Hver er fréttin?

Ég hef lengi vitað að Þorgerður Katrín er mjög opin fyrir aðild að Evrópusambandinu, þannig að ég skil ekki alveg fréttina. Vissulega var hún ,,látin" bera þessa skoðun sína til baka fyrr á árinu, en núna kemur hún tvíefld með gömlu skoðunina sína í krafti óvinsælda flokksins síns og í skjóli Samfylkingarinnar sem heldur að vinsældir hennar (Samfylkingarinnar) hafi allt með Evrópusambandið að gera og ekkert með Jóhönnu Sigurðardóttur og samhjálpartón hennar að gera.
mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þorgerður Katrín var flott að venju og sagði það sem segja þurfti!

Auðvitað hafa ófarir flokksins einnig með það að gera að margir sjálfstæðismenn hafa snúið við bakinu vegna afstöðu hans til ESB aðildar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 22:48

2 identicon

Þorgerður Katrín er tækifærissinni og lýðskrumari. Hún kann að spila á fjölmiðlana, og gerir það óspart.

Svo hlaupa vinstrimenn ´flaðrandi á móti henni, þakklátir fyrir að hún skuli taka undir með þeim.

Nei - hún kafar yfirleitt ekki djúpt þessi kona, eltir vindinn og hagar seglum eftir honum. Það er ekki góður eiginleiki þegar þörf er á trúverðugleika og staðfestu.

kjósandi 3.11.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekki eru allir vinstrimenn óðir og uppvægir yfir málflutningi Evrópusambandssinna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.11.2008 kl. 10:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband