Samtaka þjóð getur rétt úr kútnum furðu fljótt

Búin að heyra í fólkinu mínu heima og það var alla vega mjög gott, skrýtið að fylgjast með á færi, en ég er búin að fylgjast nokkurn veginn linnulaust með útsendingum á netinu auk þess að vera á msn með fjölskyldunni og heyra í þeim í tölvusíma, þægilegt fyrirkomulag. Mér finnst gott að heyra hvað allir heima eru rólegir og satt að segja er fólkið mitt hér í New Mexico áhyggjufyllra en heima. Annie systurdóttir mín og kærastinn hennar Andy komu aukaferð hingað til þess að sjá hvort það væri allt í lagi með mig, og Nína systir fór aukaferð í næsta hús til að sækja síma til að nota við tölvuna sína svo ég gæti hringt heim án þess að setja nokkurn mann á hausinn. Eftirminnilegur afmælisdagur hjá henni, og gott að við vorum svona duglegar að vinna í gærkvöldi, smá fréttaófriður í dag.

Þetta er persónulegt fyrir allar fjölskyldur, fyrst þarf að fullvissa sig um að allir séu rólegir og líði sæmilega vel. Vonandi er tími andvaraleysis og blekkinga að ganga yfir og tími samtakamáttar og samvinnu að ganga í garð. Til þess þarf nákvæmlega það sem verið er að gera: Inngrip og ábyrgð - mér fannst athyglisvert að heyra að norska pressan fékk íslenskan sérfræðing (gott ef það var ekki Vilhjálmur Árnason heimsspekingur) til að segja það sem allir eru að hugsa: Þetta er ábyrgð 20 gálausra manna. Viðkomandi var í ágætu viðtali í síðdegisútvarpinu og þegar fréttamaður spurði hvort hann gæti lesið upp listann sagði hann að flestir vissu hverjir þetta væru. Gott og vel, en núna er bara kominn tími til þess að snúa vörn í sókn, og að allir fái að komast að árunum og leggjast SAMAN á árarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka,

Vantar smá upplýsingar frá þér. Var orðið "ljósmóðir" valið fegursta íslenska orðið hjá ykkur á blog.mbl.is? Hvenær var það og hversu margir greiddu atkvæði? Viltu senda mér svar við fyrsta tækifæri á netfangið mitt.Takk og hafðu það gott í útlandinu! Kveðjur af Smáragötunni :)

Anna Kristine 6.10.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ frænka, nota netfangið þitt í símaskránni, vona að það sé það rétta. Láttu mig annars vita.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.10.2008 kl. 23:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband