Feministamóðir stolt af syninum

Það hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum bloggsins míns að ég tel mig oft hafa ástæðu til að vera stolt af börnunum mínum, þótt þau séu sloppin af barnsaldri og vel það. Það gladdi feministahjartað mitt þegar ég heyrði að sonur minn væri orðinn ráðskona yfir vef karlahóps Feministafélagsins auk þess sem hann er í stjórn Feministafélags Háskóla Íslands. Hann hefur verið vel virkur í félagsmálum að undanförnu og tekið við af öðrum í fjölskyldunni í því hlutverki og greinilega að gera góða hluti, alla vega er ég bara mjög stolt. Hann heldur líka úti vefnum Feministaheimurinn sem er með hlekk hér til hliðar. Til hamingu Óli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikið skelfing máttu vera stolt af afkomandanum.  Þú kannt greinilega að ala upp börn.

Kveðjur í útlandið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er greinilegt að stóra barnið þitt ætlar sínum börnum jafnan hlut. Til lukku með hann.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.6.2008 kl. 22:45

3 identicon

Til hamingju með þetta

alva 3.6.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þau hafa alið mig meira upp en ég þau, ég er alltaf að læra af krökkunum mínum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.6.2008 kl. 09:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband