Í algleymi myndlistarinnar - jađrar viđ jólastemmningu
10.12.2008 | 21:06
Smá tóm til ađ sinna myndlistinni núna, eftir frekar ásetta síđustu viku. Er í endurvinnslunni á fullu ennţá, ţađ er ađ búa til alveg ný myndverk byggđ á eldgömlum módelmyndum sem ég á í fórum mínum í stöflum, ţrátt fyrir mikla grisjun ađ undanförnu. Rakst á eina gamla og góđa sem er frá ţví ađ Ingólfi Erni Arnarssyni, sem eitt sinn kenndi mér módelteikningu í Myndlistaskólanum í Reykjavík datt í hug ađ láta okkur mála vćngi á módelin sem viđ vorum ađ teikna og/eđa mála. Ţegar ég var ađ vinna upp úr ţessari datt mér í hug ađ ţađ vćri sennilega öruggara stćkka vćngina, ekki svo ađ skilja ađ hún (engillinn) gćti flogiđ á ţessu, en enn síđur á gömlu vćngjunum. Eftir hrikaleg mistök í gćr í bakgrunninum, framhaldsvinnslu heima í tölvunni, ţá er ég orđin nokkuđ sátt viđ blessađan engilinn og fékk svo smá útrás í viđbót međ spađann í hendi, áhald sem ég á enn eftir ađ finna út hvort ég á ađ vinna međ ađ ráđi í framtíđinni eđur ei. Sé eins og allaf smálegt sem ég ćtla ađ lappa uppá á morgun eđa eftir áramót, eftir ţví hvenćr ég finn mér nćst tíma til ţess ađ skjótast og mála smávegis.
Ţađ er alltaf svolítiđ fjör ađ vinna frjálst, ţađ er ađ segja ekki eftir fyrirmyndum, eins og gömlu myndunum mínum, en ađ sama skapi er ekki eins auđvelt ađ átta sig á ţví hvenćr mađur er ađ hitta í markog hvenćr ekki. Stundum er ţađ tíminn sem sker úr um ţađ, stundum veit mađur ţađ strax. Međ ţessa hér, ţá er ég ekki viss, ekki enn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook