Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Á dauða mínum átti ég von en ekki því að heyra Uffe Elleman-Jensen vara Íslendinga við að fara inn í ESB við þær aðstæður sem nú eru hér á Íslandi, með þá tálsýn að ESB-aðild muni leysa einhverjar efnahagslegar flækjur, sem við erum í. Hann var í Kastljósi í kvöld og upptakan ætti að detta inn á RUV hvað á hverju, enn er þátturinn frá í gær fremstur, en þetta er hlekkurinn þar sem hægt er að horfa þegar að því kemur:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sæl
Uffe Ellemann veit manna best að ESB er fyrst og fremst pólitískt bandalag. Enda hefur ESB ekki bætt efnahag neinna ríka sinna. Ef Danmörk hefði sömu landfræðilegu legu og Ísland, og væri eins ríkt af náttúruauðlindum þá myndi honum ekki detta í hug að færa Ísland þangað inn. Ísland þarf ekki að búa við 80 milljón Þjóðverja og 60 milljón Frakka í túnfætinum undan Reykjanesi og Þorlákshöfn. Heldur ekki heilt samband af Sovétríkjum í tveggja tíma akstri frá landamærum Austfjarða.
USSR er að vísu hrunið núna, en það munaði samt ekki nema ca tveimur klukkustundum að það hefði verið sovéski herinn sem frelsaði Danmörku undan Þjóðverjum og ekki hinn breski her marskálks Bernard Montgomery. En Winston Churchill hringdi persónulega í Montgomery til að fá Montgomery til að flýta herferð sinni upp í gegnum vestur hluta Þýskaland til Danmerkur af öllum krafti því Churchill bar mikla velvild til Danmerkur.
Já tveir tímar geta skipt miklu máli. Rússar fóru fyrst eftir tveggja ára hersetu frá dönsku eyjunni Bornholm aftur, en þeir hertóku eynna þegar Þýskaland féll. Þökk sé Montgomery og Churchill fyrri að Norðurlöndin héldu áfram að vera öll Norðurlönd
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 00:03
Þetta er ekki rétt ályktun af því sem Uffe Ellemann sagði. Hann undirstrikaði að það hafi alltaf verið skoðun sín að Norðurlöndin ættu að vera öll í ESB. Hinsvegar væri það varhugavert að ganga i sambandið í einhverjum flýti einungis til að leysa efnahagsvanda ef að það væri ekki gert af öllu hjarta.
Það væri vont fyrir sambandið ef við kæmum þar inn a hálfum hug sem einhverjir þiggjendur. Algjörlega sammála. Við eigum að setja hjartað í þetta og vera ákveðin að taka fullan þátt í hinu pólitíska samstarfi og nýta tækifærin fyrir fólk og fyrirtæki. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.12.2008 kl. 00:53
Pólitískt bandalg Gunnlaugur er einmitt pólitískt bandalg. Það spratt af styrjöld á meginlandi Evrópu, ekki á Íslandi. Þetta hefur ekkert með atvinnulíf eða efnahag að gera því annars væri Ísland jafn fátækt og flest ríki ESB eru - eða eins og Nýfundnaland er núna deyjandi.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 01:01
Uffe á marga íslenska vini. Sumir hafa nauðað í honum í símanum til að biðja hann um að styðja ESB-inngöngu. Aðrir hafa beðið hann um að tala sínu tapaða máli, eins og hann gerði fyrir þá sem sögðus geta gefið honum aðgang í íslenskar veiðiár til æviloka. Uffe er nefnilega með veiðibakteríu. Aðrir vinir hafa nú skýrt málin betur fyrir honum og Uffe hefur metið ástandið rétt. Sem fylgismaður ESB sér hann ósköpin sem sambandið hefur hlaðið á þjóðir Evrópu. Hví ættu Íslendingar að fórna sér líka? Uffe er vinur í raun.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.12.2008 kl. 06:22
Uffe vill fyrirbyggja vonbrigði - esb er á spíralferð niðurávið, eins og allur vestræni heimurinn, þannig að við eigum jú að ganga í esb (skv honum) en ekki búast við betri efnahag, bara betri þrælaböndum, og auðvitað, hópsálin sér sig í stærri hóp - HÚRRA (stærstu hópar húsdýra myndast venjulega rétt fyrir sláturhúsaferðina).
Gullvagninn 12.12.2008 kl. 10:21
Eg er nú hissa á ruv að segja eitthva á þá leið að Úffi "varaði við" inngöngu í flýti os.frv.
Það var faktisk allt annað sem hann sagði. Beisikalí sagði hann að ESB snerist um meira en efnahagsmál. Að það snerist ekki síður um pólitískt samarbæd og íslendingar yrðu að fatta það svo þeir yrðu ekki útá túni eins og afdalamenn sem koma í fyrsta skipti til borgarinnar.
Líklega er það ekki síst útaf þessu sem Olli Rehn sagði ESB vera að "undirbúa sg andlega" fyrir komu Íslendinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.12.2008 kl. 15:30
Uffe Ellemann Jensen er sannur Íslandsvinur til margra ára, og skarpur stjórnmálamaður. Takk fyrir slóðina Anna, þótti gaman að kíkja á videoklippuna með viðtalinu við hann. Ég hef ekki neinar sérstakar skoðanir né þekkingu á hvort Ísland eigi að ganga í Evrópubandalagið eða ekki, þó vil ég taka undir þau orð Uffe Elleman að Íslendingar verði líka að láta "hjartað" ráða þegar kemur að ákvörðunum um inngöngu. Það er alltaf hressandi að lesa innlegg Gunnars Rögnvaldssonar en hvar er hægt að finna gögn fyrir því að Ísland "verði eins fátækt og hin ESB löndin". Eftir því sem fréttir herma þá er Ísland búið að veðsetja framtíð Íslendinga til margra ára og ef aðstæður allar á Íslandi í dag minna ekki á fátækt þá veit ég ekki hvað. Að nota Nýfundnaland sem sambærilegt dæmi er vöntun á þekkingu á Nýfundnalandi. Þeir eru nú meðal ríkustu fylkja Kanada og algerlega sjálfum sér nógir. Fjárlögin þeirra sína gróða, ekki halla og þeir pumpa milljónum tunna af olíu uppúr sjó á hverjum degi. Þeir hafa sýnt að þegar einar dyr lokast, þá opnast tvær aðrar - það er mín trú og von að Íslendingar finni lykla að nýjum dyrum og gangi ínni framtíðina með vindinn að baki. Kveðjur frá Kanada
Sigga MacEachern 12.12.2008 kl. 16:28
Ég hef séð þennan frasa áður frá Gunnari um slæma stöðu Nýfundnalands, sem hann spyrðir saman við að haf tapað sjálfstæði og orðið hluti af Kanada. Tek undir með þér Sigga að ég hef aldrei séð slíka skýringu áður. Bjó þar í nokkur ár og tók meðal annars landafræði Kanada.
Sammála Ómari Bjarka. En af því að Anna, eigandi síðunnar, er í VG þá langar mig að spyrja hana hvort að henni þyki það ekki ólýðræðislegt að flokksmenn fái ekki að ákvarða stefnuna í Evrópumálum? Þó meirihluti stuðningsmanna vilji fara út í aðildarviðræður þá ætlar feðraveldið ekki að gera annað en halda "á móti" spjaldinu á lofti.
Slíkt uppgjör verður á landsfundi hjá Sjálfstæðismönnum í janúar, Framsókn og Frjálslyndir hafa ákveðið að skráðir félagar greiði atkvæði um opinbera stefnu flokkanna. Stefnumörkun Samfylkingar var ákvörðuð af félögum fyrir nokkrum árum. Er VG ólýðræðislegasta stjórnmálaaflið þó þeir krefjist lýðræðis af öðrum með háreisti um stræti og torg?
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.12.2008 kl. 00:11
Það er rétt að Nýfundaland er ríkt land. En það kemur íbúum þess lands (héraðs) ekki til góða eftir að þeir misstu sjálfstæði sitt. Þetta yðri einnig svona ef Ísland myndi ganga í ESB.
Barbara Doran interview on "Hard Rock and Wate
Talnaefni: Mannfjöldi og þjóð:
Demographic Change
Draumar margra manna á Íslandi um ESB eru jafn óraunhæfir og draumar kommúnista á vesturlödum um USSR voru áður en sannleikurinn opinberaðist. Óskhyggjan mest uppmáluð og verður mest þegar á móti blæs í heimahögum. Þetta er náttúrlega eðli okkar allra, að kíkja yfir lækinn í leit að einhverju betra. En á meðan þá vex arfinn í manns eigin garði.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2008 kl. 00:40
Takk fyrir umræðuna. Bara eitt enn, ég er ekki að misskilja neitt. Uffe varar við, miðað við þær aðstæður sem við erum í núna, og það er einmitt við þessar aðstæður sem sumir eru að reyna að beita þrýstingi og koma okkur inn. Linkurinn á Kastljósið dugar líka til að þið getið skoðað hvert fyrir sig.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.12.2008 kl. 01:04
Þakka sömuleiðis Anna
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.12.2008 kl. 02:18