Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Velkomnir, nýir Íslendingar og skynsamleg stefna í vali flóttamanna
10.9.2008 | 12:58
Fylgist með mikilli athygli með frásögninni hennar Gurríar af komu nýju Íslendinganna til Akraness. Það er ákveðin skynsemi sem ég kann vel að meta í vali á flóttamönnum sem hingað koma. Þegar Júgóslavarnir komu var lagt upp með þá hugsun að fá hingað fólk sem ætti erfitt uppdráttar í heimalandinu, ekki síst vegna þess að hjónaböndin voru þvert á þær víglínur sem sköpuðust í stríðinu þar. Þannig komu allmörg hjón sem voru annað hvort serbnesk/króatísk eða blönduð á annan hátt. Það er líka skynsamlegt að bjóða hingað einstæðum mæðrum, því hér á landi hefur blessunarlega lítið verið um fordóma í þeirra garð miðað við margar aðrar Evrópuþjóðir til dæmis, þannig að þetta umhverfi ætti að vera gott fyrir þessar stríðshrjáðu fjölskyldur sem hingað eru komnar. En endilega fylgist með Gurrí.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Svei mér ef Skagamenn hafa ekki gefið mér aukna trú á mannkyn eins og það leggur sig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 12:58
Kvitt kvitt, láta vita af komu minni.
Linda litla, 10.9.2008 kl. 19:47
Þessar konur voru sannarlega í mjög erfiðri aðstöðu: Aðstöðu sem einhleypar barnlausar konur, einhleypar konur með börn og ekkjur af lágum stigum bjuggu einu sinni við hér á landi: Aðstöðu sem síðar þótti vera ótækt og ekki bjóðandi, sem betur fer. Það var því sjálfsagt að rétta flóttafólkinu hjálparhönd vegna þess að hér eru fráskildar konur og ekkjur með börn ekki lengur litnar hornauga. En skilja má af fréttum að það sé gert í þeirra fyrrum heimalandi, Írak, og ætla má að sama sé uppi á teningnum hjá fyrrum nágrönnum þeirra því ekki vildu þeir hjálpa þeim: M.a.s. þá gátu þær ekki einu sinni fengið að gista í Sýrlandi eina nótt á leiðinni til Íslands. Þeim voru því flestar og kannski allar dyr lokaðar nema hingað til lands.
Það hefur verið vel tekið á móti þeim, þær fengu hlýjar móttökur, eins og ein þeirra sagði í viðtali í gær, og þannig hefur einnig verið tekið á móti öllum hinum hópum flóttafólks sem stjórnvöld hafa boðið hér varanlega búsetu síðustu áratugina. Muni ég rétt þá leiddi könnun Sameinuðu þjóðanna í ljós fyrir fáum árum að hvergi í heiminum væri betur tekið á móti flóttafólki (þeim hluta flóttafólks sem hefur verið kallaður pakka-flóttamenn) en hér á landi og þar réð hvað mestu stuðningsfjölskyldurnar og að fólkinu er tryggð fjárhagsleg afkoma fyrsta árið. En núna er boltinn hjá konunum og börnunum.
Þær fengu hlýjar móttökur (sem betur fer), þeim verða kynntir íslenskir siðir og venjur, þau þurfa ekki á eigin spýtur að reyna að eignast íslenska kunningja og vini heldur kemur stuðningsfólkið til þeirra sem vinir. En hvernig framhaldið verður veltur á þeim sjálfum. Og vonandi taka þau þann pól í hæðina að aðlagast samfélaginu því þá ætti allt að geta farið vel fyrir alla.
Túlkurinn þeirra er góð fyrirmynd um einstæða móður frá framandi landi (Palestínu) sem hefur vegnað vel í íslensku samfélagi vegna þess að hún valdi að aðlagast og vera með. Sú kona er lifandi dæmi um að uppruni stendur ekki í vegi fyrir fólki hér á landi ef það gerir eðlilegar kröfur til sín um að aðlagast samfélaginu, virða leikreglur, setja sér markmið og vinna að því að ná þeim. Kona sú er einnig fyrirmynd á annan hátt því ólíkt ýmsum öðrum þá velur hún að koma þannig fyrir og haga máli sínu á þann hátt að ég legg alltaf við hlustir þegar hún talar í fjölmiðlum vegna þess að hún er áheyrilegur fulltrúi þess heimshluta sem ól hana. Ég á því enga betri ósk flóttakonunum til handa en að þær taki túlkinn sinn sér til fyrirmyndar.
Eitt sem fer alltaf svolítið mikið fyrir brjóstið á mér og það er þegar þjóðerni er tekið af fólki. Þessi afstaða mín minnkaði ekki þegar ég kynntist ágætri vinkonu minni sem barst að ströndum Íslands sem flóttakona frá Júgóslavíu. Eins og hún segir sjálf þá verður hún aldrei Íslendingur heldur Króati, en þar með er ekki sagt að henni þyki ekki vænt um Ísland og íslensku þjóðina. Flóttakonurnar, sem núna eru að stíga sín fyrstu skref á Íslandi, verða sjálfar að fá að segja hvort þær skilgreina sig sem Palestínumenn eða Íraka og börnin þeirra verða síðan að móta sjálfsmynd sína og átta sig á því hvar rætur þeirra liggja. Það er hægt að búa í landi með þjóð í sátt og samlyndi en muna samt hvar rætur manns liggja og þetta verður hver og einn að gera upp við sig sjálfur og aðrir að virða.
Að þessu sögðu óska ég konunum og börnunum þeirra góðs gengis og vona að þau velji að vera með okkur hinum.
Helga 10.9.2008 kl. 22:54
Helga, mig langar mest að setja pistilinn þinn á bloggsíðuna mína framanverða, treysti því þó að þeir sem hafa áhuga lesi athugasemdirnar, en það er svo gott sem þú segir og ég er svo sammála hverju einasta orði.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.9.2008 kl. 00:16
Takk fyrir það. Það bíður þín e-mail.
Helga 11.9.2008 kl. 01:47
Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 15:57