Rykbindandi rigning og rok sem þurrkar og þyrlar - hugleiðing um hestamenn

Hestamaðurinn á heimilinu hefur ekki tíma til að fara á Landsmót fyrir útreiðum. Einn er þó galli á gjöf Njarðar og það er rykið. Á ferðum um Borgarfjörð hef ég verið að sjá hestamenn í rykmekki og því var ég fegin þegar smá skúr kom í gær og fyrradag, svona til að rykbinda - og svo er þetta gott fyrir gróðurinn. En mér sýnist hinn allltumlykjandi þurrkari vera kominn í gagnið og á góðri leið með að þurrka upp blautar moldargötur í rokinu - fyrir utan að krækja sér í nokkur landsmótstjöld. Framundan himnaríkisblíða, hlýtt, sólríkt og smá rykbindingarskúrir. Hljómar vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir alveg mátt fá smáskammt af rigningunni sem við sem búum á Akureyri fengum hér í gær og fyrradag.

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.7.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það er smá hitabylgja yfir Norður-Evrópu núna, ég er í Kbh, og hér er 28 stiga hiti, algjör molla og mjög rakt...... mjög gott veður sem sagt fyrir túrista en ekki þá sem þurfa að vinna í þessu...... já, ekki á hún Gunna gott að ......

Lilja G. Bolladóttir, 3.7.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Linda litla

Hér á Hellu er allt morandi í hesatmönnum, en ég hef ekki orðið vör við rykmekki í dag.

Linda litla, 3.7.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þigg alltaf hitabylgjur og rykbindandi rigning má koma á milli (ég er nefnilega með linsur og er auk þess annt um hestamenn). Allt er best í hófi. Það er greinilegt að vinnan okkar á Tilraunastöðinni á Sámstöðum í Fljótshlíð, við að græða upp sandana á milli Hellu og Hvolsvallar forðum daga hefur skilað einhverjum árangri og gott að hestamennirnir njóta góðs af, hestamannaböllin voru alltaf mjög skemmtileg!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.7.2008 kl. 02:35

5 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband