En ef þetta reddast nú kannski ekki?
18.1.2009 | 01:18
Eins og (margir) aðrir Íslendingar fékk ég gamankunna tilfinningu í magann í haust, svona innan um undrunina, pirringinn og hneykslunina: Þetta reddast.
Það er ekki fyrr en núna á seinustu vikum, þegar ég sé hvaða svik og prettir hafa verið í gangi og hversu alvarlegar afleiðingar andvaraleysi stjórnvalda eru að ég er farin að hugsa: En ef þetta reddast nú kannski ekki?
Búin að mótmæla, blogga, hugsa, sjá fullt af skemmtilegum lausnum: Frystingu lána til að gefa fólki grið til að hugsa, nýsköpunarstyrki, ókeypis vinnuaðstöðu fyrir fólk með frjár hugmyndir (NB fólk sem er að drepast úr peningaáhyggjum er kannski ekki með svo frjóar hugmyndir, þess vegna þarf að frysta lán og gefa grið. Hér er einfalt system sem á endanum myndi ábyggilega koma út með hagnaði: Fyrir hverja krónu sem hafa ,,týnst" (að okkur er sagt tímabundið), verið afskrifaðar, horfið eða verið stolið af hálfu hinna ógeðslega ríku er afskrifuð króna af skuldum okkar hinna. Jibbí, þetta væri nothæft og myndi enda með miklu betra samfélagi grósku og nýsköpunar. Er ekki alltaf verið að segja okkur að þetta sé baraí bili, en í raun séu eignir á móti mestöllum skuldum banka og bankamanna? Það sé bara tímaspursmál hvenær þetta verði innheimt! Á meðan þarf að láta einhverja peninga vinna, er það ekki lausnarorðið að leyfa þessu peningum að vinna. Það var það alla vega á meðan þeir sjúklega ríku áttu þá.
Vissulega hefur sprottið mjög góð umræða upp um stjórnskipulag og möguleika á breytingum á því. Ég er hins vegar ekki að sjá að nokkur skapaður hlutur sé að fara að gerast í þeim málum. Sorrí!
Urrr! (Og svo er einhver pest að anga okkur í ofanálag, mér finnst að Ísland ætti að vera ,,flu-free-zone" á meðan þessi leiðindi ganga yfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það var gott viðtal við Þorvald Gylfason í gærmorgun á Rás 1 kl. 11. Hlustaðu endilega á það - en
PASSAÐU ÞIG að muna að renna stikunni um u.þ.b. fjórðung því að þátturinn byrjar á þeim hryllingi að rætt er við tvo framsóknarkalla, miðaldra, gráa fyrir jakkafötum og hugmyndalega dauða.
En viðtalið við Þorvald er margfaldlega þess virði að hlusta á það.
Helga 18.1.2009 kl. 01:46