Ómótstæðileg löngun til þess að vakna vongóð og glöð einhvern morguninn

Kaldhæðislegi Dallas-brandarinn læðist að mér þessa dagana, þegar ég (í einhverju útþynntu Pollýönnu-kasti) hlusta á morgunfréttirnar og vona það besta. Í fyrstu fólst það í því að ég vonaði að morgunfréttirnar færðu okkur eitthvað jákvætt varðandi efnahagsmálin. Síðan óskaði ég þess að morgunfréttirnar færðu okkur eitthvað ekki alltof neikvætt um efnahagsmálin. Svo fór ég að óska þess að morgunfréttirnar færðu okkur alla vega ekki katastrófu á hverjum morgni og nú er ég komin á það stig að ég vona að morgunfréttirnar færi okkur einhverjar raunverulegar fréttir af efnahagsástandinu.

Ég get samt ekki kæft niður löngunina til þess að vakna vongóð og glöð yfir efnahagsmálunum (eða alla vega framtíð þeirra, fortíðin er eins og hún er og nútíðin frekar hrikaleg) einhvern morguninn - eftir að vera búin að hlusta á morgunfréttirnar.

Og ef eitthvert ykkar veit ekki út á hvað Dallas-brandarinn gekk þá var það hópur á Facebook sem vildi að Íslendingar vöknuðu einhvern morguninn við það að við værum komin aftur til ársbyrjunar 1991, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Davíð ekki einu sinni kominn á þing ... þetta hafði sem sagt allt saman verið draumur, líkt og þegar Bobby raknaði við sér í sturtunni í einhverjum þættinum af sápuóperunni Dallas (rosalega 80s) og þættirnir seinasta árið eða svo höfðu bara verið draumur sem hann dreymdi - eða einhvern veginn þannig var þetta.

Og ekki segja: Slökktu á útvarpinu! - ég veit að fréttirnar ,,hverfa" ekki þótt ég hlusti ekki á þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Æ nei. Það væri nöturlegt. Ekki það að ýmislegt yrði svo sem öðruvísi gert - en nei

, 14.11.2008 kl. 09:10

2 Smámynd:

Þ.e.a.s. ekki Dallasbrandarann. Vitaskuld langar mig að fá góðar fréttir af efnahagsástandinu.

, 14.11.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er góð samlíking með drauminn.

knus frá mér

steina í lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Dagurin í dag skiptist reyndar í tvennt, vann lengi fram eftir nóttu og vaknaði aldrei þessu vant ekki við morgunfréttirnar, heldur í þann mund er Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að halda blaðamannafund til að segja okkur eitthvað, ekki alveg viss um hvað. Ég held samt að það hafi verið að segja okkur að Sjálfstæðisflokkurinn myndi breyta um stefnu í Evrópusambandsmálum, en okkur (að Sjálfstæðismönnum meðtöldum) yrði ekki sagt það fyrr en á flýttum landsfundi í janúar.

Svo var ,,hinn" blaðamannafundurinn seinna í dag. Sem betur fer er loksins verið að standa við sum þeirra fyrirheita sem gefin voru um að bæta hag heimila í vanda. Svo var sama loðnan og venjulega varðandi IMF og hvað Íslendingar ætla að gera í því máli.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.11.2008 kl. 20:32

5 identicon

Um mótmælin á morgun:

http://this.is/nei/?p=525

Birgir 14.11.2008 kl. 20:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband