Nokkrar jólabćkur - vertíđin lofar góđu - og bera konan međ spottann!

Byrjuđ ađ lesa jólabćkurnar, á milli ţess sem ég les Robert B. Parker krimmana sem alltaf liggja viđ rúmstokkinn (ţćr hafa ţann kost ađ vera skrifađar í knöppum ,,Íslendingasagnastíl" og stuttir kaflar mátulegir fyrir svefninn, á ferđalögum og jafnvel á umferđaljósum - djók) og gríp í ljóđabćkur, sem eiga sér sama samastađ. Ein ţeirra verđskuldar reyndar umrćđu, Blótgćlur, sem ég var lengi búin ađ ćtla mér ađ kaupa. Afgreiđslufólkiđ í Máli og menningu hafđi ágćtar skođanir á ţeirri bók, hrifin (afsakiđ, ég bara get ekki sett ,,hrifiđ" (-fólkiđ) hér inn ţegar ég sé stelpu og strák í afgreiđslunni fyrir mér, enda segi ég alltaf ,,hún" um kvenkyns forseta, ráđherra og ađra -seta og -herra). Annađ ţeirra var sem sagt hrifiđ af öllum ljóđunum og hitt af sumum ţeirra. Ég er í hópi ţeirra sem er hrifin af allflestum ljóđunum og hef lúmskt gaman af paródíunum sem ţar á milli leynast.

En ţetta er jólabók síđasta árs. Nú ćtla ég ađ hafa skođanir á ţessum sem ég er búin ađ lesa, var reyndar búin ađ rćđa ađeins um Myrká Arnaldar, en langar ađ bćta ţví viđ ađ ég er sérstaklega spennt ađ sjá nćstu bók hans, mér finnst Arnaldi takast betur ađ líta í ađrar áttir en áđur í ţessari bók en í öđrum ţar sem hann hefur yfirgefiđ Erlend. Vona samt ađ Erlendur komi ,,hress og kátur" (ekki alveg hans stíll auđvitađ) í nćstu bók, en ég ţori engan veginn ađ treysta ţví.

Dimmar rósir, eftir Ólaf Gunnarsson. Skrambi góđ bók. Ég fór ađ lesa hana á bandvitlausum forsendum, var komin međ smá löngun til ţess ađ detta inn í sixties stemmningu, einkum ţar sem titillinn vísar til eins flottasta íslenskra lagsins frá ţeim tíma, mig minnir međ Töturum. Jú, vissulega er ţađ andrúmsloft á svćđinu međ skáldaleyfi sem hefur greinilega pirrađ einhverja - ekki mig ţótt ég hafi veriđ í Austurbćjarbíói á Kinks-tónleikum. Ţađ sem heillađi mig viđ bókina er samt eitthvađ allt annađ og ekki endilega ţađ sem ég ef fundiđ í fyrri verkum Ólafs, sem ég hef lesiđ (á enn góđar bćkur ólesnar og hlakka til). Andrúmsloftiđ er ţessi margslungna tenging fólksins innbyrđis, sem mér finnst sterkasti ţátturinn í bókinni og skilar sér fullkomlega. Til eru kvikmyndir, ađ vísu mun lakari, sem spila á ţessar tengingar á svipađan hátt, bókin tengist ţeim í raun betur ađ mínu mati en ţćr skáldsögur sem spinna svipađan vef, og ţađ finnst mér kostur.

Viđtalsbók/ćvisaga sem fjallar um ćvi Margrétar Pálu Ólafsdóttur, Ég skal vera Grýla, eftir Ţórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur (minnir mig). Ég fer yfirleitt á hundavađi yfir ćvisögur, fletti upp á markverđum atburđum eđa spennandi frásögnum og les ţetta efni meira eins og sagnfrćđingur í heimildaleit, enda fariđ í gegnum svona hundrađ slíkar í ţeim tilgangi. En ţessi er sér á parti. Auđvitađ fyrst og fremst vegna ţess ađ Magga Pála er einstök. Ég var svo ljónheppin ađ fá tćkifćri til ađ taka viđtal viđ hana snemma á ţessu ári og ţađ var draumahlutskipti, nú orđiđ er blađamennska mín nánast eingöngu lúxushobbý hjá mér, tćkifćri til ađ tala viđ áhugaverđar konur. Ţess vegna hlaut ég ađ lesa ţessa bók međ gagnrýnum augum, en útkoman var mjög jákvćđ. Eftir smá skann fram og til baka, eins og ég les svona bćkur, byrjađi ég á byrjuninni og las bókina í tveimur mislöngum lotum og gat eiginlega ekki lagt hana frá mér í seinni - lengri - lotunni. Mér finnst Margrét Pála stökkva ljóslifandi út úr bókinni af miklum lífskrafti, hugrekki og samt svo margslungin, eins og hún sannarlega er. Ţessi bók gladdi mig ósegjanlega.

Nú er ég byrjuđ á Auđninni hennar Yrsu og lofar góđu, ţótt ég sé svolítiđ á móti ţví ađ kvelja mig á ađ lesa um eitthvađ kalt eđa kuldalegt. En ţetta get ég auđvitađ ekki sagt eftir ađ hafa nánast drukknađ í Smillas fornemmelse for sne ... eins og sú ágćta bók Peters Hoeg hét, svona sirkabát.

Byrja óvenju snemma á jólabókunum í ár, venjulega hef ég veriđ í prófum eđa verkefnaskilum, en ekki núna, setti verkefnaskil viljandi eftir áramót og sé ekki eftir ţví. Ţannig ađ ég hlakka til ađ lesa ţćr allar sem ég man ekki nákvćmlega hvađ heita, Segđu mömmu ađ mér líđi vel, Sjöunda soninn og allar hinar sem ég ćtla svo sannarlega ađ lesa ... Ţetta međ ađ muna ekki nákvćmlega hvađ bćkur heita getur stundum endađ međ skemmtilegum afbökunum (óviljandi) en engin jafnast ţó á viđ ţađ ţegar Ţórarinn á Skriđuklaustri var í miđri rćđu og mundi ekki alveg málsháttinn sem hann ćtlađi ađ vitna til ţannig ađ hann sagđi ,,ć, ţiđ muniđ ... bera konan međ spottann!" Og auđvitađ mundu allir: Neyđin kennir naktri konu ađ spinna.

Já, ţetta ćtlar ađ verđa góđ vertíđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála ţér um MP.  Bókin nćr henni afskaplega vel.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 08:15

2 identicon

Mikiđ er ég nú ánćgđ međ ţig ađ vera komin međ svona gott úrval af einhverjum "skemmtilegri" bókum heldur en ég er ađ lesa núna...

Hlakka mikiđ til ađ lesa ţćr... Verđur pabbi ekki alveg örugglega búin ţegar ég kem heim...

Jóhanna 17.12.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Pabbi ţinn er ađ vísu búinn ađ týna Myrká, en ég held ađ hún finnist, jafnvel í dag, veit ekki hvađ hann er búinn ađ lesa, hann vinnur svo mikiđ í hesthúsinu ađ hann er bara sofnađur löngu fyrir miđnćtti flest kvöld - en ţađ verđur ekki vandamál.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.12.2008 kl. 15:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband