Viðeigandi danstónlist seinasta kvöldið hér í Washington-fylki: Leningrad cowboys og kór Rauða hersins

Fá orð núna. Open mike kvöld hjá Elfu í kvöld, í listahúsinu hennar, sem er í stórri hlöðu. Eftir stórkostleg ferðalög í dag var sannalega fjör í kvöld og fram á rauða nótt, nú er klukkan rúmlega þrjú og við búin að dansa við undirleik Leningrad Cowboys og fleiri góðra í ca. fimm tíma. Auðvitað pásur og spjall á milli. Stutt í flugið á morgun, þannig að frekari lýsingar og myndskreytingar verða að bíða. Ræddi meira að segja efnahagsástandið við hagfræðiprófessor og þorskastríðin við ýmsa. En mest var þetta dans og fjör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæta Anna,

Alltaf gaman að fylgjast með flakkinu á þér.

Vinsamlega hafðu í huga að forfeður okkar kalla landið sem þú fjallar um BandaRÍKI, ekki BandaFYLKI. Mér sýnist á öllu að þú hafir verið í Washington ríki (state). Æðsti embættismaður þar er kallaður ríkisstjóri, af því auðvitað að hann fer fyrir ríki ekki fylki. Fyrir löngu nefndum við Province in Kanada fylki og þar eru fylkisstjórar og fylkisþing. Ágætur málfarráðgjafi þjóðarinnar í langan aldur Árni Böðvarsson gerði greinarmun á þessum tveimur stjórnsýslueiningum. Við það má bæta að ríkin bandaríksu hafa miklu meira sjálfstæði en fylkin í Kanada og nálgast ríkin í Evrópusambandinu að því leyti.

Semsagt við sem búum í Bandaríkjunum búum í ríkjum en þegar ég bjó í Kandada átti ég heima í fylki.

Bestu kveðjur úr Guðseiginlandi og góða ferð,

Emil

Emil 23.10.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir upplysingarnar, hef aldrei leitt hugann að þvi að á þessu væri munur og frettaflutningur gefur ekki tilefni til þess að tala um annað en fylki. En þetta er áhugavert og rökin ágæt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.10.2008 kl. 15:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband