Mig grunar að ESB-könnun á visir.is og Bylgjunni gefi VÍSbendingu um breytt viðhorf

Vonandi er þjóðin hætt að vera hissa og lúbarin og orðin reið og hugrökk! Sé að visir.is hefur gert könnun á viðhorfi þjóðarinnar til ESB-aðildar með og án krónu og Íslands án ESB með og án krónunnar. Svörin eru birt á vef Bylgjunnar (neðst á síðunni): http://www.bylgjan.is/ - svona alla vega smá stund í viðbót. Annars eru upplýsingarnar birtar á síðu Vilborgar bloggvinkonu minnar með meiru: http://www.villagunn.blog.is

Þótt þátttaka á svona síðum sé sjálfsprottin, þá finnst mér þetta í takt við það sem ég heyri í kring um mig. Uppgjöfin er að verða að bakai og þeim fer fækkandi athugasemdunum á borð við: Getum við gert nokkuð annað en að fara í ESB, ... neyðumst við ekki til að ganga inn! ... er nokkuð hægt að klúðra þessu meira? (sem er reyndar alveg hægt, bæði í aðildaviðræðum, samningum og innan ESB). Bíð spennt eftir næstu könnun með vísindanlegu úrtaki, það skyldi þá aldrei fara svo að eitthvað merkilegt kæmi út úr því?

Á morgun verður krónan sett á flot og það getur svosem komið smá bakslag í umræðuna þá, en hmmm, ESB-sinnum hefur ekki tekist að sannfæra fólk um að aðild að ESB og umræða um möguleika á öðrum gjaldmiðlum sé ein og hin sama. Það er hún nefnilega alls ekki, EF fólk er tilbúið til að hugsa út fyrir þrengsta kassann! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Anna, niðurstaða skoðanakönnunar Bylgjunnar gladdi mig ósegjanlega. 
63% eru á móti ESB aðild - 37% með. 
Miðað við áróður og hávaða ESB sinna undanfarið bjóst ég við nákvæmlega öfugum hlutföllum.  
  

Kolbrún Hilmars, 3.12.2008 kl. 20:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband