Í frábćrum félagsskap baráttufólks Obama
16.10.2008 | 05:04
Horfđum á kapprćđurnar hjá Anne systurdóttur minni í kvöld, en ţar safnast fólk saman ţegar svoleiđis viđburđir eru. Á eftir ţurftu Nína og Anne ađ skjótast á fund hjá Obamaskrifstofunni hér í bć og ég fékk ađ koma međ, naut ţess ekkert smá. Mikil fagmennska á ferđ ţarna og góđur baráttuandi. Ađ öđrum ólöstuđum fannst mér Meb, gamall baráttujaxl, hagfrćđiprófessor á eftirlaunum (sem spurđi talsvert út í ástandiđ á Íslandi áđur en fundurinn hófst) mest heillandi af ţessum flotta hópi. Held ađ engum geti dulist ađ Obama ber málefnalega höfuđ og herđar yfir McCain í ţeim málaflokki sem mest er ađ döfinni núna, efnahagsmálum, McCain skilađi nánast auđu og svarađi bara ,,markađurinn sér um ţetta allt" - viđ vitum nú ađeins betur!
Svo finnst mér mjög gott ađ heyra áherslur Obama í orku-/umhverfismálum, ţađ verđur gaman ađ fá rödd hans í heimsumrćđuna, ekki veitir af. Síđast en ekki síst ţá er demókrötum svo margfalt betur treystandi fyrir heilbrigđismálum hér í Bandaríkjamönnum en McCain og hans fólki, karlinn virtist ekki hafa áhuga á öđru en hvađ sektirnar yrđu háar hjá ţeim sem ţeir sem vanrćktu lögbundna heilsutryggingar fyrir starfsfólk sitt.
Svipmyndir af fundinum, mikiđ var gaman:
Nína, Meb, Linda (rauđklćdd) og fleiri
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook