Hvaða ,,kreppuviðbragða-týpa" ert þú?

Fólk bregst misjafnlega við kreppunni. Ég er bara að byrja þessa umræðu, á eftir að velta henni miklu betur fyrir mér, kannski að búa til könnun úr henni, og hver veit nema að þetta endi sem formuð könnun á síðunni minni. Þangað til er innlegg ykkar, uppástundur og játningar (hvaða týpa?) vel þegin. En hér er til að byrja með svona frekar losaralegur listi af sumum þeim ,,kreppuviðbragða-týpum" sem ég þykist hafa rekist á:

  • Sumir bera sig rosalega vel, þótt allt sé komið á vonarvöl.
  • Aðrir bera sig rosalega vel af því allt er í fína lagi hjá þeim og ,,þeirra fólki".
  • Sumir bera sig rosalega illa ÞÓTT allt sé í fína lagi hjá þeim og ,,þeirra fólki".
  • Sumir hætta að horfa á útvarp og sjónvarp og neita að ræða fréttirnar, strútastefna eða skynsemi.
  • Eitt það fyrsta sem ég heyrði, og ætlaði varla að trúa því, þegar ég var að hlusta á (efnislausa) blaðamannafundi stjórnvalda en var enn í öðrum veruleika úti í Bandaríkjunum var að fólki væri ráðlagt að hlusta ekki á fréttirnar nema tvisvar á dag (eða var það þrisvar) - sem sagt að missa sig ekki í þunglyndi. Sumir hlýða því og verða samt þunglyndir.
  • Sumir hlýða ofanverðu og líður bara miklu betur.
  • Sumir hreinlega missa sig í þunglyndi.
  • Sumir verða afbrigðilega umhyggjusamir.
  • Sumir hafa alltaf verið umhyggjusamir.
  • Margir gera allt sem þeir geta til að ,,lágmarka skaðann" - eru miklu sparsamari en venjulega, baka brauðið sitt sjálfir og eyða engu (ja, eða nánast engu) í óþarfa.
  • Sumir falla í píslarvætti.
  • Svo eru það sumir sem eru búnir að missa vinnuna, samannurlað spariféð eða hvort tveggja og hafa engan tíma til að velta svona asnalegum greiningartilraunum fyrir sér.
  • Og enn eru þeir til sem halda áfram að eyða gígantískum fjárhæðum, þótt þær séu í eigu annarra strangt til tekið. Þeir skiptast í tvo hópa: Þá sem kunna ekki að skammast sín og þá sem kunna ekki að skammast sín, en fara lágt með það.
  • ... og sumir bregðast við með því að veita almenningi engar upplýsingar, völdum fjölmiðlum einhverjar (sem ekki má segja) og virðast ekki vera að gera neitt af viti. Því miður eru sumir þeirra stjórnmálamenn.
  • Einhverjir flýja land eða undirbúa landflótta.
  • Og svo eru það margir, margir, fleiri, á kannski eftir að pússa og bæta við eða fella úr þessari greiningu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég finn mig ekki alveg í einhverju einu hér - ég fer í gegnum einhverja rússíbanareið með alls kyns tilfinningum eiginlega á hverjum degi. Stundum eitthvað sem kalla má að reyna að taka þetta á skynseminni einn dag í einu, stundum verð ég alveg rosalega reið út í ALLLT þetta sem olli þessu ástandi, stundum langar mig eitthvað í burtu, stundum langar mig að halda fjallræðu yfir þessum glæponum, stundum ........   ég gæti haldið svona áfram. .......

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.11.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Líney

Get fundið mig í þessu öllu

Líney, 16.11.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem sagt nýr valkostur: Allt þetta og jafnvel ,,Ekkert af þessu". Mig vantar líka týpuna sem er himinlifandi yfir kreppunni og telur að hún bjóði upp á mörg tækifæri.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.11.2008 kl. 20:23

4 identicon

Og svo þeir sem nýta þessar kjöraðstæður til að fremja byltingu. Ég vildi sjá að 8000 manns hefðu döngun í sér til að fara inn í ráðuneytin, fjármálaeftirlitið og Seðlabankann og sækja þá sem ekki hafa næga siðferðiskennd til að víkja sjálfviljugir.

Eva Hauksdóttir 16.11.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bylting væri frekar nauðsynleg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.11.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði,en ekki láta alla þjófana losna undan  afleiðingum verka sinna.Látum þá uppskera eins og þeir sáðu í komandi kosningum að vori.Okkur fjölgar stöðugt á laugardagsfundunum,hljóðleg bylting er okkar vörn fram að kosningum.

Kristján Pétursson, 16.11.2008 kl. 23:02

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er eins og Anna í bullandi rússíbana allar vökustundir.

Reið, leið, lítil í mér og svo aftur bálill.

Ég er á því að reiðin sé ágæt í þessu tilfelli.  Reiður maður sofnar ekki á verði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Tiger

 Ég er mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Er mjög jafnrólegur yfirhöfuð og læt ekki veraldlega hluti trufla mig of mikið. Veit að þetta er slæmt - veit að margir eru að detta framaf og veit að margir eiga eftir að fara ákaflega illa út úr þessu - en veit líka að við munum lifa þetta af og ef eitthvað - standa uppi sterkari á eftir.

Kannski var þetta bara nauðsynlegt til að fólk vaknaði upp af því hve allt var einhvern veginn orðið sjálfsagt eða sjálfgefið. Alltof mikið af bruðli og alltof mikil spilling sem kraumaði undir án nokkurrar athygli - þannig séð. Kannski munum við bara hafa gott af þessari virkilega hörðu og erfiðu vakningu sem við erum að upplifa núna.

En, við lifum þetta af - það er ekki spurning.

Annars bara góður sko ... knús og kram í nýja viku hjá þér Anna.

Tiger, 17.11.2008 kl. 02:21

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég er ekki rólegur yfir þessu öllu því:

að búið er að koma Íslandi á fjárhagslegt steinaldarstig.

það er hlegið að Íslendingum erlendis

ég á ekki pening lengur fyrir mat og leigu

Ísland er komið á kortið yfir þróunarlöng

lífskjör eiga eftir að versna á Íslandi

engum dettur í hug að hugsa til okkar námsmanna erlendis sem eigum ERFITT

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 07:31

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að staða námsmanna fari að lagast og það STRAX. Þetta eru furðulegir tímar, eins og að vera staddur inn í skrýtinni bíómynd.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.11.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Auðmenn hafa gert árás á heimili mitt, lifibrauð og samfélag og ég bregst við með að skipuleggja varnir. Þeir sem vilja vera með er bennt á borgarafundinn sem verður á eftir á NASA klukkan 20. Kannast samt við að hafa reynt margar af hinum leiðunum en þær reyndust mér ekki nein lausn. Meðan ég held mér vökulum í skipulagningu varna held ég bæði andlegu heilbrigði og samstöðu annarra.

We must all hang together or we will all hang seperatly. 

Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 16:33

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst reyndar að við séum að sjá sterkari viðbrögð en mig hafði órað fyrir á öllum sviðum. Guðni hættur í pólitík og viðbörgð Valgerðar og svipurinn á Sif ótrúlegur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.11.2008 kl. 22:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband