Sagan endurtekur sig - menn tilbúnir í samstarf við íhaldið án þess að tryggja sér stuðning næsta varamanns

Sagan endurtekur sig greinilega í borginni  - menn virðast tilbúnir í samstarf við íhaldið án þess að tryggja sér stuðning næsta varamanns. Ég var nokkuð viss um að ekki væru allir Framsóknarmenn ánægðir með þetta skref Óskars og það er augljóslega rétt. Þetta er þó á veikari grunni en mig hafði grunað. Skyldum við eiga eftir að sjá enn ein valdaskiptin áður en kjörtímabilið er úti? Og nú er komið í ljós að þetta plott snýst ekki bara um að fá að byggja hús heldur líka mjög umdeilda virkjun, grímulaus Alferð gerði það dagljóst.
mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð að segja að burtséð frá því hversu mikla skömm ég hef á þessum nýja meirihluta þá gleður það mig að enn skuli stjórnmálamenn finnast sem halda í sannfæringu sína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Arnar Steinn

Þetta er alveg stórmerkilegt auðvitað, maður spyr sig hverju Óskari var lofað fyrir að svíkja minnihlutasamtstarfið? En flott hjá Marsibil að koma fram og segja þetta, ef hún væri ekki Framsóknarkvendi gæti ég næstum borið virðingu fyrir henni.

Arnar Steinn , 15.8.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það er skömminni til skárra, en breytir ekki niðurstöðunni í bili.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.8.2008 kl. 09:17

4 identicon

Þetta eru grey og þeir munu gjalda dýru gjaldi í næstu kosningum...

...désú 15.8.2008 kl. 15:12

5 identicon

Sammála þessu með Marsibil.

Ég er langskólagenginn, hugsandi maður, ég er með mastersgráðu frá virtum háskóla erlendis. Ég er ekki unglingur sem fylgist ekki með þjóðmálunum. En ég algerlega fyrirlít þessi stjórnmál eins og þau eru orðin, þetta fólk hefur löngu gleymt því að það er í vinnu hjá okkur, heildinni, og að það ætti að hugsa um það áður en það fer í svona sandkassaleik eins og þetta er orðið.

Í mínu fagi virði ég það mjög mikið þegar einhver segist ekki geta eitthvað, færir sig, og lætur aðra um verkið. Svoleiðis fólk vil ég sjá MEÐ mér í vinnu og svoleiðis fólk vil ég HAFA í vinnu.

Hver er munurinn á Hóru og Eiginkonu? Eiginkonan stundar kynlíf með maka sínum af virðingu og heilindum. Hóran hagar seglum eftir vindi, gerir bara það sem hún fær best borgað fyrir á hverjum tíma og er engum trú...

Ég persónulega hef séð ansi margar hórur á skjánum undanfarin misseri, bæði karla og konur... og þetta er jú bara mín skoðun.

Bestu Kveðjur

Þreyttur á framapotinu 15.8.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Heidi Strand

Sagan endurtekur sig vegna þess að valdasjúkt fólk hugsar bara um sinum eigin rass.

Heidi Strand, 15.8.2008 kl. 17:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband