Þögn, þjóðnýting og þungar brúnir

Þá vitum við yfir hverju var þagað í gærkvöldi. Þjóðnýting er greinilega orð dagsins, þótt það hafi, samkvæmt fréttum, ekki verið sú lausn sem Glitnir sóttist eftir. Þungar brúnir á mörgum í þessari atburðarás og nú verður eflaust lögð mælistika á þyngstu brúnirnar og inntak þjóðnýtingarinnar. Mál til komið að fara að rækta verkefnagarðinn sinn, ef hægt er fyrir stórfréttum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 10:51

2 identicon

Ætli bankadrengirnir verði settir á sömu laun og aðrir ríkisstarfsmenn, eða fá þeir verðlaun fyrir vel unnin störf. 

Ingibjörg 29.9.2008 kl. 12:34

3 identicon

Lárus Welding má svo sem vel við una.  Hann fékk á sínum tíma einar litlar 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf hjá Glitni.  Kannski skilar hann eitthvað af þessum peningum til baka.

H.T. Bjarnason 29.9.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta verður forvitnilegt, það er svo stutt síðan Lárus Welding sór og sárt við lagði að ekkert þessu líkt mundi gerast, því Glitnir stæði svo vel, eins og hann fullyrti  í Silfri Egils sunnudaginn 21. sept. 2008 - En þá höfðu þeir í stjórn Glitnis þegar gengið á fund Seðlabankastjóra og beðið um lán.  - Svo hver lýgur hverju og ....... 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Einhvern veginn held ég að enginn geri ráð fyrir að topparnir herði sultarólina, nokkurn tíma. Það var mikið hype þegar launin voru lækkuð í bankaráði og hjá bankastjórn og ég bloggaði smá um það, en það var áður en fréttirnar af starfsUPPHAFSsamningnum bárust. Höfum heyrt af villtum starfslokasamningum, en minna af þessu og vonandi ekkert í framtíðinni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.9.2008 kl. 21:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband