Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Framhaldið - sér einhver hvernig næstu skref verða?
7.11.2008 | 21:11
Erfitt að horfa til baka á atburði seinasta mánaðar, svo ótrúlegir sem þeir eru. Mig langar að spyrja ykkur bloggvini mína hvert þið haldið að framhaldið verði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Framhaldið er svart, svartara en okkur getur órað fyrir. - Þessvegna þegja þeir nú Ráðamennirnir sem komu þessu öllu af stað. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.11.2008 kl. 21:14
Held að ástandið versni ... því miður. Bara kalt mat frá bjartsýnni manneskju ... Óvissan er þó verst, almenning þyrstir í svör, þetta á ekki að vera svona mikið leyndarmál allt saman. Skil vel að fólk sé að sturlast.
Minni svo á mig á www.dv.is/blogg :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2008 kl. 21:23
Eitt lítið atriði sem menn þegja í hel nú, en þó alveg risastórt.
Ef húsnæðisþátturinn hefði verið tekinn út úr vísitöluútreikningum eins og margir höfðu á orði, fyrir nokkrum árum, þá væri staðan allt önnur hjá heimilum í dag. Allur sá þrýstingur sem húsnæðisþátturinn er búinn að valda til hækkunar verðbólgunnar sem aftur hafði í för með sér hækkun stýrivaxta er ótrúlegur.
Það þarf ekki annað en að horfa á löndin í kringum okkur sem finnst nóg um að verðbólga fari í 4%, en almennt í þessum löndum er húsnæðisþátturinn ekki inni í útreikningunum.
Síðan er náttulega gengisfall krónunnar allt annar handleggur og bullið í kringum bankana
En því miður held ég að það séu mjög erfiðir tímar framundan og gott fyrir alla að búa sig undir það, því miður.
Vilborg G. Hansen, 7.11.2008 kl. 21:30
Úpps, var að vona að þið vissuð eitthvað sem ég ekki veit - og væri jákvætt! En þetta hljómar sannfærandi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.11.2008 kl. 22:14
Vonum það besta en búum okkur undir það versta. Því miður held ég að yfirvöld og ráðamenn séu í svo litlum tengslum við raunveruleikann að þeir geti ekki á nokkurn hátt ímyndað sér hvað það er í raun sem bíður almennings. Hvað það er að hafa varla til hnífs og skeiðar og lifa í mikilli óvissu um flest alla grunnöryggisþætti lífisns. Þeir hafa og munu hafa aðgengi að öllu..líða varla nokkurn skort eða missa heimili sín eða atvinnu. Svo stendur þetta fólk saman og reddar hvort öðru. Það er hins vegar ekki það sem bíður okkar hinna. Það er í rauin þetta sem ég óttast mest..að ákvarðanir sem varða hag almennings séu teknar af þeim sem hafa ekki hundsvit né reynslu af lífinu.
Við verðium bara að standa saman og með hvort öðru. En auðvitað vona ég að þetta taki fljótt afog komi okkur á betri stað þegtar upp er staðið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 08:05
Ólyginn sagði mér að ástæða þess að dregist hefur að afgreiða lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sé sú að í fyrstu grein skilmála sjóðsins sé ákvæði um að skipta út stjórn Seðlabankans (Bleðlasankans)
Geir Haarde þorir ekki að hjóla í þann krullaða.
101 8.11.2008 kl. 11:08
Þú veist nú betur en búast við að við vitum eitthvað sem þú veist ekki, Anna mín! Því miður er ekki annað en svartnættið framundan og því meir sem fleiri þjóðir vilja herða á okkur hreðjatakið (fyrirgefðu þetta karlrembuorðalat!) sem þjóð fyrir þær skuldir sem einkafyrirtækin hafa keyrt okkur í. Merkismenn þjóðarinnar höfðu þar að auki síðustu misserin lagst á eitt með að kjafta krónulufsuna okkar í kaf -- varla von að aðrar þjóðir hafi trú á verkfæri sem við gerum sjálf ekki annað en rægja. -- En svo hækkar sól á ný og með nýju ári fer þetta allt að verða bjartara -- og hver veit nema við hittumst á svipuðum tíma á nýju ári á sama stað og í fyrra og verður þá ekki allt aftur bjart og hlýtt?
Sigurður Hreiðar, 8.11.2008 kl. 11:10
Orðalag vildi ég að sjálfsögðu sagt hafa!
kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 8.11.2008 kl. 11:12
Það veit enginn neitt um framhaldið.
Aprílrós, 8.11.2008 kl. 20:43
Eigum við ekki bara að breyta framtíðarhorfunum? Ég veit ekki alveg hvernig, en ég held að það væri best að reyna að bjarga þessu einhvern veginn. Full þörf á því. Og viðkoma í hlýju og björtu umhverfi væri auðvitað góð upplyfting, sjáum til.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.11.2008 kl. 20:51