Eðalveður, góður útifundur og smá útivist til tilbreytingar

Þetta byrjaði allt með því að leggja bílnum á Bjarkargötunni, upp við Hringbraut, til þess að komast bæði á Þjóðminjasafnið með Peter frænda og síðan á fundinn á Austurvelli klukkan þrjú ásamt Peter (sem skildi ekkert, en sá gula Bónus-fánann dreginn að húni) og Helgu vinkonu. Fallegt að fara meðfram Tjörninni en eitthvað var drullupollurinn við hliðina á ráðhúsinu óhrjálegur, verið að hreinsa laufin og á meðan ekki ýkja skemmtileg lyktin, en tók fljótt af. Fundurinn var fínn og fjölmenni mikið.

Svo þegar ég kom heim í kvöld skrapp ég í kvöldgöngu með Ara mínum og prófaði nýjan göngustíg á nesinu okkar góða. Veðrið stillt og nokkrir á ferði auk okkar hjónanna, bæði ungir sem eldri, munar alltaf miklu þegar stillur eru eins og í kvöld. Fallegt kvöld og yndislegur göngutúr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband