Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Að vera eða vera ekki - kominn yfir það versta, þar er efinn!
8.12.2008 | 19:14
Mér finnst ekki hægt annað en fagna því að krónan er aftur á uppleið, þótt við vitum ekki hversu mikinn þátt gjaldeyrishömlurnar eiga í þeirri staðreynd. Hins vegar tala allir mjög varlega um ástandið, tortryggnin í garð stjórnvalda, fjármálayfirvalda og þess háttar, er svo sannarlega ekki að ástæðulausu. Kraumandi ólga sem fær aðgerðarsinna til þess að ráðast inn í alþingi og efinn í svörum næsta manns, þegar fólk spyr hvert annað: Ætli við séum komin yfir það versta, eru tvær hliðar á sama pening, trúnaðarbresti sem orðið hefur. Það er mikið verk að vinna í uppbyggingarstarfi. Mér líst vel á framlag VG til umræðunnar, en áherslur fundar flokksráðs VG er nákvæmlega það sem ég held að skipti máli núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Á uppleið já? - Erlendir bankar aftur hættir að skrá krónuna og þar sem viðskipti voru með hana erlendis er evran á 300 kr. Síðast þegar hún var skráð hjá Evrópska seðlabankanum 3. des var evran á rétt tæpar 300 kr eða tvöfalt hærra verði en Davíð skráir hana með kútum/gjaldeyrishöftunum. - Kannski er það gott en víst er að það er ekki vegna frjálsrar verðmyndunar að hún „styrkist“ á verðskrá Davíðs.
Annars er athyglsivert að Seðlabanka-skráning krónunnar veiktist síðustu dagana fyrir „fleytingu“ en stendur nú aftur í þeim 150 krónum evran (148 kr í dag) sem hún er búin að vera í allan tíma frá því alvöru skömmtun hófst á gjaldeyri. - í raun breyttist ekkert, nema hún veiktist án þess það kæmi fram í fréttum og „styrkist“ nú aftur til baka og það er blásið upp í fréttum. - Allt er þó óbreytt nema Seðalbanki Evrópu er nú hættur að skrá krónur.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 20:45
Afhverju byrja þeir sem vilja efla lýðræðisvitund ekki á því að láta flokksmenn kjósa um Evrópumálin? Endurtekið sýna kannanir að meirihluti kjósenda flokksins vill aðild að ESB. En þeir ráða engu - línan gefin af Ragnari Arnalds og Hjörleifi frænda?
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.12.2008 kl. 21:28
Krafa um þjóðaratkvæði er að mínu mati það mikilvægasta.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.12.2008 kl. 21:53
LÁTA flokksmenn kjósa!? Í VG eru flokksmenn ekki látnir kjósa - þeir taka ákvörðun um það sjálfir. En þetta er skiljanleg athugasemd frá krata undir hælnum á Sollu stirðu og Frjálshyggju-Gústa.
Björgvin R. Leifsson, 13.12.2008 kl. 20:26