Evrópusambandsumræða Sjálfstæðismanna

Það hefur verið athyglisvert að fylgjst með Evrópusambandsumræðu Sjálfstæðismanna að undanförnu. Lengi hef ég saknað þess að fá afdráttarlausar yfirlýsingar frá Geir Haarde, en þarf ekki að kvarta lengur. Sömuleiðis þá hefur mér þótt Þorgerður Katrín ansi kratísk í afstöðu sinni og daðrandi við Evrópusambandið en hún lýsti sig sjálfa andvíga aðild Íslands að Evrópusambandinu, hvort sem hún meinar það eða ekki, þá fannst mér það athyglisverð yfirlýsing. Hér er linkur á upptökuna: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397930/3 

Hún hefur hins vegar lýst því yfir að það sé ekki hægt að segja henni fyrir verkum og mín reynsla úr pólitískri umræðu er sú að svona orðalag merki að verið sé að gefa vísbendingu um að einhverjum hafi einmitt VERIÐ sagt fyrir verkum, en það þarf ekkert að vera rétt í þessum tilfelli. Umræðan um þjóðaratkvæði eða ekki er allt annað dæmi og ég veit ekki hvert hún mun leiða, en þeir sem vilja þá umræðu eiga að sjálfsögðu að hefja hana.

Önnur spurning sem hlýtur að vakna nú er sú hvort verið sé að senda Samfylkingunni skilaboð og ef svo er, hver þau nákvæmlega eru. Samfylkingin hefur fengið nokkuð frítt spil og Björgvin G. Sigurðsson verið beitt fyrir sambandssinnavagninn. Er pirringur Sjálfstæðismanna í garð samstarfsflokksins að koma fram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Hún er vissulega búin að vera að daðra við evrópusambandið í nokkurn tíma en neitar allt í einu að hún vilji þangað. Ég verð að viðurkenna að slíkar þversagnarkenndar yfirlýsingar eru ekki til að skapa traust mitt á stjórnmálamönnum.

Steinn Hafliðason, 19.5.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, einmitt, þessir stjórnmálamenn ...  en það verður spennandi að fylgjast með ÞESSARI umræðu, einhvern veginn held ég það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta með húsnæðiskostnaðinn er þörf umræða. Varðandi innkomu Seðlabanka Evrópu, þá má alveg færa rök fyrir slíkri aðkomu, en prinsippið með starfsemi hans er samt einmitt að grípa ekki til neinna sértækra aðgerða heldur líta á evrusvæðið sem heild og taka ákvarðanir út frá þeirri held, burtséð frá því hvernig einstök svæði innan evrulands koma út úr því. Og að fara að grípa til ráðstafana fyrir ekki-evruþjóð hefur sennilega ekki komið til tals þar á bæ.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 10:35

4 identicon

Kristinn segir að Geir hafi verið málefnalegur í yfirlýsingum sínum. Ég kalla það ekki að vera málefnalegur þegar Geir segir að með því að ganga í ESB þá munum við ekki hafa nein áhrif og ekki geta beitt neinum úrræðum ef til þess kæmi að hér myndi vaða uppi verðbólga á við það sem núna er. Ok, þetta er svo sem ágæt yfirlýsing en hann skildi eftir að spyrja að því hvort við viljum áfram borga hæstu vexti í heiminum, hvort við vildum áfram borga hæsta matarverð í heiminum og svo mætti telja. Þeir hafa nú ekki verið það úrræðagóðir varðandi þessa verðbólgu sem núr tröllríður landsmönnum. Svo ég tel það engu skipta hvort Geir H Haarde geti þetta eða hitt, það á bara setja þetta í þjóðaratkvæði og spyrja fólkið hvað það vilji, Geir á ekki að ráða þessu einn.

Valsól 19.5.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þjóðaratkvæðagreiðsla er tvímælalaust hið eina sem kemur til greina ef við stæðum einhvern tíma frammi fyrir því að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. En nú sýnist mér í uppsiglingu deila um hvað slíkt þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fjalla og hvenær hún eigi að eiga sér stað. Sem sagt á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að fara í viðræður eða ekki og ef það yrði samþykkt að sitja svo uppi með niðurstöðurnar eins og hvert annað hundsbit (þið vilduð fara í viðræður væri þá klissjan). Eða halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir aðildarviðræður? Alla vega finnst mér það einboðið að ef einhver ríkisstjórn kæmi til valda sem vildi fara í viðræður þá yrði hún að leggja úrslit slíkra viðræðna fyrir þjóðaratkvæði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 13:20

6 identicon

Ekki mikið meira í bili, annað en að stundum finnst mér að margt fólk þekki aðeins skammstöfunina ESB og líti á hana eins og nafnið Jesús. Hafa heyrt að Jesús hafi verið hinn fínasti karl, en þekkja ekki ævi hans að nokkru viti. Þetta nægir mörgum til að vita hvar þeir standa í trúmálum. Gott og vel, því trú er einkamál.

En fjandakornið, ESB-aðild er grafalvarlegt mál. Hvernig væri að fólk gerði kröfu á sig sjálft og lesi sig til um ESB. ESB er ekki frelsi! ESB er ekki góðgerðarstofnun. ESB er ekki systurstofnun Sameinuðu þjóðanna! Þá hafið þið það. ESB er hagmunabandalag sem þykir óskaplega vænt um sjálft sig.

Hvað andsk. aumingjaskapur er það að ætla að leggja því lið að breyta stjórnarskránni svo stjórnmálamenn geti upp á sitt einsdæmi eitt árið farið að semja um þjóðina við ESB. Að bera það á borð fyrir mann að þetta sé gert í nafni lýðræðis vegna þess að aðild að ESB myndi stangast á við stjórnaskránna og þess vegna verði að vera búið að breyta stjórnarskránni svo aðildarviðræður geti hafist með leyfi stjórnarskrárinnar. For helvede (það hlýtur að mega blóta á dönsku hér ) stökkið yfir í ESB-aðild er ekki meira stjórnarskrárbrot en EES-aðildin er og ekki vafðist það brot fyrir mörgum þingmanninum. Nei, andsk. það er e-ð annað en lýðræðisást og væntumþykja fyrir stjórnarskránni sem hefur orðið til þess að núna er búið að setja vilja ESB-sinna í enn einar neytendaumbúðirnar.

Af hverju er ekki spurt: Hvernig datt þingmönnum í hug að leggja þessa hugmynd fram?  Hvern fjandann eru stjórnmálamenn að bralla bak við tjöldin núna!?

Fyrirgefðu geðvonskuna Anna mína, en það er ömurlegt að sjá hvernig búið að koma því inn í hausinn á fólki sem hefur aldrei nennt að lesa stafkrók um ESB að þar sé björgun að finna.

Helga 19.5.2008 kl. 17:00

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Reyndar held ég að þessi ESB-bjargar-öllu hugsun sé örlítið að minnka, nema kannski hjá einhverjum áróðursmeisturum sem vilja troða okkur inn hvað sem tautar og raular. Og þetta með þjóðaratkvæðið er einmitt mjög lúmskt mál, hver vill vera á móti þjóðaratkvæði, en hvað á þetta þjóðaratkvæði að gera, vera uppáskrift á óútfyllta ávísun einhverra misviturra samningamanna?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2008 kl. 19:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband