Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ef ég væri góð í mér myndi ég vorkenna McCain núna, en ...
8.10.2008 | 04:36
Er að verða nokkuð vongóð um að Obama muni vinna öruggan sigur eftir mánuð. Það sem er ánægjulegast er að byrinn sem hann hefur fengið í seglin er ekki síst tiltrú fólks á því að hann sé sá sem getur tekist á við þá efnahagserfiðleika sem við er að glíma. Var í góðu yfirlæti hjá Annie systurdóttur minni að horfa á kappræðurnar í kvöld og mér líkaði margt mjög vel. Mér líkaði vel hvað Obama mundi oft eftir því að það er til veröld fyrir utan Bandaríkin, sem þarf að hafa samstarf við en ekki bara að líta á sem vígvöll, að heimurinn okkar þolir ekki kæruleysi í umhverfismálum og að ef einhverjir eiga að bera skattbyrðar þá eru það hinir ofurríku.
Reyndar sló það mig nokkuð hvað McCain var lélegur, Obama þurfti raunar ekki á því frjálsa framlagi hans að halda, hann hefði sigrað kappræðurnar engu að síður, þannig að ef ég væri nú reglulega góð í mér, þá hefði ég vorkennt McCain í kvöld, en ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Eigðu góðan dag ;)
Aprílrós, 8.10.2008 kl. 08:34
Það sem sló mig var að McCain vildi ásaka Obama fyrir að vilja hækka (eða ekki lækka) skatta og á sama tíma vildi sá fyrrnefndi auka ríkisútgjöld um 300 milljarða dollara með því að yfirtaka stóran hluta húsnæðislána bandaríkjamanna.
H.T. Bjarnason 8.10.2008 kl. 10:25
Mismunandi viðhorf McCain og Obama til umheimsins endurspeglast líka í viðhorfi umheimsins til þeirra. Samkvæmt If The World Could Vote.com fengi Obama 87% atkvæða heimsins.
Hjörtur 8.10.2008 kl. 10:54
Það er nú gott til þess að vita að þú heldur illskunni réttu megin við grensuna. Veit ekki hvort það væri nokkurm manni holt að fara að vorkjenna McCain. Hann er svo líkur Davíð. Veit allt manna best og Obama er bara fáfróður krakkavitleysingur í hans augum.
Reyndar hafði Obama yfirburði í kappræðunum (þeim hluta sem ég sá) Hann þurfti aldrei beita sér til að gegn McCain sem sá alveg sjálfur um að eyðileggja fyrir sjálfum sér.
Dunni, 8.10.2008 kl. 15:21
Mér fannst oft erfitt að skilja hvað McCain átti við, en það var ekkert óskýrt við málflutning Obama og mér líkaði sannarlega vel við flest af því sem hann sagði.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.10.2008 kl. 19:43