Frekar skuggalegar fréttir - varaforsetaefnið verður að bjarga honum

Mér líst frekar illa á að fá fjögur ár í viðbót með repúblikana. Hins vegar var ég því miður búin að óttast að svona gæti farið. Nú þarf Obama að vera gætinn í vali á varaforsetaefni. Búin að segja mína skoðun á því máli, en ekkert viss um að það gangi. Demókratar voru ekki nógu skynsamir að velja sér frambjóðanda, Hillary hefði verið tiltölulega örugg að mínu mati, en hún er ekki í framboði í þetta sinn.


mbl.is Forskot Obama minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, þetta hljómar ekki svo illa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.7.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Við erum að tala um USA! Ég er búinn að segja það allan tímann að þegar kemur að kosningum munu Bandaríkjamenn kjósa ''hvíta gaurinn''. USA er ekki tilbúið fyrir svartan forseta ennþá. Bara mín skoðun og því miður held ég nú að ég hafi rétt fyrir mér...

Jakob Jörunds Jónsson, 14.7.2008 kl. 00:49

3 identicon

Alveg rétt hjá þér Jakob. McCain er næsti forseti USA og varð það um leið og Obama varð forsetaefni Demókrata.

Öryrkinn 14.7.2008 kl. 17:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband