Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er nýjabrumið farið af kreppunni?
14.10.2008 | 04:37
Heyrði aðeins í fólkinu mínu heima í dag og fékk að einhverju leyti staðfest það sem mér finnst á vefsíðum og gegnum fréttir, gálgahúmorinn er að minnka og alvarleiki ástandsins að hellast yfir fólk. Hvað finnst ykkur, er mesta panikin liðin hjá og mestu hrollbrandarnir búnir? Eða er það allt misskilningur hjá mér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
já, fólk er aðeins að koma niður á jörðina núna og sjá alvarleikann í stöðunni, það er kominn annarskonar hrollur í hinn almenna borgara núna, spurningar eins og; munu börnin okkar súpa seiðið af þessu og þá hversu mikið eiga þau eftir að þurfa að súpa seiðið og hversu lengi, hversu mikið munu skattar hækka hérna og hvernig verður heilbrigðisþjónustan eftir nokkur ár og verðum við sjálfstæð þjóð árið 2050 eru vextirnir ekkert að fara að lækka...og svona...
Annars er ég bara temmilega bjartsýn, bara smá hrollur út af IMF.
Bestu kveðjur.
alva 14.10.2008 kl. 09:05
I morgun var sparisjóðurinn sem við skiptum við búinn að lækka heimildina okkar um hundraðþúsundkall alveg óbeðinn.
Nú láta allir glitta í vígtennurnar. Þetta er rétt að byrja.
Each to his own eins og maðurinn sagði?
Ég er hrædd um það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 09:28
Hæ Anna,
það er bara búið að draga línuna utan um Ísland, en að öðru leiti held ég að þetta sé rétt að byrja, því miður
Nú er sko um að gera að safna í sarpinn fyrir sagnfræðinga
Vilborg G. Hansen, 14.10.2008 kl. 09:37
Já, einhvern veginn fannst mér þetta. Það verður skrýtið að koma heim eftir tíu daga.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.10.2008 kl. 15:05
Já Anna, 10 dagar er bara nokkuð langur tími í svona írafári. En ég ætla bara rétt að vona að maður viti hvert þetta stefnir samt hið fyrsta. Annars veit fólk ekkert hvað það á að gera varðandi sín mál, það getur enginn tekið neinar ákvarðanir í einu né neinu því það koma einar fréttir að morgni og aðrar að kveldi.
Ég ætla alla vega að grúfa mig ofan í skólabækurnar og helst vildi ég geta verið þar í einhverfuástandi svona tja ca. 3 vikur og kíkja þá hvað er að gerast eða hvað hefur gerst
Vilborg G. Hansen, 14.10.2008 kl. 15:58
Já mér finst þetta líka. ;) En maður bara heldur áfram og þakka fyrir að hafa vinnu. ;)
Aprílrós, 14.10.2008 kl. 16:17
Held að sannleikurinn sé farinn að síast inn. Stórfréttir koma ekki lengur á hverjum degi ... nema við séum orðin ónæmari. Sjokkið að minnka aðeins en held að reiðin út í ráðamenn aukist frekar en hitt. Bloggheimar hafa staðið sig ótrúlega vel í upplýsingum, nema það sem ég sá og sjokkeraðist yfir, eða ýktar, jafnvel lognar fréttir að framkomu Dana við Íslendinga ... ég dauðskammast mín fyrir að hafa étið þetta upp! En hva ... gert er gert.
Mikið verður gaman að fá þig til landsins! Bið að heilsa Nínu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:08