Aðildarviðræður um ESB í skugga hótana? Íslendingar ekki vanir að láta stjórnast af hótunum ráðamanna - en hvað nú?
13.12.2008 | 16:45
Erfitt er að helda reiður á hvað ræður ferð í íslenskum stjórnmálum nú. Í morgun var sú hótun sem legið hefur í loftinu staðfest, Samfylkingin ætlar að slíta stjórnarsamstarfinu og stefna til kosninga eigi síðar en í vor, nema samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðismenn hlýði þeim og samþykki að fara í aðildarviðræður. Sama dag vill svo til að tveir forsvarsmanna Sjálfstæðismanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda skuli í aðildaviðræður. Annar þeirra yfirlýstur andstæðingur ESB-aðildar og mér er þessi niðurstaða hans nokkur ráðgáta, burtséð frá því hvort hann treystir á það að þjóðin muni fella aðild að ESB að samningum loknum. Vissulega hef ég sömu trú á þjóðinni, en mér finnst tilviljunin og tímasetningin á hótuninni annars vegar og þessari yfirlýsingu, rúmum mánuði FYRIR landsfund Sjálfstæðismanna (sem hefði átt að taka þessa ákvörðun, hélt ég) alveg stórfurðuleg. Annað ekki síður merkilegt er að Samfylkingin skuli þarna vera að gefa Sjálfstæðisflokknum fyrirheit um að hann geti setið enn um sinn, meira að segja komin með verðmiða á það. Var að fá sendan link á blogg sem hefur sínar skýringar á því, Samfylkingin þykist bara vilja kosningar, en það henti betur að setja verðmiða á áframsetuna: http://blogg.gattin.is/blog.php?view=post&id=i0w63hk1dm
Of margar ákvarðanir hafa verið teknar í skugga hótana ráðamanna að undanförnu, og ekki allar mjög skynsamlegar.
- Að setja hryðjuverkalög á íslenskan banka í Englandi var auðvitað ekkert nema hótun breskra stjórnvalda í garð Íslendinga.
- Hótanir stórra og sterkra ríkja, það er ESB-þjóðanna innan alþjóða gjaldeyrissjóðsins hefur svínbeygt stjórnvöld í samningum við sjóðinn.
- Og nú er varla hægt að skilja mál öðru vísi en svo að hræðsla Sjálfstæðismanna, alla vega í valdastólum, við kosningar í vor, hafi leitt þá til þeirrar niðurstöðu að láta undan kröfu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður og að öruggast sé að koma með svona skýr skilaboð sex vikum fyrir landsfund, sem ætla hefði mátt að myndi skera úr um málið. Vissulega er óttinn við kosningar mikill hjá flokki sem er í sögulegu lágmarki samkvæmt könnunum. Samt hef ég heyrt í fjölmörgum óbreyttum Sjálfstæðismönnum sem eru hreint ekki til í aðildaviðræður og þora alveg í kosningar.
Þjóðin hefur gallvösk harðneitað því að landinu sé stjórnað í skugga hótana og með því að láta undan hótunum og þessi krafa hefur verið sterk á síðustu, erfiðu tímum. Fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Krafa þjóðarinnar hefur líka verið að tímabært sé að efna til kosninga í vor. Fljótlega býst ég við að niðurstöður úr skoðanakönnun um það hversu margir vilja kosningar komi í dagsljósið, ég lenti nefnilega í úrtakinu á slíkri könnun og veit að hún er í gangi, spennt að sjá niðurstöðurnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Athugasemdir
Ingibjörg er að fara yfir um á ESB-áráttunni. Held að Samfylkingin ætti að eyða orkunni í annað en ESB. Já, það þarf heldur betur að stokka upp á nýtt.
Emma 13.12.2008 kl. 17:07
Endurtek spurningu mína til þín Anna afhverju VG ræktar ekki lýðræðisástina, kosningaviljann, uppstokkunaróskir heima fyrir og leyfir félagsmönnum að móta stefnuna í Evrópumálum? Er það raunin að flokkurinn sé ólýðræðislegasta stjórnmálaaflið þó fulltrúar þeirra hrópi lýðræðisslagorð um stræti og torg.
Það eru svo mörg lykilatriði sem að VG taka ekki afstöðu til. Vonast bara til að fljóta áfram á óróleika og óánægju fólks frekar en að matreiða trúverðugar lausnir. Hvað vilja þeir í gjaldmiðilsmálum? Halda í krónuna? Það væri auðvitað kaldhæðnislegt ef að þeir vildu taka upp dollar eins og sumir sem telja sig sjá heimminn með öðru en Evrópskri framtíð.
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.12.2008 kl. 03:00