Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þjóðstjórnar þörf fram að kosningum
23.1.2009 | 17:15
Það er ekki hægt að slíta hugann frá stöðunni sem upp er komin. Kosningar framundan, það er sannarlega heillaspor. Að stjórnin sitji áfram? Ekkert nýtt gerst sem styður það.
Ég kalla hér með á þjóðstjórn fram að kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Innilega til hamingju með sigurinn í Útsvari. Þið voruð kúl og þátturinn ferlega líflegur og skemmtilegur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:25
Hehe, sem brottfluttur Reykvíkingur hélt ég með hinum dreifbýlisdurgunum ;-)
Fannst skrítið að rithöfundurinn skyldi ekki kannast við orðið hosa. En getur einhver frætt mig um hvað var mælt með björgvinjaraski?
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 21:30
Takk Gurrí mín, við lærðum þetta af ykkur - kátasta liðinu í fyrra. Við Álftnesingar erum auðvitað dreifbýlisfólk nr. 1, með okkar eign kvenfélag, þorrablót, kirkjukaffi, menningarfélag, alls konar smáfélög og alls konar sveitamennsku sem við erum mjög stolt af. Ég hef aldrei heyrt um þennan Björgvinjarask en smá flett á netinu segir mér að þetta sé mælieining sem mælir stærð katla, ef ég skil rétt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2009 kl. 22:27
Já, ég fann það líka:
"katlamálsskjóla (mælieining)"
en ég hélt að askurinn væri mælitæki, ekki mælieining.
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 22:32
Missti greinilega af björgvinjarasks-spurningunni, einhver var svo dónalegur að hringja í mig, tók heila mínútu að losna við viðkomandi og missti af allt of miklu. Held ég verði að horfa á þáttinn aftur á morgun, vona að þið sigrið líka þá ...
Vona líka að þið takið í gegn Kópavogsliðið (fyrirgefðu, Hilda) sem fleygði okkur Skagamönnum út í átta liða úrslitum og síðan nýja Skagaliðinu í fyrstu lotu núna í haust ... Áfram Álftanes!!!!!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:53
Veistu það Guðríður að við erum búin að ræna þræði, sem átti að vera um þjóðstjórn?
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 22:56
Og þetta sama Kópavogslið henti Álftnesingum út í fyrra líka - en skítt með það, enn meira gaman að vinna þá með þessa forsögu. Þetta stóra asksmál er auðvitað hið versta mál, engin spurning ;-) enda var þetta líka einmitt það sem ég sagði, hélt þetta væri ílát! en ekki mælieining! En vð fengum 83 stig núna og Kópavogur 83 stig í síðasta þætti!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2009 kl. 23:46
Vá, Björgvin, þetta er rétt hjá þér. Anna, þú fyrirgefur okkur vonandi þetta í hita leiksins (Útsvars). Hahahhahaha
Þessar tölur (83-83) vekja mér mikla von.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:49
Já bloggið er frjálst!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2009 kl. 00:56