Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Það er farið að gæta vaxandi bjartsýni í skoðanakönnuninni á blogginu mínu, þar sem núna er fjórðungur farinn að halda að allt sé upp á við, en þriðjungur enn að gera ráð fyrir tveimur erfiðum árum í viðbót. Aðrar tölur hafa hreyfst minna, þó hefur fækkað ögn í hópnum sem heldur að við séum að verða nægjusamari. Þegar ég setti þessa könnun inn snemmsumars var áberandi meiri svartsýni í gangi, 40-45 % töldu að næstu tvö ár yrðu erfið en svona 17 % að þetta væri allt upp á við.
Kannski er þetta bara sólin? Það væri annars gaman að fá rökstuðning fyrir þeim skoðunum sem fólk hefur á því annað hvort að næstu tvö ár verði erfið eða að allt sé að skána. Merkilegt nokk, þá hefur alla vega einn valkostur verið hunsaður að mestu: Að ástandið verði áfram svipað og það er nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Það væri auðvitað best f að við gætum lifað á sólinni í sumar, þá yrðum við öll feit og pattaraleg í haust hehehhe
Bestu sólarkveðjur til þín Anna mín
Linda litla, 31.7.2008 kl. 12:49
Ég vona sannarlega að bjartsýnin haldi áfram að vaxa og að það verði ekki að ástæðulausu. Hef mikla samúð með því fólki sem er að missa vinnuna núna vegna gjaldþrota og endurskipulagningar, ef sú verður raunin hjá Ræsi til dæmis. En vonandi verður hægt að sjá betri tíð án þess að misþyrma umhverfinu í leiðinni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.7.2008 kl. 12:59
Ég hallast að því að við munum búa við erfitt ástand næstu tvö árin. Þegar ég segi við þá meina ég almenningur, ekki þeir sem eiga stærstan þátt í ástandinu, fjármála"snillingarnir" sem eru búnir að sukka landið nánast í þrot. Það er nefnilega alltaf að koma betur og betur í ljós að bankar og fjármálafyrirtæki eru líka búin að finna leið til að græða á afleiðingum kreppunnar. Á meðan blæðir almenningi.
Anna Ólafsdóttir (anno) 31.7.2008 kl. 14:01
Ég er 00000.0005 prósent og ég er á hmmmmmm. held uppleið ;)
ringo 31.7.2008 kl. 22:33
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 10:57
Góða helgi öll, líka afmælisbarnið! En þetta með lífskjörin, við vissum öll að lendingin yrði hörð þegar þenslunni var hleypt á fullt og húsnæðislán sett í áhættu, þar sem innkoma bankanna var óviss stærð. Við vissum kannski minna um að heimskreppulingur gerði vart við sig á sama tíma (smá heimskreppa sem sagt) þótt öll teikn hafi verið á lofti, stríð, ágangur á auðlindir, olíusveiflur og kæruleysi gagnvart umhverfinu. Þannig að öll skynsemi segir að þetta sé ekki að verða búið alveg í bráð. Það breytir ekki því að auðvitað viljum við öll að þessu linni, fólk verði ekki atvinnulaust, kjaraskerðing haldi ekki áfram og svo framvegis. Hins vegar er ekki hægt að sætta sig við hvaða lausn sem er, til dæmis ekki að pissa í skóna með því að fara í önnur umhverfismengandi þensluverkefni. Og það er allt í lagi að slá á eyðslu auðmanna, ef það er að gerast, alla vega berast þeir minna á og bera vonandi jafnari hlut úr býtum nú en fyrr. Sóðalegt ríkidæmi (e. filthy rich people) skapar alltaf umræðu um misskiptingu og það er auðvitað sárt að horfa uppá að meðan sumir hafa engin mánaðarlaun þá hafi aðrir svo mikinn pening aflögu að þeir gætu haldið uppi heilu þorpi, ef þeir vildu. En viljann vantar, ekki segja mér að þessu sé öllu fórnað út í atvinnulífið, við vitum öll að það er sjaldnast rétt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.8.2008 kl. 15:48