Skýr skilaboð hjá Framsókn, en breytist eitthvað?
18.1.2009 | 16:38
Framsóknarmenn hafa sent skýr skilaboð til síns fólks: Breytingar eigi síðar en nú! Eftir mjög undarlega niðurstöðu í Evrópumálunum sem hefur verið súmmeruð einhvern veginn svona upp: Við skulum sækja um aðild en setja skilyrði sem ekki er hægt að uppfylla, ekta já, já, nei, nei stefnu, gerist loksins eitthvað óvænt í herbúðum helsta afturhaldsins. Erfðaprins gömlu flokksforystunnar (Halldórs Ásgrímssonar og co.) kemst ekki einu sinni í aðra umferð, en tveir menn sem eru á móti ESB aðild en þora ekki að vera á móti aðildarviðræðum í orði alla vega, komast í aðra umferð. Í svefrofum pestarinnar sem ég ligg í missti ég að vísu af því þegar Höskuldur var lýstur formaður, en það verður eflaust endurtekið í fjölmiðlum. Og niðurstaðan var heldur ekki sú, mjótt var á munum en niðrustaðan þó ágætlega skýr, formaður framsóknarflokksins er maður sem er nýgenginn í flokkinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Að vísu af rótgrónum framsóknarættum, en hvað með það, það eru margir.
Nú er bara spurningin, breytist eitthvað. Þessi framsóknarmaður er alla vega ekki eins og margir hinna gömlu, en það eru hins vegar þeir sem sitja eftir á þingi, endurnýjunin sem orðið hefur vegna afsagna hefur enn ekki skilað neitt breyttri umræðu og ég held að raunverulegra breytinga sé ekki að vænta nema kosið verið á nýjan leik - strax! Sonur minn hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði: Kannski verður bara hægt að vinna með Framsókn (þá væntalega eftir næstu kosningar). Við erum auðvitað jafn vinstri græn eftir sem áður og barnmerkið góða: ,,Aldrei kaus ég Framsókn" í fullu gildi. Hér er svo youtube-skotið sem kom Sigmundi Davíð á kortið - önnur góð ábending frá syni mínum, þetta hefur alveg farið framhjá mér en gaman að láta fljótameð:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guð blessi þig að vera Vinstri græn, ekki veitir af.
ÞJ 18.1.2009 kl. 20:49
Takk, enginn vafi á að ég get sagt takk sömuleiðis, það veiti ekki af.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:26
Ef faðir hans er Gunnlaugur í Kögun, þá held ég að þetta hafi nú ekki verið mikil endurnýjun. Miklu frekar nýr grautur í gamalli skál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:40
Þú ert betur að þér í ættfræðinni, Ásthildur, þar fór það mál. Ekki óvænt en ég hefði getað unnt öllum, meira að segja Framsókn, nýrrar sýnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.1.2009 kl. 15:30