Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hestamaðurinn á heimilinu hefur ekki tíma til að fara á Landsmót fyrir útreiðum. Einn er þó galli á gjöf Njarðar og það er rykið. Á ferðum um Borgarfjörð hef ég verið að sjá hestamenn í rykmekki og því var ég fegin þegar smá skúr kom í gær og fyrradag, svona til að rykbinda - og svo er þetta gott fyrir gróðurinn. En mér sýnist hinn allltumlykjandi þurrkari vera kominn í gagnið og á góðri leið með að þurrka upp blautar moldargötur í rokinu - fyrir utan að krækja sér í nokkur landsmótstjöld. Framundan himnaríkisblíða, hlýtt, sólríkt og smá rykbindingarskúrir. Hljómar vel.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þú hefðir alveg mátt fá smáskammt af rigningunni sem við sem búum á Akureyri fengum hér í gær og fyrradag.
Anna Ólafsdóttir (anno) 3.7.2008 kl. 17:22
Það er smá hitabylgja yfir Norður-Evrópu núna, ég er í Kbh, og hér er 28 stiga hiti, algjör molla og mjög rakt...... mjög gott veður sem sagt fyrir túrista en ekki þá sem þurfa að vinna í þessu...... já, ekki á hún Gunna gott að ......
Lilja G. Bolladóttir, 3.7.2008 kl. 22:49
Hér á Hellu er allt morandi í hesatmönnum, en ég hef ekki orðið vör við rykmekki í dag.
Linda litla, 3.7.2008 kl. 23:41
Þigg alltaf hitabylgjur og rykbindandi rigning má koma á milli (ég er nefnilega með linsur og er auk þess annt um hestamenn). Allt er best í hófi. Það er greinilegt að vinnan okkar á Tilraunastöðinni á Sámstöðum í Fljótshlíð, við að græða upp sandana á milli Hellu og Hvolsvallar forðum daga hefur skilað einhverjum árangri og gott að hestamennirnir njóta góðs af, hestamannaböllin voru alltaf mjög skemmtileg!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.7.2008 kl. 02:35
Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:35