgja stefnu sinni hvað sem á dynur. Svo þegar kjörtímabilinu lýkur er komið að því að fela verk ríkisstjórna í hendur kjósenda. Ekki fyrr og ekki síðar. Ríkisstjornir sem að gera það ekki, þær eru algerlega óhæfar og til einskis nýtar. Samfylkingin hafði ekki kjark eða þor til þess að standa heldur lyppast niður eins og aumingjar út af vanhugsuðum og illa rökstuddum mótmælum. (og það er ég alltaf til í að rökræða, hvenær sem er)
Ef við þurftum nokkurn tíma á því að halda að hafa sterka ríkisstjórn, ríkisstjórn sem að lætur ekkert raska því sem að hún er að gera, ríkisstjórn sem að getur tekið erfiðar og óvinsælar ákvarðanir þá er það nú. Ég óttast, þó ég voni hið gagnstæða, að slíka ríkisstjórn séum við ekki að fá.
Jóhann Pétur Pétursson, 28.1.2009 kl. 21:39
Við erum sannarlega að kveðja ríkisstjórn sem ekki sýndi styrk. Sjáum til, þessi nýja leggst vel í mig og afskaplega marga aðra. Held það sé ekki að ástæðulausu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 22:16