Þolinmæði á þrotum

Ekki efa ég að stjórnvöld eru að vinna að erfiðum málum. Og oft hef ég haldið að þolinmæði teldist til dyggða, en ég verð að viðurkenna að þolinmæði margra, mín þeirra á meðal, er á þrotum. Spurningar vakna:

  • Er virkilega bara ein leið (að mati stjórnvalda) til að leysa bráðan vanda í efnahagsmálum, að bíða þolinmóð eftir svari frá IMF?
  • Er virkilega ekki hægt (að mati stjórnvalda) að veita borgurum landsins meiri upplýsingar um hvað er verið að gera, ef eitthvað er verið að gera annað en bíða.
  • Eiga Íslendingar virkilega ekki annarra kosta völ (að mati stjórnvalda) en að lúta geðþóttaákvörðunum Breta sem gerðu illt verra í bankakreppu Íslendinga með aðgerðum okkar?
  • Er virkilega ekki hægt (að mati stjórnvalda) að höggva á hnútinn í gengismálum nema með því að fara þá umdeildu leið að fara út í aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Þolinmæði er eflaust dyggð, en of mikil þolinmæði er hættuleg. Margar fjölskyldur sjá ekki framtíðarframfærslu og óttast atvinnuleysi og svo er fyrirtækjum, hægt eða hratt, að blæða út á meðan við bíðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt þetta ár var beðið eftir að yfirvofandi bankakreppa leystist.  Ekkert var gert og biðinni lauk þegar allt var komið í þrot aðfaranótt 6. okt. 

Núna er beðið eftir aðgerðum vegna gjaldþrots bankana.  Þær birtast þegar allt er komið í þrot öðru sinni, væntanlega síðar í mánuðinum.  Ef til vill er beðið eftir einhverju af því sem þú telur upp. ef til vill í einhverju öðru.  Enginn veit.

Það eina sem er víst er að biðinni lýkur þegar neyðin er orðin svo stór og aðkallandi að Geir H. á engra annarra kosta völ en að ákveða sig.  Í ljósi þessa mætti kalla laun forsætisráðherra biðlaun.

Þolinmóður 11.11.2008 kl. 07:07

2 identicon

Verð að viðurkenna að þolinmæði mín er á þrotum og biðlaun er rétta orðið.

Það  hljóta að vera til önnur ráð! sjáðu svo Bjarna Harðar í dag og allt það dæmi. Minnir mig óneitanlega á rottur sem bítast áður en þær yfirgefa sökkvandi skip.

Það verður gaman að vita hvaða fréttaflutningur gengur fram af manni næst, alltaf eitthvað óhreint að koma upp úr pokahorninu.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir 11.11.2008 kl. 12:51

3 identicon

Þessu skylt en þó annar vinkil. Stoltenberg átti fund í dag með Brown um málefni Íslands. Haft er eftir Stoltenberg að hann hafi miklar áhyggjur af Íslandi. Hvað veit Stoltenberg sem þú og ég vitum ekki? Af hverju hefur Stoltenberg ítrekað talað máli Íslendinga? Ég held að hann sé að gera hvað hann getur með hagsmuni Íslendinga í huga og þess vegna bind ég vonir við hann. En það hræðir mig af hverju Stoltenberg leggur svo mikla áherslu á að tala okkar máli og finna leið út? Hvers vegna sér Stoltenberg sig knúinn til að taka nánast forystuna? Hann sendi hingað fulltrúa sinn til að kanna ítarlega hvernig málin standa. Hvað leiddi sú athugun í ljós sem Íslendingar fá ekki að vita en varð til þess að Stoltenberg leggur ofur kapp á að leita leiða fyrir Íslendinga út úr kreppunni?

Helga 11.11.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Biðlaun, já, nokkuð góð ábending. Varðandi það sem Stoltenberg veit en við ekki, þá held ég að það sé nokkurn veginn allt. Ekki vitum við neitt, alla vega. Það er greinilega talað við einhverja og það erum ekki við, sem fáum reikninginn fyrir ábyrgðarleysi bankajöfranna og aðgerðarleysið hjá stjórnvöldum í hausinn!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.11.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Evrópubandalagið er engin lausn!

Það er alltaf verið að kenna krónunni um að allt sé komið í vaskinn. Það er alrangt. Erlendis hefur fólk virt krónuna.  Það eru þeir sem stjórna gengi krónunnar sem hafa misst sig og sýnt að þeir hafa enga þekkingu á því sem þeir eiga að vera gera: stýra krónunni og gengi hennar.  

Baldur Gautur Baldursson, 12.11.2008 kl. 08:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband