Ekki bara krónan sem fer á flot ...

Flestir komnir með hnút í magann af því krónan er að fara á flot. Því er spáð að verðgildi hennar rýrni enn um sinn, mikið eða lítið. En enginn veit það samt, ekki vitundarögn. Hnúturinn sem okkar mál eru komin í (hann er svolítið stærri en þessi í maganum), hvort sem lánsumsóknin hjá IMF verður tekin fyrir á morgun eða ekki (eitt plan, ef sú er raunin, er ekki gott, hvorki við þessar aðstðður eða aðrar) - með þeim afleiðingum sem það kann að hafa á framtíð blessaðrar þjóðarinnar okkar. Eins og venjulega hófst dagurinn á heldur nöturlegum fréttum, í þetta sinn sá Davíð um skammtinn. Nú þarf að fá einn dag með góðum fréttum, svo annan, annan ... en því miður er ég hrædd um að það augnablik sé liðið hjá í bili, á meðan biðjum við fyrrverandi fréttafíklar (FF-samtökin) um að bataferlið fari að byrja og síðan komi í kjölfarið fullt af fréttasnauðum dögum. Mér fannst það alltaf fyndið að það skyldi vera kínversk bölbæn að óska öðrum þess að þeir lifðu á áhugaverðum tímum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, kínverjarnir eru skki óvitlausir.

Bestu kveðjur.

alva 19.11.2008 kl. 11:36

2 identicon

One can easilly calculate the real value of the Krona by using the Euro as a comparison. Sedlabanki now estmates each Euro is about 240 iskr........ups!

Sigrun 19.11.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Króna, hvað er nú það? Kanski sama og lykt, ilmur, óþefur, ég er laus við allt slíkt  En langt síðan ég lærði að lifa í núinu og hugsa lítið um morgundaginn, ætla bara að halda áfram að koma því á bloggið sem ég myndi annars þylja upp úr svefni!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.11.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Gunnar Ingi Halldórsson

Það lítur því miður þannig út að þegar íslenska krónan verður sett á flot að hún falli enn meir.

Verður það ekki kjörið tækifæri fyrir vogunarsjóði að gera áhlaup á krónuna?

Ef það gerist (reyndar verið að vekja athygli á ástandinu hér með grein eftir Hannes H. Gissurarson í bandarísku blaði) þá verðum við verr stödd eftir ca. 2 mánuði en við erum nú.

 Hagfræði 101 þarf ekki einusinni til að sjá hvert stefnir - bara heilbrigð skynsemi. Er hún víðsfjarri hjá þeim sem eru að reyna að bjarga skútunni?

Gunnar Ingi Halldórsson, 19.11.2008 kl. 21:32

5 identicon

Ég er þeirrar skoðunar að því fyrr sem krónan fer á flot, því betra.

Af hverju er bara einblínt á ESB í sambandi við nýjan gjaldmíðil etc.

Sjá td. Grænt Bandalag Við Bandaríkin á Facebook

http://www.facebook.com/home.php?#/group.php?gid=42789560971

Grænt, laust bandalag við Bandaríkin

Snúum vörn í sókn og semjum við umheiminn út frá okkar styrkleikum, ekki veikleikum.

Hér er hugmynd um að Íslendingar, í stað umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, tengist aftur okkar gamla Vínlandi og semji við Bandaríkin um laust bandalag. Allt að 500.000 Vestur Íslendingar búa í Bandaríkjunum og það eru margar sterkar rætur til staðar sem hafa ekki brostið þrátt fyrir vandræðagang í kringum herstöð og annað seinustu ár.

Bandalagið yrði mun einfaldara heldur en Evrópusambands bandalag og gæti í megin atriðum snúið að þremur hlutum:
1. Ísland tekur upp bandaríkjadollar og fengi lán upp á t.d. $10B.
2. Víðtækur samstarfssamingur um græna orku og hefur Ólafur Ragnar, forseti, þegar rætt þau mál aðeins við Obama, eins og kom fram í sjónvarpinu 5. nóvember.
3. Tvíhliða atvinnusamningur þar sem Bandaríkjamönnum er frjálst að vinna á Íslandi og Íslendingum er frjálst að vinna í Bandaríkjunum.

Kostir fyrir Ísland:
* Ekkert er gefið eftir af fullveldinu, eins og þarf að gera þegar gengið er í Evrópusambandið.
* Í stað 15+ ríkja sem deila um stefnu Evrunnar eru aðeins Bandaríkin og Federal Reserve sem stjórna bandaríkjadollar.
* Traustasta mynt í heimi og lágir vextir.
* Laðar að erlenda banka og bandarísk, græn hátæknifyrirtæki.
* Skapar stöðugt umhverfi fyrir erlenda fjárfesta.

Kostir fyrir Bandaríkin:
* Samstarfið gæti orðið ein af burðarstoðum grænu byltingar Obama. Ísland er þar í fararbroddi varðandi hátækniþróun í grænni orku og gæti það gerst mjög hratt. Vegna smæðar landsins er hægt að skipta fljótt yfir í nýja tækni, eins og vetni, og getur allt landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir græna tækni.
* Rússar eru aftur orðnir meiri ógnun við Bandaríkin og hefur vægi staðsetningar Íslands aukist aftur til muna.
* Obama hefur lofað Bandaríkjamönnum að búa til 5 milljón störf í grænni tækni, sem fyrst til að spyrna við kreppunni. Íslenskt hugvit getur hjálpað honum að ná þessu markmiði hraðar.

Við skorum á Forseta lýðveldisins, Ríkisstjórn og Alþingi og skoða þessa hugmynd alvarlega sem allra fyrst!

Ef þú ert sammála um að skoða þessa hugmynd, skráðu þig í þennan Facebook hóp og sendu "Invite" til þinna Facebook vina.

þessi hópur er þverpólítískur og hefur engar tengingar við stjórnmálaflokka eða hagsmunasamtök.

Ísleifur Gíslason 19.11.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir áhugaverða umræðu um þetta stóra mál.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.11.2008 kl. 19:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband