Þjóðstjórnar þörf fram að kosningum

Það er ekki hægt að slíta hugann frá stöðunni sem upp er komin. Kosningar framundan, það er sannarlega heillaspor. Að stjórnin sitji áfram? Ekkert nýtt gerst sem styður það.

Ég kalla hér með á þjóðstjórn fram að kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með sigurinn í Útsvari. Þið voruð kúl og þátturinn ferlega líflegur og skemmtilegur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hehe, sem brottfluttur Reykvíkingur hélt ég með hinum dreifbýlisdurgunum ;-)

Fannst skrítið að rithöfundurinn skyldi ekki kannast við orðið hosa. En getur einhver frætt mig um hvað var mælt með björgvinjaraski?

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Gurrí mín, við lærðum þetta af ykkur - kátasta liðinu í fyrra. Við Álftnesingar erum auðvitað dreifbýlisfólk nr. 1, með okkar eign kvenfélag, þorrablót, kirkjukaffi, menningarfélag, alls konar smáfélög og alls konar sveitamennsku sem við erum mjög stolt af. Ég hef aldrei heyrt um þennan Björgvinjarask en smá flett á netinu segir mér að þetta sé mælieining sem mælir stærð katla, ef ég skil rétt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Já, ég fann það líka:

"katlamálsskjóla (mælieining)"

en ég hélt að askurinn væri mælitæki, ekki mælieining.

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 22:32

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Missti greinilega af björgvinjarasks-spurningunni, einhver var svo dónalegur að hringja í mig, tók heila mínútu að losna við viðkomandi og missti af allt of miklu. Held ég verði að horfa á þáttinn aftur á morgun, vona að þið sigrið líka þá ...

Vona líka að þið takið í gegn Kópavogsliðið (fyrirgefðu, Hilda) sem fleygði okkur Skagamönnum út í átta liða úrslitum og síðan nýja Skagaliðinu í fyrstu lotu núna í haust ... Áfram Álftanes!!!!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Veistu það Guðríður að við erum búin að ræna þræði, sem átti að vera um þjóðstjórn?

Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 22:56

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og þetta sama Kópavogslið henti Álftnesingum út í fyrra líka - en skítt með það, enn meira gaman að vinna þá með þessa forsögu. Þetta stóra asksmál er auðvitað hið versta mál, engin spurning ;-) enda var þetta líka einmitt það sem ég sagði, hélt þetta væri ílát! en ekki mælieining! En vð fengum 83 stig núna og Kópavogur 83 stig í síðasta þætti!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, Björgvin, þetta er rétt hjá þér. Anna, þú fyrirgefur okkur vonandi þetta í hita leiksins (Útsvars). Hahahhahaha

Þessar tölur (83-83) vekja mér mikla von.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:49

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já bloggið er frjálst!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2009 kl. 00:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband