Kveðja úr (ó)villta westrinu til hins fullkomlega villta norðurs - það er erfitt að trúa fréttunum

Frekar villtar fréttir frá landinu mínu, forsætisráðherra þarf lífverði og Bretar telja að ekkert dugi á Íslendinga annað en lög gegn hryðjuverkum. Úff. Hér rölta menn með kúrekahatta í fullri friðsemd, mér skilst að vísu að þeir séu aðeins gjarnari með byssurnar handan fylkismarkanna í Texas. Og svo er þetta allt EES að kenna, grensulausa ,,útrásin".

Skrapp í hraðbanka og náði mér í nokkra ódýra dollara af debetkortinu, það virkar svo langt síðan maður fékk dollarann á hundraðkall, en eftir að hafa borgað reikningana í morgun var ekki hægt að spara neitt umtalsvert ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

megi dollarar þínir duga vel, dansirðu kántrí nett á meðan, efnahagurinn er ég tel, ekki að batna, kveðja héðan

Ninna

Guðrún Jónína Magnúsdóttir 9.10.2008 kl. 15:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband