Heitur pottur og kaldur gustur ...

... eru góð blanda. Nú er potturinn okkar góði kominn á fulla ferð aftur, eftir hefðbundna byrjunarerfiðleika, en hann er alveg himneskur. Gusturinn í dag er lúmskur og hitastigið enn með lægra móti, þannig að það er kjörumhverfi fyrir notkun heitra potta. Á eftir er gott að vefja sig inn í góðan slopp, setja ullarsokkana á fæturna og fara í sólbað! Eftir smá tíma er nógu hlýtt til að sloppsins er ekki lengur þörf og svo er hægt að endurtaka hringinn eftir vild. Tengdamamma var sannarlega sæt að eftirláta okkur þennan eðalpott, hann verður áreiðanlega í mikilli notkun í sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það fór frekar hlýnandi þannig að ég er í góðum málum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.6.2008 kl. 19:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband