Sagan endurtekur sig - við höfum áður þurft að ,,leita nýrra vina"

Sé það rétt að það verði rússnesk lán sem komi þjóðarbúinu nú til góðs þá er það ekki í fyrsta sinn sem NATO-þjóðin Ísland fær (óvænta) fyrirgreiðslu úr þeirri átt. Um 1952 ætluðu Bretar að knésetja okkur vegna útfærslu landhelginnar en þá opnuðust sumum að óvörum nýjir markaðir í Sovétríkjunum og ekki varð að knésetningu um sinn. Við sjáum hvað setur núna, enn skilst mér að fuglinn sé ekki í hendi heldur kannski tveir í skógi, en verði þetta niðurstaðan þá mun hún án efa verða talin áhugaverð og vonandi hagfelld okkur. Sé nú þegar að vangaveltur um þetta útspil eru komnar í gang, einkum um sérstöðuna sem þessi staða gæfi okkur í fjármögnun meðan aðrir hafa getað leitað í aðra sjóði, sem virðast okkur lokaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband