Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tvö ný álver og svo skulum við verða grænir á nýjan leik
20.1.2009 | 00:09
Tvö ný álver og svo skulum við verða grænir á nýjan leik. Einhvern veginn þannig heyrist mér að endurreisn umhverfisímyndar Framsóknarmanna verði undir stjórn nýja formannsins. Reyndar er ég ekkert viss um að Framsókn hafi nokkurn tíma verið svo ýkja umhverfisgræn, frekar græn í anda framræstra túna með miklum áburðargjöfum, en það er önnur saga. En þá vitum við það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Nýr formaður Framsóknar byrjar ferilinn á því að setja fram nákvæmlega sömu stefnu og hann telur sig hafa fylgt hingað til, sem sé að "virkja í sátt við náttúruna."
Á næstu örfáu árum þarf að virkja sem svarar tveimur Kárahnjúkavirkjunum og næstum því tvöfalda álframleiðsluna.
Pumpað verður út úr Reykjanesskaganum um það bil þrefalt meira af orku en svæðið afkastar á sjálfbæran hátt og barnabörnum okkar látið eftir að finna 625 megavött annars staðar, - les Kerlingarfjöll og Torfajökull.
Á Norðausturlandi verður helstu náttúrugersemum, sem sum eru heimsundur, stútað "í sátt við náttúruna." Búið er að stofna félag heimamanna og Orkuveitu Reykjavíkur um virkjun Skjálfandafljóts og allir vita hver hugur kaupfélagsstjórans alráða í Skagafirði er til virkjunar skagfirsku ánna.
Hin gerspillta framsóknarmaddama er komin í ný föt og telur þjóðinni trú um að allt sé breytt. En þessi föt eiga, hvað umverfismál snertir, eftir að reynast nýju fötin keisarans.
Verst er, að rétt eins og í bankahruninu, mun börn þjóðarinnar ekki uppgötva hinn bitra sannleik fyrr en um seinan.
Ómar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 10:37
Hafið ekki áhyggjur það er lítill áhugi hjá erlendum aðilum að byggja hér álver meðan spillingin er við völd. Ómar hefur reyndar rétt fyrir sér með að yfir okkur vofir líka orkukreppa þegar jöklarnir verða bráðnaðir. En ég er hinsvegar á því að við eigum að nota þá auðlind meðan hún er til.
Það má hinsvegar birja á að undirbúa næstu kynslóðir fyrir því að auðlindirnar eru ekki endalausar og stöðugt þarf að finna nýjar leiðir til orkusparnaðar og sjálfbærni á að vera hugsun framtíðarinnar.
Offari, 20.1.2009 kl. 11:42
Það er einmitt kjarni málsins og blinda Framsóknar, auðlindir okkar eru takmarkaðar og sú sem mest er virði, landið okkar, brothættust allra.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.1.2009 kl. 14:23