90 ára fullveldishátíđ Heimssýnar í Salnum kl. 17 á mánudaginn 1. desember - mikilvćgt ađ allir sem láta sér annt um fullveldiđ sýni samstöđu!
29.11.2008 | 23:22
Eitt af ţví sem hefur veriđ mjög til umrćđu í fjármálahamförunum sem yfir landiđ hafa gengiđ ađ undanförnu er vitund okkar Íslendinga sem ţjóđar. Ánćgjulegt ađ sjá hversu samtaka og stađráđin viđ Íslendingar erum í ađ halda haus, ţótt fjármálabrjálćđingar hafi fariđ hamförum og stjórnvöld. bćđi fjármálaleg og pólitísk, gufast meira en góđu hófi gegnir ađ mati okkar margra, alla vega ţeirra sem norpa á Austurvelli í hvađa veđri sem er. Eitt hiđ mikilvćgasta sem rćtt hefur veriđ er fullveldiđ sem verđur 90 ára á mánudaginn, 1. desember. Ţađ ćtti ađ minna okkur á ađ oft hefur veriđ hart í ári, ađ ţegar fullveldinu var fyrst fagnađ, 1. desember áriđ 1918 var álfan okkar góđa, Evrópa, í sárum eftir fyrri heimsstyrjöldina og Ísland var undirlagt ađ skćđri drepsótt, spönsku veikinni. Samt varđ einn mikilvćgasti áfangi okkar á sjálfstćđisbrautinni ađ veruleika ţennan dag.
Nú hefur mörgum ţótt syrta í álinn og sjaldan hafa spurningarnar um fullveldi veriđ jafn áleitar og einmitt nú. Háskólinn heldur fund um hvort viđ séum fullvalda, en ţađ hefur veriđ dregiđ í efa međal annars ţar sem Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn hefur sett okkur miklar leikreglur. Ennfremur hefur ţađ veriđ mál margra (einkum sem vilja ađ viđ göngum í Evrópusambandiđ) ađ ţar sem viđ lútum reglum innri markađarins gegnum EES séum viđ ţegar búin ađ afsala okkur fullveldinu. Og sumir segja ađ ţađ sé bara allt í lagi. Mér dettur stundum í hug ţessi setning:
Svo skal böl bćta ađ benda á annađ verra.
Sem betur fer erum viđ mörg sem teljum ástćđu til ađ fagna ţví ađ viđ séum fullvalda ţjóđ og höfum nú veriđ ţađ samfellt í 90 ár. Og viđ viljum vera ţađ áfram. Í ađild ađ Evrópusambandinu felist fullveldisafsal og ţađ sćttum viđ okkur ekki viđ. Mörg okkar höfum fundiđ okkur farveg í Heimssýn, félagi sjálfstćđissinna í Evrópumálum. Heimssýn heldur fullveldishátíđ í Salnum í Kópavogi í tilefni af 1. desember og hefst hátíđin klukkan 17 ţann dag og stendur í hálfan annan tíma. Ţađ er full ástćđa til ađ fagna fullveldinu og halda í ţađ og sú samstađa sem Íslendinga sýna nú ţegar á bjátar segir mér ađ margir séu sama sinnis. Vildi bara láta ykkur vita, sem ég ekki hef ţegar sagt af ţessu. Ţótti vćnt um ţađ í dag ţegar ég hitti gamla vinkonu ađ hún hlakkađi til ađ fara á hátíđina, hef heyrt ţađ sama úr svo mörgum áttum ađ undanförnu. Sem betur fer er fólki ekki sama um blessađ fullveldiđ.
... og ţeir sem ćtla á fundinn á Arnarhóli sama dag geta líka komiđ, ţví hann er klukkan 15! Koma svo til okkar í Salinn í Kópavogi kl. 17, alveg stórfín blanda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2008 kl. 23:08 | Facebook
Athugasemdir
Íslandi allt! Fullveldisdagurinn er hinn eiginlegi ţjóđhátíđardagur Íslands. Sautjándi júní er vandrćđum bundin af mörgum ástćđum, en óţarfi ađ fara út í ţađ núna. Tek ţađ upp síđar. Held ađ viđ ćttum ađ minnast ţessa dags međ ađ fjölmenna á ţessa fullveldishátíđ. Sýna samstöđu og ađ land og sjálfstćđiđ er okkur meira virđi en grannlöndunum.
Baldur Gautur Baldursson, 30.11.2008 kl. 10:09
Takk fyrir frábćr skrif, Anna. Og athugasemd ţína, Baldur. Ég mćti!
Ingibjörg SoS, 30.11.2008 kl. 13:01
Ég ćtla ađ vera ţarna međ ykkur í huganum. Takk fyrir flott skrif.
Helga Guđrún Eiríksdóttir, 30.11.2008 kl. 13:13
Takk, Anna, fyrir innleggiđ og fyrir ađ minna okkur á fullveldishátíđina, Ţađ er hverju orđi sannara ađ „sjaldan hafa spurningarnar um fullveldi veriđ jafn áleitnar og einmitt nú“.
Gunnar Guttormsson 30.11.2008 kl. 21:46
Hlakka til fundarins og ađ hitta ykkur sem komist (fylgist međ ţeim sem mćta í huganum, ţađ verđa ábyggilega fallegar hugsanir á sveimi :-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.11.2008 kl. 23:10