Til hamingju öll - bæði ,,svona" og hinsegin!

Samfélagið okkar er gott þegar gleðigangan stendur undir nafni, það er að ástæða sé til að gleðjast yfir því að staða samkynhneigðra í samfélaginu hefur batnað til muna. Fyrir allmörgum árum stöðu Samtökin 78 fyrir kvikmyndasýningu sem varð mér að minnsta kosti ógleymanleg, um ævi Harvey Milk, bogarfulltrúa í San Fransisco, sem var myrtur 1984 og varð eins konar píslarvottur samkynhneigðra manna. Enn stríða samkynhneigðir við fordóma einstaklinga, en samfélagið gleðst sem betur fer einlæglega yfir þeim sigrum sem hafa unnist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband