Er nýjabrumið farið af kreppunni?

Heyrði aðeins í fólkinu mínu heima í dag og fékk að einhverju leyti staðfest það sem mér finnst á vefsíðum og gegnum fréttir, gálgahúmorinn er að minnka og alvarleiki ástandsins að hellast yfir fólk. Hvað finnst ykkur, er mesta panikin liðin hjá og mestu hrollbrandarnir búnir? Eða er það allt misskilningur hjá mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, fólk er aðeins að koma niður á jörðina núna og sjá alvarleikann í stöðunni, það er kominn annarskonar hrollur í hinn almenna borgara núna, spurningar eins og; munu börnin okkar súpa seiðið af þessu og þá hversu mikið eiga þau eftir að þurfa að súpa seiðið og  hversu lengi, hversu mikið munu skattar hækka hérna og hvernig verður heilbrigðisþjónustan eftir nokkur ár og verðum við sjálfstæð þjóð árið 2050 eru vextirnir ekkert að fara að lækka...og svona...

Annars er ég bara temmilega bjartsýn, bara smá hrollur út af IMF. 

Bestu kveðjur.

alva 14.10.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

I morgun var sparisjóðurinn sem við skiptum við búinn að lækka heimildina okkar um hundraðþúsundkall alveg óbeðinn.

Nú láta allir glitta í vígtennurnar.  Þetta er rétt að byrja.

Each to his own eins og maðurinn sagði?

Ég er hrædd um það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Hæ Anna,
það er bara búið að draga línuna utan um Ísland, en að öðru leiti held ég að þetta sé rétt að byrja, því miður 

Nú er sko um að gera að safna í sarpinn fyrir sagnfræðinga

Vilborg G. Hansen, 14.10.2008 kl. 09:37

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, einhvern veginn fannst mér þetta. Það verður skrýtið að koma heim eftir tíu daga.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.10.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Já Anna, 10 dagar er bara nokkuð langur tími í svona írafári.  En ég ætla bara rétt að vona að maður viti hvert þetta stefnir samt hið fyrsta.  Annars veit fólk ekkert hvað það á að gera varðandi sín mál, það getur enginn tekið neinar ákvarðanir í einu né neinu því það koma einar fréttir að morgni og aðrar að kveldi. 

Ég ætla alla vega að grúfa mig ofan í skólabækurnar og helst vildi ég geta verið þar í einhverfuástandi svona tja ca. 3 vikur og kíkja þá hvað er að gerast eða hvað hefur gerst

Vilborg G. Hansen, 14.10.2008 kl. 15:58

6 Smámynd: Aprílrós

Já mér finst þetta líka. ;) En maður bara heldur áfram og þakka fyrir að hafa vinnu. ;)

Aprílrós, 14.10.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að sannleikurinn sé farinn að síast inn. Stórfréttir koma ekki lengur á hverjum degi ... nema við séum orðin ónæmari. Sjokkið að minnka aðeins en held að reiðin út í ráðamenn aukist frekar en hitt. Bloggheimar hafa staðið sig ótrúlega vel í upplýsingum, nema það sem ég sá og sjokkeraðist yfir, eða ýktar, jafnvel lognar fréttir að framkomu Dana við Íslendinga ... ég dauðskammast mín fyrir að hafa étið þetta upp! En hva ... gert er gert.

Mikið verður gaman að fá þig til landsins! Bið að heilsa Nínu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband