Hálslausar styttur, vatnaliljur, barneignafrí og alls stađar námsmenn ađ lćra

Ţá er ég búin ađ bćta nokkrum myndum héđan frá Debrecen í albúm og ćtla ađ bćta fleirum viđ er fćri gefst. Hér í bć er allt vađandi styttum og sumar ekkert vođalega sćtar. Eina hérumbil hálslausa fundum viđ Hanna úti í skógi:

CIMG2429Ég ákvađ auđvitađ ađ sýna ţessum ókunna (og eflaust frćga) manni samstöđu og vera hálslaus líka.

 

 

 

 

 

 

 

Annars er ţessi skógur, sem er rétt hjá okkur og kallast stóri skógur (án ţess ađ vera ýkja stór) alveg einstakur. Vatnaliljurnar eru ţćr fallegustu sem ég hef séđ:

CIMG2436

 

 

 

 

 

 

 

En reyndar er fátt sem einkennir borgina meira ţessa dagana en sá urmull námsmanna sem eru ađ lesa út um allt, sumir úti í skógi og ađrir uppi á fimmtu hćđ.

CIMG2453

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2454

Ţađ er Sara, vinkona Hönnu, sem hefur komiđ sér vel fyrir á fimmtu hćđinni hjá okkur, en hún á rúmlega ársgamla tvíbura sem eru í góđum höndum pabba síns hér í nágrenninu međan hún stređa viđ próflesturinn. Hún er töffari sem kom aftur hingađ út eftir ađ hafa átt sína tvíbura heima og veriđ međ ţá í níu mánuđi heima á Íslandi.

 

 

Annars komum viđ Hanna viđ um daginn hjá konunni á leigumiđluninni til ađ borga leigu fram í tímann og hún er međ eitt nýfćtt heima hjá sér, ţađ fjórđa. Hún segir ađ fólk nenni lítiđ ađ eiga börn en stjórnvöld hvetja mjög til barneigna, enda Ungverjum ađ fćkka. Hér er hreinlega besta barneignafrí í Evrópu, tvö ár á kaupi og ţađ ţriđja međ styrk, auk ţess sem barnabćtur eru ţokkalegar, einkum ţegar börnum fer fjölgandi. Forvitnilegt.

Svo er ég búin ađ rekast á fleiri samstúdenta Hönnu, viđ lentum á kjaftatörn á Palma um daginn viđ Svenna ţann sem samdi uppáhalds Eurovision-lagiđ mitt, Ég les í lófa ţínum. Hann hefur mörg járn í eldinum og var međ rússneskri samstarfskonu sinni. Mikiđ fjör. Ţađ var hann sem sagđi okkur gúllas söguna.

Lýkur ţá fréttapistli frá Debrecen ađ sinni.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ţađ er bara skemmtilegt ađ lesa ţessa pistla frá útlandinu.  Takk Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Linda litla

Vatnaliljurnar eru alveg ofsalega fallegar. Ţađ fer ţér aftur á móti ekki mjög vel ađ vera hálslaus..... leyfđu styttunni bara ađ vera ţađ í friđi.

hafđu ţađ gott og gangi ţér vel međ lćrdóminn.

Linda litla, 10.6.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ţađ er svo ótalmargt sem gaman er ađ skrifa héđan úr austrinu. Held samt ađ ţađ fari engum vel ađ vera hálslaus og hef látiđ af ţeirri iđju. Nú er ég laus úr lćrdómnum, úrskrifast á laugardaginn (fjarverandi reyndar) og lćt litlu lćknanemunum (og tannlćknanemunum, Söru t.d.) um námiđ, en sjálf er ég á fullu ađ vinna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem heiđarlegur sólarfíkill fékk ég 2 vikur af sól síđastliđinn febrúar á Kanarí, ţannig ađ ég mćtti nú ekki alhvít á stađinn, en eflaust hefur mér tekist ađ fá smá lit í viđbót. Hlakka til ađ koma heim í sól og sumar. Ţađ var ekki alveg komiđ, en samt ágćtt, ţegar ég fór í lok maí. Ţetta er auđvitađ bara frábćrt hérna!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Reyndar verđ ég ađ viđurkenna ađ mér finnst ágćtt ađ vera hérna enn um sinn, ţannig ađ ţetta ,,hlakka til ađ koma heim" merkir ađ ţađ sé ljúft ađ hitta restina af fjölskyldunni, en reyndar ađallega ađ ég treysti ţví ađ sumariđ verđi komiđ ţegar ég mćti heim. Mađur verđur kannski smá stund ađ ná úr sér hrollinum. Hér verđ ég alla vega 10-17 daga í viđbót.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.6.2008 kl. 12:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband