Kapprćđurnar í kvöld - mikilvćgur atburđur og bolabrögđ repúblikana
15.10.2008 | 23:22
Kapprćđurnar milli Obama og McCain í kvöld munu skipta miklu máli - ţótt ég sjái ekki hvernig McCain ćtti ađ hafa betur, miđađ viđ ástandiđ á karlinum, ţá verđ ég samt fegin ţegar ţćr verđa búnar međ góđum sigri Obama. Ţví miđur eru farin í gang alls konar bolabrögđ repúblikana til ţess ađ fćla fátćkt fólk frá ţví ađ kjósa, til dćmis međ ţví ađ telja ţví trú um ađ ef ţađ eigi einhverjar opinberar skuldir útistandandi, ţá verđi ţađ handtekiđ á kjörstađ. Hafi menn ekki góđan málstađ ađ verja ţá er gripiđ til slíkra ráđa. Viđ erum ekki búin ađ gleyma Florida fyrir átta árum, Bush hefđi aldrei átt ađ ná kjöri, en bolabrögđ eru ţví miđur nothćf og máli skiptir ađ reyna ađ vinna gegn svoleiđis andstyggilegheitum. Markađir um allan heim sveiflast eins og róla í roki og ţótt viđ Íslendingar ţurfum auđvitađ alltaf ađ vera mest og best í öllu, líka í efnahagshörmungunum, ţá er greinilega ađ víđa um heim er mikil barátta fyrir ađ viđhalda ţokkalegum lífskjörum (ţar sem ţeim er til ađ dreifa) í gangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook