Réttast að allt komi upp á yfirborðið - var verið að gæta hagsmuna ,,litla bankamannsins" eða hálauna/hálánaaðalsins hjá Kaupþingi? Fáum við, almennir skuldarar, sams konar fyrirgreiðslu ? - (auðvitað ekki)

Lengi getur vont versnað og bankakreppan er að koma alls konar furðulegheitum upp á yfirborðið. Það er vissulega algengt að almennum starfsmönnum sé lánað fyrir hlutabréfakaupum, hef aldrei heyrt af því að lán þeirra séu afskrifuð, en vera má að það gerist í fleiri fyrirtækjum. Hugsunin er auðvitað að láta þá hafa persónulega hagsmuni af því að fyrirtækinu gangi sem best, kaup eða kaupréttur á hlut á ákveðnu verði og möguleiki á að selja á öðru verði. Tvisvar man ég eftir að hafa átt slíkan kauprétt, en í báðum tilfellum LÆKKAÐI hluturinn en hækkaði ekki, svo slík kaup hefðu ekki verið arðbær ef ég hefði slegið til (sem ég gerði ekki), þvert á móti reyndar. Almennt held ég að margir almennir launamenn hafi tapað á þátttöku sinni í eignarhaldi á fyrirtækinu sínu, þótt alltaf séu einhver dæmi um hið gagnstæða.

Kemur þá að þætti hinna stóru karlanna. Þar virðist niðurstaðan vera gefin fyrirfram og reglurnar ,,aðlagaðar" að því að þessi niðurstaða fáist. Nokkrir stórir fá lánað til stórinnkaupa á hlutum og svo er fundin aðferð til að láta þá koma út með stórgróða. Er ég að sleppa einhverju úr? Virkar þetta ekki einmitt svona? - Nema núna kom bankakreppa og vonandi verða spurningarmerki sett inn á réttum stöðum og niðurstaðan ekki sú að ,,litli bankamaðurinn" sem kannski var undir þrýstingi að kaupa sinn hlut (og jafnvel að borga fyrir hann, eða tóku allir lánin sem voru afskrifuð?) tapi sínu en þeir stóru og ríku haldi öllu og meiru til. Það er alltaf möguleiki að fleiri reglum hafi verið breytt - eftir á, miðað við þær fréttir sem við fáum daglega er ekkert útilokað.


mbl.is Engar niðurfellingar hjá Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna mín, ég held að þú misskiljir aðeins einn þátt málsins og það er grunnatriði málsins: Í þessu öllu er ekkert sem er hægt að skilja. Það er sama hvernig málinu er snúið þar finnst nákvæmlega ekkert sem er hægt að skilja.

Í öllu þessu finnst engin sanngirni, ekkert sem kallast getur rökrétt, ekkert samkvæmt lögum, engin ábyrgð.

Helga 3.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

En hvað mig grunaði þetta!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.11.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ef bankarnir hefðu ekki lagst á hliðina og hlutabréfabraskið hefði skilað arði, þá hefðum við örugglega notið góðs af
 

Þóra Guðmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Anna: Hvernig dettur þér í hug að halda að einhversstaðar í þessu þjóðfélagi sé verið að gæta hagsmun litla mannsins?

Þetta eru glæpamenn og glæpamenn sækir maður til saka!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvernig væri þá að við, litlu manneskjurnar í samfélaginu, færum að gera enn frekari kröfur til jöfnuðar, og hver veit nema að glæpamenn verði sóttir til saka, hvar sem þeir finnast? Þetta er vond aðferð, en ekkert okkar hefði líklegast frétt af þessu, ef ekki hefði komið til bankakreppan. Og reyndar er búið að upplýsa í fjölmiðlum (ef rétt reynist) að niðurfellingin kom eingöngu hinum stórríku til góða, ekki öllu bankafólki, eins og ráða mátti af fyrstu fréttum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.11.2008 kl. 13:17

6 identicon

Þetta verður rannsakað segir ráðherra.  Hver á að rannsaka það?  Pabbarnir eða synirnir?  Þetta verður ekki upplýst frekar en annað.  Bara orðin tóm. Hvernig eiga þessir stóru "skuldarar" "eignamenn" að geta borgað bullið til baka, þeir kunna það ekki þeir kunna bara að taka við greiðslum.  Við hin borgum okkar skuldir, við kunnum ekkert annað. Eigðu daginn ljúfan.

Sigríður Svavars 4.11.2008 kl. 15:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband