Lykill að ótrúlega fjölbreyttum og fullkomnum heimi
20.7.2008 | 10:35
Frjáls hugbúnaður hefur geysilega marga kosti. Framþróun gerist hratt þar sem allir geta verið að ítra og lagfæra kóða og bregðast við villum og öflug samfélög myndast sem hafa það í för með sér að margir eru til að bregðast við ef vandamál koma upp, og þeir gera það flestir í áhugamennsku.
Hvað merkir notkun frjáls hugbúnaðar fyrir notendurna? Ég held að stóra systir mín, sem er ekkert sérlega upptekin af hugbúnaðarmálum eins og ég, vill bara að dótið virki! hafi sagt allt sem segja þar þegar ég hlóð niður hjá henni Open Office (sem er hliðstætt Office pakkanum með ritvinnslu, glærusýningar og fleira) - hún fiktaði smá og ég sagði henni ekkert til, þar til hún kvað uppúr með það: ,,Þetta er miklu lógískara og auðveldara en önnur ritvinnsluforrit sem ég hef notað!".
Ég hef notað frjálsan hugbúnað í fjöldamörg ár, ýmsar útgáfur af Linux stýrikerfinu sem alltaf er í framþróun og orðið mjög notendavænt. Mæli til dæmis með Ubuntu, sem er orðið mjög fullkomið og með alls konar fídusa sem ég er mjög hrifin af, og aðra sem eru kannski bara skemmtilegir. Fyrir utan Open office, sem kemur flestum að gagni, væntanlega, þá mæli ég sérstaklega með myndvinnsluforritinu GIMP sem er alveg æðislegt, þægilegt, lógískt og ókeypis. Svo er auðvitað besti vafrinn á markanum að mínu mati og margra annarra Firefox.
Óleyst vandamál? Já, þau eru svo sannarlega til, þótt þau séu ekkert í líkingu við sum þeirra sem maður er að lenda í til dæmis í ritvinnsluforritum sem maður er að kaupa fyrir einhverja tíuþúsundkalla. Ég á enn í mikilli baráttu vegna stórs verkefnis sem ég er byrjuð á og þvælist með milli Open office og Word (97/2003). Þar er slatti af aftanmálsgreinum og yfirfærslan virðist ganga ágætlega í nokkur skipti hjá mér, en svo allt í einu frýs allt í Word og ég fæ vísbendingar um að ég sé búin að tapa öllum textanum mínum (sem reynist svo ekki rétt, allt með skilum þegar ég fór út úr tölvunni og aftur inn, gamla trikkið er það eina sem virkar í þetta sinn) :-( .... þannig að ég er enn að engjast svolítið. Kostir þess að nota Open office eru að mér líkar vel við það, þetta er það forrit sem til dæmis netkaffihúsin á Kanarí, sem ég þekki vel og nota mikið, nota, eins er yfirleitt auðvelt að vista skjöl sem .doc og opna í Word, en þar er efinn, ég vil ekki íþyngja þeim sem gætu lenti í vanda eins og ég lenti í uppúr þurru um daginn, með skjal sem var búið að virka nokkrum sinnum! Auðvitað auðleyst, en samt er vont að setja þá, sem ekki eru jafn ákafir tölvuunnenndur og ég, í vandræði.
Á hinn bóginn þá veit ég að þessi vandi er leysanlegur án mikilla leiðinda, sem aftur á móti notkun á nýjasta Wordinu mínu (2007)er alls ekki, þar þarf ég alltaf að vista skjöl niður í Word 97/2003 af því ég býð ekki þeim sem ég á samskipti við uppá að þurfa að hlaða niður lagfæringa-kitti til að geta opnað skjöl úr Word 2007 (með endingu .docx). Auðvitað er það ,,ekkert mál" en sumum finnst það bara skítt og verða pirraðir. Þannig að ég vista mín word skjöl (þau sem fleiri en ég eiga að nota) bara ennþá niður í eldri útgáfuna sem allir ráða við, en það er óþarfa aukaskref og stundum gleymi ég því og fæ bréf til baka: Hvernig á ég að opna þetta? Þannig að ... : Að vera eða vera ekki kominn alveg yfir í frjálsan hugbúnað, það er efinn.
Skrifað á litlu, bleiku tölvuna mína sem er með tveimur stýrikerfinum, Windows Vista og Ubuntu (sem er Linux stýrikerfi). Sýnir best hversu tættur maður er.
Allt opið og ókeypis? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Fróðlegt og fínt að heyra. Nú veit ég að ég á að vista niður á 2003 s.s. ef ég ætla að senda eitthvað frá mér En forvitni mín er vakin og ég sé að ég þarf að kíkja til þín með nýju krúttlegu tölvuna mína. Af því ég er eins og stóra systir þín s.s. hlutirnir eiga bara að virka, nenni ekki að skilja þá í hörgul þ.e. tölvumálin. Ég setti allt á annan endann hjá mér þegar ég fékk mér Office paka, en þar var ekki Outlook með. Ég náttulega hélt að heimurinn væri að farast þangað til að ég uppgötvaði að í tölvunni var líka annað forrit sem heitir Windows Mail sem dugir alveg fínt
En forvitni mín er vakin á þessum stýrikerfum sem þú minnist á...........vissi ekki að ég gæti notað mörg í einu. Verður ekki tölvan rosa þung að vera með svona mikið í henni?
Vilborg G. Hansen, 20.7.2008 kl. 11:19
Þú kíkir bara til mín í bústaðinn við tækifæri og ég get sýnt þér ýmislegt, en til að vera með bæði stýrikerfin (ef þér dytti það í hug) þá þarftu að tala við Óla frænda þinn, hann er stýrikerfisgaurinn í fjölskyldunni en ég er notendaforritakonan. En alla vega, þá get ég sagt þér það að eina sem gerist við að vera með tvö stýrikerfi er að það sem er á því stýrikerfi sem ekki er í notkun er bare í hvíld og truflar ekkert það sem er í gangi á því sem þú velur hverju sinni. Eina sem þú tekur frá hvoru megin er pláss, sem sagt geymsluminni. Ef nóg er af því, eins og á litlu bleiku minni (sem er reyndar orðin eins og hálfs árs) þá er ekkert vandamál. Og hraðinn á tölvunni er fínn, ég var með nýrri vinnutölvu í fyrra og hún var mun hægari með einu stýrikerfi en mín með tveimur.
Ég gleymdi einu mikilvægu: Vírusar eru nánast óþekktir á Linux.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.7.2008 kl. 12:07
Heyrist þetta vera eitthvað sem maður bara verður að kíkja á til að uppfæra sjálfan sig í nútíðartæknina sem fer svo hratt að ég held varla við heheheh.
Sjáusmst í bústaðnum við tækifæri
Vilborg G. Hansen, 20.7.2008 kl. 12:28
Raunar, Vilborg.... má jafnvel segja, að Linux vél, keyrandi samskonar forrit og Windows vélin. Þá eru allar líkur á að Linux vélin sé mun sprækari, ef þetta er keyrandi á samskonar vélbúnaði.
(Það má alveg taka það fram líka, að ég er Windows laus, hef aldrei verið með windows heima. Alla tíð Linux. (Byrjaði raunar í Minix, en það er annar handleggur.))
Einar Indriðason, 20.7.2008 kl. 12:31
Hef verið Windows laus (hljómar þetta nokkuð eins og AA fundur?) í fjögur ár og sakna þess ekkert. Nota að vísu MS Office 2004 (Mac). Mamma sendi mér nýja Word skrá fyrir stuttu og Wordið mitt skildi ekkert. Ég gat opnað það í Pages (ritvinnslu/DTP forrit fyrir Mac). Windows er alls ekki eina lausning og það er gaman að sjá ríkið skoða aðra möguleika.
Villi Asgeirsson, 20.7.2008 kl. 13:09
Tek undir með Einari að Linux vinnslan er yfirleitt hraðvirkari, og það finnst þótt ég sé með þessi tvö stýrikerfi á sömu vél, því ég hef bara kosti (og galla) hvors fyrir sig í gangi í einu. Ég stefni líka leynt og ljóst að því að verða Windows laus (sjarmerandi orðalag) af því mér líkar hugmyndafræðin, en um leið er ég kröfuharður notandi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.7.2008 kl. 17:34