Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Samstarf ríkisstjórnarflokkanna: Pirringur á dag kemur skapinu örugglega ekki í lag
19.5.2008 | 20:00
Mér finnst gæta vaxandi pirrings milli stjórnarflokkanna og yfirlýsingar jafnt sem aðgerðir einstakra ráðherra ala á slíku. Nú veit ég ekki alveg hvernig samþykkt verklag er innan þessarar ríkisstjórnar, en svo virðist sem hver og einn ráðherra megi segja og framkvæma nokkuð frjálslega án þess að það sé lagt fyrir ríkisstjórnina sem heild. Lagalega séð er það svo sem alveg í lagi, löngu búið að taka umræðuna um að ríkisstjórnin sé fjölskipað stjórnvald, en út frá samstarfi innan ríkisstjórnarinnar finnst mér ég stundum sjá daglega núningspunkta og stundum ummæli í kjölfarið. Það virðist ekki hafa verið gengið frá neitt of mörgum lausum endum þegar efnt var til þessarar ríkisstjórnar, eða að þeir eru farnir að trosna eitthvað.
Hagsmunum fórnað með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Anna það er rétt hjá þér,að ýmsir lausir endar eru í ýmsum málaflokkum milli stjórnarflokkanna.Flesta þessa enda er hægt að tengja saman og ná sæmilegri sátt um.Hins vegar verða ýms mál sem koma undir Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.ekki leyst.Þar má nefna lögreglustjóramálið á Suðurnesjum,sem Björn vill láta koma undir þrjú ráðurneyti,sem er hreint bull.Þá þarf að endurskoða umsvif ríkislögreglustjóra,sem eru komin út fyrir öll skynsamleg mörk og láta stærstan hluta þess starfsvettvangs til lögreglustjóra embættisins í Reykjavík.
Kristján Pétursson, 19.5.2008 kl. 20:15
Já, lengi hefur það hangið yfir að erfitt yrði að ná sátt um tillögur Björns, einkum þær sem þú nefnir, og ég er ekekrt sannfærð um stuðninginn við þær í hans eigin flokki. En svo virðist sem það sé heldur ekki leysanlegt mál. Mér finnst þau rök sem komið hafa fram gegn tillögum Björns vera þannig að þetta geti bara ekki náð fram að ganga.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 20:20
Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:12
Aha
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 21:20
Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.
Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 21:37