Spaugstofan með allra, allra, besta móti

Mikið hrikalega fannst mér Spaugstofumönnum takast vel upp í kvöld. Fóru svolítið hægt af stað, en síðari hluti þáttarins var alveg með því besta sem hefur komið að undanförnu. Þið sem misstuð af getið bæði séð endursýningu og skoðað hér (þátturinn ætti að detta inn hvað á hverju).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmmm....hvað fannst þér fyndið við þennan þátt ?

Værirðu til í að útskýra það eða rökstyðja ?  Að mínum dómi leyfist aðeins börnum að vera með skoðanir út í loftið.

Sjálfur rökstyð ég alltaf skoðanir mínar, sérstaklega þær sem ég deili með alþjóð.  Annars gæti ég eins bara sagt bla bla bla :)

Sigfús Austfjörð 13.12.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Tek undir það. Hárbeitt gagnrýni,ekki bara á Geir og Davíð,heldur einnig þá sem settu þjóðina á hausinn.

Sigurður Jónsson, 13.12.2008 kl. 20:44

3 identicon

Þeir voru bara alveg meiriháttar í kvöld, það þarf ekkert að ""rökstyðja" það frekar.

Og Sigfús,  ég mundi ekki hætta mér í svona umræður eða viltu  rökstyða það að ráða sig til vinnu, og láta sig svo hverfa án þess að láta kóng eða prest vita??????

Bjarkey 13.12.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Ólafur Sigurðsson

Þetta var frábær þáttur og við hérna í Setberginu veltumst um að hlátri. Svo áttum við líka góða stund á Austurvelli í dag með honum Herði. Hlustuðum svo á gamlan vínyl með honum í kvöld. Kósý kvöld og allt það

Ólafur Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 00:13

5 identicon

Hmmmmm, lærði í barnaskóla að rökstyðja svör mín, við ýmsum spurningum. Þeir sem treysta sér ekki til að skilgreina fyndni, eða hvað sé fyndið við brandara eða sketsja, eru nú ekki uppá marga fiska :)  Auk þess snýst þetta um hvort smekklegt sé að velta sér upp úr efnahagskrísunni, eins og svín í drullu, endalaust.  Stór hluti þjóðarinnar hefur borið mikinn efnahagsskaða af hruninu, og hlær sennilega lítið að þessum húmor.

Og Bjarkey, hver ert þú?  Og hvernig í ósköpunum  dettur þér í hug að ég þurfi að gera grein fyrir þáttöku minni í atvinnulífinu fyrir þér ?  Veit ekki einu sinni hver þú ert.  EN ÞETTA FLOKKA ÉG SEM HÚMOR, hægt að hlægja að þér, frú vinstri græn. Væri fróðlegt að vita hvers vegna þú yfir höfuð hefur áhuga á mér....ertu slúðurkerling, eða flokkarðu mig sem pólitískan andstæðing eða er bara eitthvað að þér ?

Sigfús Austfjörð 14.12.2008 kl. 00:40

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að heyra hve margir skemmtu sér konunglega og fullkomlega órökstutt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.12.2008 kl. 01:44

7 Smámynd: Einar Indriðason

Spaugstofan var góð í gær.  Og er farin að verða mun betri í stjórnarandstöðu heldur en stjórnarandstaðan sjálf. 

Beitt, og skörp. 

Einar Indriðason, 14.12.2008 kl. 09:41

8 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Fannst spaugstofan frábær sérstaklega þetta með mennina sem settu þjóðarbúið á hausinn

Guðrún Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 11:45

9 identicon

Spaugstofan er líklega eini íslenski fjölmiðillinn sem segir sannleikann.

Davíð Kristjánsson 14.12.2008 kl. 17:26

10 identicon

hefur einmitt oft fundist þeir vera mun betri... það kom varla bros allan þáttinn... hmmm rosalega erum við misjöfn... og er ég nú frekar kátur að upplagi hehe

Frelsisson 14.12.2008 kl. 19:12

11 identicon

held þeir ættu að taka þá af dagskrá næsta vetur og koma með nýja grínista... það er kominn tími á breytingar.... þetta er útþynnt efni helgi eftir helgi... til að mynda var söngatriði um krana þarna í 3 mínútur eða eitthvað... skelfilegt atriði...

Frelsisson 14.12.2008 kl. 19:14

12 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég hef sagt það (og get rökstutt það ef einhvern heimtar það) að ég hef hlegið meira af Spaugstofunni núna á síðustu vikum en ég hafði gert í langan tíma fyrir "svarta mánudaginn" Ég hef áður sagt að Spaugstofan er best þegar eitthvað mikið er að í þjóðfélaginu og svo er það annara að segja hversvegna það er. Sjálfur tel ég að hæðniþröskuldur okkar lækkar mjög mikið þegar við eigum um sárt að binda. Því er Spaugstofan ekkert fyndnari en hún var áður heldur þurfum við bara einfaldlega minna til að hlægja. Þetta getum við einnig séð á tölvusamskiptum manna á milli á þessum sama tíma en sendingar með ýmsum "aulahúmor" hafa þotið manna á milli sem aldrei fyrr...  Tek undir það með fyrrum kennara mínum úr Eyjum Sigurði Jónssyni að Spaugstofan er með hárbeytta gagnrýni á þá sem málið varðar

Stefán Þór Steindórsson, 15.12.2008 kl. 16:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband