Ótímabær haustlægð

Við höfum átt mikillar veðurblíðu að fagna í sumar, lengst af hér suðvestanlands en að undanförnu hafa Norðlendingar og Austfirðingar fengið sýnishorn af góða veðrinu líka. Þess vegna kemur svona snemmbúin haustlægð í opna skjöldu. Hlustaði á Einar Sveinbjörnsson í morgunútvarpinu og las svo fróðlegan pistil á veðurblogginu hans þannig að skýringarnar liggja fyrir. Enn el ég þó þá von í brjósti að við fáum smá sumarauka af því tagi sem oft er kallað ,,indian summer" og sting uppá september í því samabandi. Það er svo gaman að fá smá framlengingu á góðu sumri og ég er sannfærð um að skólabörnin, sem nú eru komin í skólana, hefði mjög gott af því að geta leikið sér úti í blíðunni í svolítinn tíma, farið í vettvangsferðir og eitt og annað þess háttar. Þeir sem stunda útisport af einhverju tagi þurfa líka ábyggilega að trappa sig niður og mér skilst meira að segja að regnsæknir veiðimenn hafi ekkert þurft að kvarta undan tíðarfarinu það sem af er sumri, þrátt fyrir blíðuna.
mbl.is Fólk hvatt til að gera óveðursráðstafanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þrátt fyrir þessa lægð er ekki víst að veðrið verði haustlegt að staðaldri næstu vikur. Og ekki eru það reyndar kuldar sem fylgja þessari djúpu lægð heldur vatnsviðri og hvassviðri. Síðustu ár hefur oft verið gott í september. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ég veitti því eftirtekt með hitastigið og það gladdi mig. Stend annars með þér í þessu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Linda litla

Það er búið að vera ansi hvasst síðan í nótt, ég þakka bara fyrir að það er ekki kominn vetur þá væri veðrið algjör viðbjóður, bylur og ógeð.

Linda litla, 29.8.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Laukrétt Linda, það hefði ekki verið gaman að kynnast þessari lægð í frosti, með regnið í formi snjókorna og vindinn til að færa þau í skafla.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.8.2008 kl. 10:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband