Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Viðeigandi danstónlist seinasta kvöldið hér í Washington-fylki: Leningrad cowboys og kór Rauða hersins
23.10.2008 | 10:14
Fá orð núna. Open mike kvöld hjá Elfu í kvöld, í listahúsinu hennar, sem er í stórri hlöðu. Eftir stórkostleg ferðalög í dag var sannalega fjör í kvöld og fram á rauða nótt, nú er klukkan rúmlega þrjú og við búin að dansa við undirleik Leningrad Cowboys og fleiri góðra í ca. fimm tíma. Auðvitað pásur og spjall á milli. Stutt í flugið á morgun, þannig að frekari lýsingar og myndskreytingar verða að bíða. Ræddi meira að segja efnahagsástandið við hagfræðiprófessor og þorskastríðin við ýmsa. En mest var þetta dans og fjör.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ágæta Anna,
Alltaf gaman að fylgjast með flakkinu á þér.
Vinsamlega hafðu í huga að forfeður okkar kalla landið sem þú fjallar um BandaRÍKI, ekki BandaFYLKI. Mér sýnist á öllu að þú hafir verið í Washington ríki (state). Æðsti embættismaður þar er kallaður ríkisstjóri, af því auðvitað að hann fer fyrir ríki ekki fylki. Fyrir löngu nefndum við Province in Kanada fylki og þar eru fylkisstjórar og fylkisþing. Ágætur málfarráðgjafi þjóðarinnar í langan aldur Árni Böðvarsson gerði greinarmun á þessum tveimur stjórnsýslueiningum. Við það má bæta að ríkin bandaríksu hafa miklu meira sjálfstæði en fylkin í Kanada og nálgast ríkin í Evrópusambandinu að því leyti.
Semsagt við sem búum í Bandaríkjunum búum í ríkjum en þegar ég bjó í Kandada átti ég heima í fylki.
Bestu kveðjur úr Guðseiginlandi og góða ferð,
Emil
Emil 23.10.2008 kl. 14:44
Takk fyrir upplysingarnar, hef aldrei leitt hugann að þvi að á þessu væri munur og frettaflutningur gefur ekki tilefni til þess að tala um annað en fylki. En þetta er áhugavert og rökin ágæt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.10.2008 kl. 15:21