Forskot Obama eykst - Obamaskiltum stolið úr görðum - og spennandi kappræður annað kvöld - góðar fréttir fyrir efnahagslífið
15.10.2008 | 00:27
Flestir hér í Bandaríkjunum binda miklar vonir við að kjör Obama muni reynast vítamínsprauta fyrir efnahagslífið. Nú er beðið með spenningi eftir þriðju og síðustu kappræðum þeirra Obama og McCain og forskot Obama hefur aukist talsvert að undanförnu. Samt held ég að flestir verði óskaplega fegnir þegar 4. nóvember verður um garð genginn og við sjáum niðurstöðurnar, sem verða vonandi virkilega góðar.
Annað kvöld verður safnast saman heima hjá Annie systurdóttur minni eins og seinast og við ætlum að horfa allmörg saman á umræðurnar. Á eftir förum við á kosningaskrifstofuna hér í Portales og það verður haldinn strategíufundur, sem ég fæ að vera á. Áhugavert. Við erum í biblíubeltinu, jaðri þess reyndar, hér í Portales eru 26 kirkjur í 12.000 manna bæ, McCain skiltin í görðunum eru fleiri en Obamaskiltin, en í götunni hennar Nínu eru Obamaskiltin fleiri, blessunarlega, enda erum við nálægt háskólanum, þar sem Obama á yfirgnæfandi stuðning. Búið er að stela Obamaskiltum úr görðum nokkrum sinnum og Annie frænka mín skrifaði á það nýjasta eitthvað á þessa leið: Endilega stelið skiltinu og styrkið kosningabaráttu Obama, í hvert sinn sem ég kaupi nýtt skilti renna 5 dollarar í baráttuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnst það segja frekar mikið að háskólafólkið sé fyrir Obama á meðan trúarliðið er fyrir McCain...
Áfram Obama! :D
Geiri 15.10.2008 kl. 06:05
Áfram Obama! Ég hef hingað til ekki vakað eftir kappræðufundunum. Kannski maður geri það í kvöld.....bara svo fjári seint fyrir fimmtuga kellu.....
Það er huggun á þessum síðustu og verstu að Obama skuli jafnt og þétt auka við forskotið. Heimur batnandi fer!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:50
Ég vona að allur heimurinn munu njóta þess að fá Obama, svona fyrir utan að allt er betra en Bush, þá held sem samt að McCain yrði ekki mikið skárri en Bush.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.10.2008 kl. 14:34
Völvan okkar á Vikunni hélt því fram um síðustu áramót að Obama færi ALLA LEIÐ! Ég var grútspæld, hélt með Hilary en ... allt annað en Söruh Palin nálægt þessu embætti, gargggg, hún virðist vera álíka hættuleg og Bush ef ekki verri.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 15:05