Sínum augum lítur hver á Silfrið
12.10.2008 | 18:20
Las í morgun (er sex tímum á eftir ykkur) mjög misjöfn skilaboð um Silfur Egils. Var Egill ruddi og Jón Ásgeir rólegur, var Jón Ásgeir bara loddari og Egill að spyrja spurninganna sem þurfti að spyrja? Ég fór auðvitað að hlusta á netinu.
Fyrst er auðvitað til að taka að viðtalið við Ragnar Önundarson var auðvitað snilld. Og þessi bankabóla var auðvitað nokkuð sem búið var að vara margsinnis við og hann var þar fremstur meðal jafningja. Það sem hann segir um nútímann finnst mér þó merkilegast. Varar mjög við skilyrðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem er í takt við það sem ég hef alltaf heyrt.
Ég veit ekki hvað segja skal um viðtal Egils við Jón Ásgeir. Egill er alltaf frekur, það er ekkert nýtt. Jón Ásgeir var sannfærandi á köflum en ég er ekkert sannfærð um að saman fari orð og athafnir. Atburðarásin mun vonandi fara undir smásjá góðrar rannsóknar og lærdómur verði dreginn af þessari framvindu.
Jóhanna hefur lög að mæla varðandi fall nýfrjálshyggjunnar og græðgisvæðinguna. Hún hefur sannarlega verk að vinna og það verður ekki auðvelt. Eins gott að hún fái þann stuðning sem hún á skilinn. Af hverju er ég með efasemdir, en kannski var það þetta sem þurfti til.
Nína systir átti góða línu í öllu þessu ati: Heimurinn er blankur!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Athugasemdir
Við þessar námsmannamömmu höfum fulla ástæðu til að hafa áhyggjur, en vonandi batnar þetta. Mín stelpa í Ungverjalandi borgaði leiguna sína þegar gengið var hvað verst, tapaði miklu á því, en bankinn er ekki búinn að loka á hana enn, sem betur fer. Ég verð reyndar í 12 daga í viðbót í USA, skrýtið, finnst ég vera að skrópa heima, en hef það gott, ekki búið að loka á kortin mín, og er í faðmi fjölskyldunnar. Barnaafmæli í Fort Collins um næstu helgi og svo smá skrepp til vinkonu minnar á vesturströndinni áður en ég held heim. Búin að borga alla farmiða, blessunarlega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.10.2008 kl. 01:02