Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þögn, þjóðnýting og þungar brúnir
29.9.2008 | 10:50
Þá vitum við yfir hverju var þagað í gærkvöldi. Þjóðnýting er greinilega orð dagsins, þótt það hafi, samkvæmt fréttum, ekki verið sú lausn sem Glitnir sóttist eftir. Þungar brúnir á mörgum í þessari atburðarás og nú verður eflaust lögð mælistika á þyngstu brúnirnar og inntak þjóðnýtingarinnar. Mál til komið að fara að rækta verkefnagarðinn sinn, ef hægt er fyrir stórfréttum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 10:51
Ætli bankadrengirnir verði settir á sömu laun og aðrir ríkisstarfsmenn, eða fá þeir verðlaun fyrir vel unnin störf.
Ingibjörg 29.9.2008 kl. 12:34
Lárus Welding má svo sem vel við una. Hann fékk á sínum tíma einar litlar 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf hjá Glitni. Kannski skilar hann eitthvað af þessum peningum til baka.
H.T. Bjarnason 29.9.2008 kl. 14:21
Þetta verður forvitnilegt, það er svo stutt síðan Lárus Welding sór og sárt við lagði að ekkert þessu líkt mundi gerast, því Glitnir stæði svo vel, eins og hann fullyrti í Silfri Egils sunnudaginn 21. sept. 2008 - En þá höfðu þeir í stjórn Glitnis þegar gengið á fund Seðlabankastjóra og beðið um lán. - Svo hver lýgur hverju og .......
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:22
Einhvern veginn held ég að enginn geri ráð fyrir að topparnir herði sultarólina, nokkurn tíma. Það var mikið hype þegar launin voru lækkuð í bankaráði og hjá bankastjórn og ég bloggaði smá um það, en það var áður en fréttirnar af starfsUPPHAFSsamningnum bárust. Höfum heyrt af villtum starfslokasamningum, en minna af þessu og vonandi ekkert í framtíðinni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.9.2008 kl. 21:29