Af hverju er ekki hægt að læra af sögunni? Gaza 2008.

Eitt af því sem réði því helst að ég valdi sagnfræðina umfram til dæmis bókmennafræði og myndlist, sem ég var að læra á sama tíma var áhugi á samfélagsmálum. Sá fljótlega að í sögunni voru fordæmi fyrir flestum þeim mistökum og þrekvirkjum sem gerð/unnin hafa verið.

Sagan er því miður full af frásögnum af hliðstæðum atburðum og nú eru að eiga sér stað á Gaza ströndinni. Og ekki virðist vera hægt að læra af sögunni, það er alveg sárgrætilegt. Yfirgangur Ísralesríkis er hrikalegur og hefur lengi verið og gerir ekkert annað en að mynda jarðveg fyrir öfgafyllri andspyrnu á borð við Hamas, í stað hófsamari afla. Þeir sem gjalda með lífi og limum eru óbreyttir palestínskir borgarar. Ábyrgð Bandaríkjanna í þessum efnum er allnokkur því hernaðarmáttur Ísraelsríkis hefur byggst upp í skjóli þeirra. Ljóst er líka að um áframótin verður ESB með forvígismenn sem bera blak af Ísralesríki, ólíkt því sem nú gerist undir stjórn Frakka. Þetta er ömurlegt stríð og fátt sem bendir til annars en að þetta fari versnandi. 

Datt aðeins út í samfélagsumræðunni í þann mund sem átökin voru að komast á skrið, þegar minn heittelskaði braut sig illa, en það er ekki hægt annað en pikka nokkur orð, og það væri sannarlega óskandi að unnt yrði að læra af mistökum sögunnar en lítil von til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Menn hafa lært mikið af sögunni. Hamas og milljónir nágranna Ísraelsríki nota sömu minnin, hatrið, áróðurinn, áróðursmyndirnar og áhangendur Hitlers. Ætlunarverkið er líka það sama. Útrýming var það heillin.

Vandamálið er bara, að Ísraelsmenn/gyðingar eru hættir að láta útrýma sér og láta fara með sig eins og skít. Palestínumenn eru ábyrgð morðingja gyðinga.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Palestínumenn hafa fullan rétt á því að berjast gegn áratugalöngum og grimmilegum yfirgangi Ísraelsmanna og stuldi á landsvæðum. Það er fáránlegt og ótrúlega sorglegt að sjá hefndaraðgerðir þessa mikla herveldis sem er greinilega skítsama um óbreytta borgara. Hryðjuverkafólkið í þessu dæmi eru Ísraelsmenn, ekki Hamas.

Ef einhver reynir að útrýma einhverjum þá eru það Ísraelsmenn sem reyna að útrýma Palestínumönnum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vonda samviska Evrópu hefur því miður bitnað á saklausri þjóð í Palestínu. Sagan lýsir vel hvernig þetta landsvæði var valið af Bretum um 1920 til að koma þessari landlausu þjóð fyrir, þótt ekki yrði af því fyrr en eftir helförina, en ein helför réttlætir ekki aðra og stofnun Ísralesríkis á þeim stað og með þeim hætti sem það var gert leysti engan vanda. Hef lesið skrif þín, Vilhjálmur Örn, og athugasemdir þínar varðandi Ísralesríkis af og til, m.a. nýlegar á bloggginu hans Sigurðar Hreiðars og veit við verðum ekki sammála um þessi mál, en við Gurrí og fjölmargir aðrir erum hins vegar sama sinnis. Og engu breytir um skoðun mína þótt Margrét Árnadóttir ömmusystir mín hafi verið dæmd fyrir að skýla gyðingi í Kaupmannahöfn í seinni heimsstyrjöldinni, en ég hygg að þú sért sá sami og ritaðir um það mál. Breytir því ekki að menn draga mismunandi lærdóm af sögunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.12.2008 kl. 17:32

4 identicon

Já nafna. Eins og þú veist kannske munaði litlu að Ísrael yrði að fullu meðlimur í EB. Í byrjun des. kom tilllaga um að "upgrade" samninginn milli EB og Ísrael. Allt fór af stað til að soppa þetta og hafðist með því að biðja um skýrsu í janúar um viðhorf Ísraels til stofnana EB í Palestinu. Utanríkisráðherra Frakklands, Bernhard Kuchner, bað kollega sína (að mig minnir 15 des.) þ'a samankomna í Brussel að fara ekki eftir þessu og samþykkja tillöguna um "upgrading" samninginn. Tipi L. utanr. ráðherra Íraels var þarna og krafðist þess að allir færu út svo hún gæti talað ein við samgyðinginn Kuchner. Það var farið að beiðni Tipi og þau ákváðu að ekki skildi talað um frið i  þessu plaggi en að EB gæfi út e-ð blað þar að útandi síðar.

Næsta síkistj. sem tekiur við mun vera hlintari Bibi Netajahú! Good luck Palestine     

Anna Hauksdottir 30.12.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stefnu forystu ESB næstu 6 mánuðina og sömuleiðis hefur verið sterk tilhneiging til að skilgreina Ísrael sem Evrópuríki, Eurovision er auðvitað bara smámunir, og sögulega erþað ekki út í hött, en þá átti heldur ekki að taka þetta land af Palestínumönnum sem gert var, heldur leysa málið í álfunni þar sem gyðingaofsóknirnar urðu mestar, téðri Evrópu. En það stóð ekki til og vanda hinnar landlausu þjóðar sem átti flókna samskiptasögu í álfunni ýtt yfir á aðra.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.12.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Greinilegt að við erum sama sinnis í þessu efni, og gott að halda vöku fyrir VÖV sem virðist með þeim ósköpum gerr að hann getur aðeins skoðað mál frá einni síðu og er gjörsamlega fyrirmunað að skipta um skoðun hvað sem allri skynsemi líður.

En skilaðu góðri kveðju til Ara og fyrirmælum frá mér að hafa hægt um sig og sína löpp svo lengi sem nokkur kostur er. Sleit sjálfur sin eða einhverna tægju í kálfa nú í haust og bý að því enn -- hef þó ef ég þekki þinn mann rétt haft hálfu hægara um mig en honum hefði nokkurn tíma dottið í hug!

Með áramótakveðjum í bæinn

Sigurður Hreiðar, 30.12.2008 kl. 19:58

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, sendi góðar kveðjur áfram til Ara og hann verður auðvitað ekki haminn en er þó óvenju rólegur, sem er bara gott á þriðja degi ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.12.2008 kl. 21:06

8 Smámynd: Aprílrós

Innlitskvitt

Aprílrós, 30.12.2008 kl. 23:45

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Skæruliðar hafa myrt 400 óbreytta borgara í Congo síðan á jóladag að sögn hjálparstofnunnar. Ekki er vitað til að neinir þeirra hafi verið að skjóta eldflaugum á andstæðinga sína.

Sjá frétt hér: http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/7804470.stm

Hvað veldur því að nánast ekkert er fjallað um þetta í fjölmiðlum og enginn heldur mótmælafundi?

Mér finnst þetta sláandi dæmi vegna þess að álíka fjöldi hefur látið lífið í Gasa á sama tíma. Getur verið að fjölmiðlar og almenningur meti líf Palestínuaraba meira en líf þeldökkra í Afríku?

Finnur Hrafn Jónsson, 31.12.2008 kl. 02:33

10 identicon

Ég er svo ósammála því að Palestínumenn séu einhver fórnarlömb.  Jú, þeir eru fórnarlömb haturs hjá ákveðnum hópi Araba.  Fyrir mörgum árum fór ég til Ísraels og heyrði Araba sem voru starfsmenn á hótelinu segja okkur sögur af því hvernig land þeirra sem hafði tilheyrt þeim mann fram af manni, hefði verið tekið af þeim.

Seinna las ég mér til um það, að á þessu landssvæði bjuggu ekki nema um 300 þúsund manns, landið var nánast í auðn þar til um aldamótin 1900 þegar Ísraelsmenn fóru að kaupa landssvæði þar, mun dýrara en dýrustu spildur vestan hafs.  Þeir grófu skurði, gerðu áveitur og ræktuðu landið, byggðu samyrkjubú og Arabar komu til þeirra, sóttu um vinnu hjá þeim og þannig unnu þeir hlið við hlið í bróðerni.  Nágrannar þeirra, m.a. í Líbanon fögnuðu því að sjá landið loks í rækt þar sem Ottóman tyrkir virðast ekki hafa hirt mikið um þetta land.

En þá kom fram á sjónarsviðið maður nokkur, Amin Al Husseini.  Hann hataðist út í gyðinga, stofnaði hryðjuverkasamtök og var m.a. í Þýskalandi þar sem hann stakk upp á því við Hitler að gyðingar yrðu settir í gasklefa í stað þess að senda þá til Ísraels, eins og Hitler hafði áður sagst ætla að gera.  Þegar þessi Husseini stofnaði skæruliðasamtökin PLO, setti hann bróðurson sinn fljótlega yfir þau samtök, en það var Yasser Arafat.

Það er alveg rétt, við þurfum að láta söguna leiða okkur í sannleikann um það sem er að gerast í dag.  Því miður einkennist fréttaflutningur oftar af fréttum sem runnar eru frá rótum grasrótasamtaka sem taka hlið annars án þess að kynna sér málin til hlýtar.

Birna Ó. Jónsdóttir 31.12.2008 kl. 09:53

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Finnur. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að Vesturlandabúar horfa meira til Palestínu heldur en borgarastyrjalda í Afríku.

Í fyrsta lagi voru það stjórnvöld á Vesturlöndum, sem sköpuðu þetta vandamál með því að stela landi frá Palestínumönnum til að gefa þessu trúfélagi, sem þau sjálf voru í vandræðum með.

Í öðru lagi eru stjórnvöld á Vesturlöndum samsek á margan hátt og þá sérstaklega bandarísk stjórnvöld með því að styðja við Ísrael bæði efnahagslega og hernaðarlega.

Í þriðja lagi eru þetta grimmdarverk framin af her fullvalda ríkis, sem er aðili að Sameinuðu þjóunum en fjöldamorð í Afríku eru flest framin af skæruliðahópum, sem ekki eru hluti af fullvalda ríki og hafa engin tengsl við Vesturlönd. Almenningur á Vesturlöndum hefur því engan tengil til að koma mótmælum sínum á framfæri við eins og hægt er að gera með fullvalda ríki og þá sérstaklega í löndum þar, sem Ísreel er með sendiráð.

Síðast en ekki sísst þá gerast fjöldamorðin í Palestínu nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum á Vesturlöndum.

Þetta breytir því þó ekki að það er hneyksli hversu lítið alþjóðasamfélagið gerir til að koma í veg fyrir fjöldamorð á saklausu fólki í Afríku. Það er einnig hneyksli hvað alþjóðasamfélagið gerir lítið til að koma í veg fyrir kúgun Kínverja á Tíbetum og kúgun Rússa á Téténum. Það er hins vegar ekki tilefni til að gera lítið úr þeim, sem eru að gera það, sem þeir geta til að hjálpa hinni kúguðu þjóð Palestínumanna.

Sigurður M Grétarsson, 31.12.2008 kl. 09:59

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég get heilshugar tekið undir að umfjöllun um ástandið í Kongó er af allt of skornum skammti. Mig langar, fyrir mitt leyti, að bæta úr því. Enn langar mig að vísa til sagnfræðinnar sem ég lærði, þar sem ástandið í Mið-Austurlöndum var i mikilli umfjöllun. Þegar ég var 22 ára var á á leiðinni frá París til Belgrad með gömlu, lúnu Austurlandahraðlestinni, sem þá hafði ekki fengið andlitslyftingu. Með mér í klefa var meðal annarra Sierra Leone maður sem var á leið til Sarajevo. Þegar hann heyrði að ég væri að læra sagnfræði spurði hann: Og hvað lærir þú mikla Afríkusögu? Mig setti hljóða. Hins vegar varð þetta samtal til þess að ég tók þá tvo valkúrsa sem í boði voru og fjölluðu um meðal annars mjög mikið um Afríkusögu, Nýlendustefnuna og Þjóðernisminnihluta.

Hitt er svo annað mál að það er jafn mikil þörf á því að fjalla um ástandið á Gaza ströndinni eftir sem áður. Þar er búið að setja fólk í slíka klemmu og þar sem þvílíkur yfirgangur hernaðarlega sterks smáríkis, að ekki er hægt að réttlæta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.12.2008 kl. 10:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband